Vikan


Vikan - 07.06.1999, Side 14

Vikan - 07.06.1999, Side 14
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson Felagslyndur einfari, ólærð en vel menntuð, frjáls en ábyrg, ung en ótrúlega gamall andi að sögn sjáenda. Flestir myndu telja að verið væri að lýsa tveimur manneskjum en svo er ekki. Þessar þversagnir rúmast í einu og sömu stúlkunni, Birgittu Jónsdóttur, listakonu. Birgitta hef- Jji>. urkomiðná- ’ - fw lægt fleiru en einu list- gegnum tíð- ina og virðist jafnvíg á pensilinn og pennann. Auk þess er hún tónlist- armaður af guðs náð, hefur aldrei lært á hljóðfæri en lögin sín semur hún með rödd- inni. „Sum Ijóð eru með lög i sér sem spretta út úr þeim rfl án nokkurs fyrir- vara," segir Birgitta. Hún hef- ur skrifað frá því hún var barn og þegar hún var 17 ára uppgötvaði hún hjá sér hæfi- leika til að mála og hefur málað síðan. Birgitta Jónsdóttir, listamaður. urinn lagði heiminn að fótum hennar Gerir við öll tæki sjálf „Ég er þannig að ég sekk mér ofan í hluti," segir Birgitta. „Ég gefst ekki upp fyrr en ég er búin að finna lausn á vandan- um. Ég geri yfirleitt við öll mín tæki sjálf þegar þau bila. Fyrst einhver getur komið þessu lag þá hlýt ég að geta það líka. Oft- ast hef ég nú rambað á réttu lausnina. Ég er algjörlega sjálf- menntuð í öllu sem ég geri og hef verið virkur þáttakandi í vaxtarbroddi netsins og bæði rekið fyrirtæki með öðrum og unnið fyrir ýmis Internetfyrir- tæki. Sá markaður er hins vegar bæði óstöðugur og nýr hérlend- is. Sum fyrirtækjanna sem ég hef unnið fyrir hafa farið á hausinn eða sameinast öðrum og áherslum verið algjörlega breytt. Atvinnuöryggi er ekki mikið við þær aðstæður. íslend- ingum hættir einnig til að fjár- festa of mikið strax og þeir stofna fyrirtæki og ætla sér ríki- dæmi fljótt. Það er mjög lítill skilningur á því þróunarferli sem þarf að eiga sér stað í vinnslu á efni fyrir Internetið og ríkjandi að ekki sé lagt á ráðin til langs tíma í. Minn draumur er að geta starfað við bókmenntir, listir, Internetið og tónlistina, bæði í gegnum netið og aðra miðla. Sá draumur virðist vera að rætast og það má að mörgu leyti þakka minni löngu viðveru í netheimum. Ég hef fengið til- boð um að vinna að útgáfu og allri tölvuvinnslu fyrir „The Ég er þannig aö ég sekk mér ofan í hlufi. Literary Renaissance" og er því á förum frá íslandi í haust til að sinna því starfi með bandaríska ljóðskáldinu Ron Whitehead. Einnig hefur mér verið boðið að halda fyrirlestur um tilveru mína og vinnu á Internetinu í galleríi á Rhode Island. Ég hef unnið markvisst að því að sameina skapandi hugs- un tækni og setti t.d. upp fyrstu beinu myndútsendingu á netinu héðan frá íslandi. Þar var ljóðið og margmiðlun í aðalhlutverk- urn. Ég fann einnig upp á, og hélt gangandi í eitt ár, galleríi á netinu sem hét Listasmiðja Apple á fslandi. Listamenn af margvíslegum toga héldu þar sýningar á verkum sínum. Hinn skapandi þáttur á Internetinu er vaxtarbroddur þess og best til þess fallinn að rjúfa ytri og innri landamæri. Geisladiskur og list- sýning í Portúgal á dagskrá í sumar Vefurinn hennar Birgittu er gott dæmi um hugmyndir henn- ar og sýn á Internetið og mögu- leika þess í listrænu starfi. Hún er lúsiðin og vill stöðugt hafa nóg við að vera. Vefurinn hefur opnað henni ótal tækifæri til að taka þátt í skapandi starfi sem hún annars hefði áreiðanlega ekki frétt af. „Ég er í samskiptum við fólk út um allan heim á netinu. Þeg- ar maður hefur búið sér til svæði á netinu er eins og svipað þenkjandi fólk sogist að manni. Frá fyrstu tfð hefur hún sameinað þessi tvö list- form og fann þeim síðan fullkominn farveg á Internet- inu. Birgitta byrjaði að starfa við Internetið fyrir tæpum fjór- um árum. Á vef hennar er að finna svo margt nýstárlegt að kapalsjónvarpsstöð í Bandaríkj- unum flutti sérstaka frétt um hann í lista- og menningarþætti sínum. Þessi sjónvarpsstöð er tengd inn á tíu milljón heimili í Bandaríkjunum auk þess sem efni hennar er dreift víða í Jap- an. Það má því gera ráð fyrir því að vefurinn hennar Birgittu hafi náð augum og eyrum fjöl- margra netáhugamanna þegar hann var kynntur í þættinum. Fyrir vefinn hefur hún einnig hlotið verðlaunabikar og var hann tilnefndur besta heima- síða 1996 af Tölvuheimi og BT Tölvum. Birgitta hlær að því að hún, sem aldrei hefur tekið þátt í íþróttum, á samt verðlauna- bikar. Vinnur fyrir bandarískt netfyrirtæki

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.