Vikan


Vikan - 07.06.1999, Síða 6

Vikan - 07.06.1999, Síða 6
Texti: Hrund Hauksdóttir Kvennahlaupið í tlunda sinn Til gamans má geta þess að alls tóku um 2000 konur þátt í fyrsta kvennahlaupinu en hin síðari ár hefur þeim fjölgað allverulega og eru þær nú í kringum 22.000 talsins á hverju ári. Til samanburðar má nefna að þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu hafa einu sinni náð því að vera 3000 talsins og gefur það vissulega góða hugmynd um stærð og umfang kvenna- hlaupsins. Að auki taka ís- lenskar konur víða um heim þátt í kvennahlaupinu og sem dæmi má nefna að tæplega 60 konur hafa hlaupið þennan dagiNamibíu. Oft eru það íslendingafélög viðkomandi landa sem standa að hlaupinu en einnig eru það ferðaskrif- stofur eða jafnvel einstakiing- ar sem eru umsjónaraðilar kvennahlaupsins á erlendri grund. Vikan hvetur allar konur til þess að taka þátt í hlaupinu að þessu sinni til að fagna sam- eiginlega tíu ára afmæli kvenna- hlaupsins og til 6 Vikan Hið árlega kvenna- hlaup verður nú haldið í tíunda sinn en það hefur verið mjög vin- sæll viðburður jafnt á höfuð- borgarsvæðinu sem og úti á landsbyggðinni. Konur á öll- um aldri taka sig saman þenn- an dag og hlaupa, skokka eða ganga ákveðna vegalengd. Getur hver og ein kona því trimmað eftir eigin getu og áhuga. Konurnar láta aldrei veður aftra sér og trimma af arsdóttir sem á heiðurinn af kvennahlaupinu en núverandi framkvæmdastjóri þess er Helga Guðmundsdóttir, eða eins og einhver orðaði það: „Hún Helga er aðalkallinn í kvennhlaupinu!" Kvennahlaupið á Reykja- víkursvæðinu hefst að vanda í Garðabæ, nánar tiltekið við Flataskóla, og verður boðið upp á fjórar mismunandi leiðir svo að hver geti hlaupið sam- kvæmt getu sinni. krafti hvort sem um er að ræða sólríkan sumar- dag eða slagviðri. Börn- in eru heldur engin fyrir- staða, síður en svo. Mörg þeirra taka þátt í hlaupinu með mæðrum sínum og ýmist hlaupa við fót eða hafa það notalegt í kerru eða vagni á meðan mamma sprettir úr spori. Allra fyrsta kvennahlaupið var haldið á kvennadeginum hinn 19. júní og er sá dagur vel við hæfi. Nú hefur skapast hefð fyrir þeirri tímasetningu og fer hlaupið ávallt fram á þeim sunnudegi sem er næstur 19. júní. Það er Lovísa Ein- að styrkja líkama og lund fyrir sumarið. Kvennahlaupið á landsbyggðinni Auður Ketilsdóttir býr í Fljótum á bænum Lambanesi og hún er forsvarsmaður kvennahlaupsins á þeim slóð- um. Þegar Vikan hringdi til Auðar var hún á kafi í sauð- burði en gaf sér samt tíma til að spjalla við okkur um kvennahlaupið: „Já, ég held utan um þetta hér og hef gam- an af því. Við konurnar ákveðum í sameiningu leiðina sem við hlaupum en hún er um 8 kílómetrar. Við erum oftast í kringum 40 konur og ætlum við að hittast hjá félags- heimilinu og ljúka hlaupinu við sundlaugina um hádegis- bil. Þar ætlum við að fá okkur súpu og hafa það huggulegt að hlaupinu loknu." Auður segir okkur að kvennahlaupið sé búið að vera árlegur viðburður og alltaf góð þátttaka. Þetta eru hörkukonur sem láta veður og vinda ekki hafa áhrif á sig og

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.