Vikan


Vikan - 07.06.1999, Side 8

Vikan - 07.06.1999, Side 8
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Myndir: Anna Ingólfsdóttir Stjórnmálaskörungur á Austurlandi „ftttum fjögur 'V' og róleg ár en 491 pólitfkinnianur“ Að loknum kosningum er alltaf spennandi að velta fyrir sér nýjum þingmönnum sem að mestu leyti eru óskrifað blað. Skyldu þeir reynast betur en þeir gömlu og hvaða mál koma þeir til með að leggja áherslu á? Margir nýir þingmenn setjast á þing nú í haust. Þeirra á meðal er Þuríður Backman á Egilstöðum. Nú, þegar úrslitin eru Ijós, hvernig líst henni á að setjast á þing? el, ég hef kynnst störfum þingsins sem varaþingmaður og haft þar stutta viðkomu sjö sinnum áður og kvíði ekki þingstörfunum sem slíkum. Það er hins vegar allt sem er í kringum starfið og reyndi ekki á við stuttar innkomur, eins og allur erill- inn, svo og búseta á tveimur stöðum sem er nýtt fyrir mér. Við hjónin ætlum ekki að flytja suður svo ég hef í sjálfu sér lítinn áhuga á að kaupa aðra íbúð en það kann að verða eini valkost- urinn því leigumarkaðurinn er svo erfiður í Reykjavík. I sjálfu sér vann ég í þess- ari kosningabaráttu með það í huga að safna sem flestum atkvæðum, en í óvissu um að ná sjálf kjöri. Ég fór í þetta eins og hvert annað verkefni og gerði áætlanir með það í huga. Við renndum svolítið blint í sjóinn þegar verið var að spá fyrir um úrslit. Ég taldi sjálf að mest von væri um að Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson næðu inn og hugsanlega fengjum við 3 - 4 þingmenn yfir allt landið.” Þuríður hlýtur þá að vera ánægð með úrslitin sem greinilega fóru fram úr hennar björtustu vonum. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt, þessi kona sem nýtur fylgis og trausts Aust- firðinga og það kemur örlít- ið á óvart að hún er aðflutt á Egilstöðum. „Ég og maðurinn minn, Björn Kristleifsson arkitekt, erum Reykvíkingar. Fyrir sextán árum vorum við orð- in þreytt á streitunni í borg- inni og vildum lifa fjöl- skylduvænna og rólegra lífi. Við vorum bæði mikið í fé- lagsstörfum, hann fyrir Arkitektafélagið og ég fyrir Hjúkrunarfélagið. Við ákváðum að flytja út á land og vildum búa þar sem menntaskóli væri til staðar því við gátum ekki hugsað okkur að senda börnin burtu í heimavist, en elsta barnið okkar var þá að byrja í menntaskóla. Valið stóð því milli Isafjarðar, Akur- eyrar og Egilsstaða. Á Ak- ureyri voru starfandi arki- tektar svo við töldum að möguleikarnir væru meiri hér fyrir austan. Við áttum hér síðan, eins og maðurinn minn segir, ágætis fjögur ár en svo lenti ég bæði í lands- og bæjar- málapólitíkinni." Þuríður hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og hún átti sæti í bæjarstjórn Egilsstaða á síðasta kjör- tímabili þegar mótuð var umhverfisstefna fyrir bæjar- félagið en Egilsstaðir voru fyrsta íslenska sveitarfélagið til að móta slíka stefnu og hrinda henni í framkvæmd. „Umhverfismálin, eru held ég bara, í genunum. Ég hef alltaf haft áhuga á rækt- un og notið þess að vera í fögru umhverfi. Við höfðum ekið í gegnum Egilsstaði þegar við fórum hringinn eitt sinn og að okkar mati bar staðurinn af fyrir nátt- úrufegurð og vinalegt, þægi- legt umhverfi. Hér er veður- sæld mikil, gott að vera með börn og því er þannig háttað með landslag hér að það bíður upp á mikla mögu- leika. Ég er mjög ánægð með að að hafa átt þess kost að vera meðal frumkvöðla að mótun stefnu í umhverfismálum. í dag eru sveitarfélög hvött til að móta stefnu í þessum málum og í raun vinna að stefnumótun til nýrrar aldar. Við, hér á Egilsstöðum og öllu Fljótsdalshéraði, erum heppin því hér býr metnað- arfullt og áhugasamt fólk. Þetta er láglaunasvæði og hér eru engin stórfyrirtæki svo það er mannlífið og um- hverfið sem lokkar og held- ur í fólkið. Hér er öflugt tónlistarlíf og rótgróið leik- félag og virkt félagslíf á ýmsum sviðum. Yngsti son- ur okkar er hér í söngnámi og tekur þátt í Óperustúdíó- Þuríður segir konur á sínum aldri lang- bestu vinnukraftana. Þjóðfélagið ætti að átta sig á hversu rangt það sé að telja þær búnar að skila sínu hlutverki. 8 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.