Vikan


Vikan - 07.06.1999, Side 20

Vikan - 07.06.1999, Side 20
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson. Fyrirsætur: Davíð Snær, Eydís Eir, Garðar Snær, Sigrún Ása, Sigurður Egill og Tinna María. Hver getur | Forsenda þess að foreldrar geti snúið aftur til starfa sinna að loknu fæðingarorlofi er að hafa örugga vistun fyrir ungann sinn. Með aukinni þátttöku feðra í fæðingarorlofi lengist tímabilið sem barnið get- ur dvalið heima í faðmi foreldra. Einn góðan veðurdag kemur þó að því að barnið þarf að fara i pöss- un. Sumir eru beppnir og eiga heimavinnandi ömmu sem getur tekið að sér að gæta barnsins eða velja að fá konu heim til að gæta bús og barns. Aðrir þurfa að hefja leit að dagmömmu. Sú leit getur dregist á langinn miðað við þá gífurlegu eftirspurn sem er eftir dagvistunarplássum. Sigríður Martcins- dóttir, dag- gæsluráðgja hjá Dagvii barna. Fæðingarorlof á íslandi er sex mánuðir. Margar úti- vinnandi konur eiga inni sumarfrí og geta því lengt orlof- ið um 4-8 vikur. Einhverjir feð- ur geta líka bætt sínu fríi aftan við þannig að töluvert mörg börn eiga kost á að dvelja heima í allt að átta mánuði. Allt of margir falla í þá gryfju að ætla sér að finna dagmömmu um leið og vinna hefst að nýju. Biðin eftir plássi getur varað í sjö mánuði eða jafnvel lengur. Peir sem þurfa að komast til vinnu þegar barnið er sex mán- aða þurfa því að huga að dag- vistunarmálum fljótlega eftir fæðinguna. Á vegum Dagvistar barna í Reykjavík starfa rúmlega 200 dagmæður og hjá þeim dvelja á annað þúsund börn. Eftir- spurnin eftir plássum er háð íbúðahverfum. Vesturbærinn er mjög vinsæll og ætla má að Háskólinn hafi þar mikið að segja. Auk þess sem foreldrar, sem stunda vinnu sína í mið- bænum, vilja hafa börnin ná- lægt vinnustaðnum fremur en heimilinu. Grafarvogurinn í heild sinni er barnmargur og því getur reynst erfitt að fá dag- vistun á því svæði. I gömlum og 20 Vikan rótgrónum hverfum eins og Smáíbúðahverfinu getur biðin líka verið nokkur. Dagmamma, sem haft var samband við í febrúar, gat tekið barn á biðlista í september en hún gat ekki lofað plássinu fyrr en síðar um veturinn. Sumar dagmömmur hafa sér- lega gott orð á sér og biðin eftir plássi hjá þeim getur reynst löng. í nágrannasveitafélögunum virðist sami dagmömmuskort- urinn blasa við. Okkur vantar dagmömmur Við fengum Sigríði Marteins- dóttur, daggæsluráðgjafa hjá Dagvist barna, til að upplýsa okkur um stöðu mála varðandi dagmömmuvandann í Reykja- vík. „Okkur vantar dag- mæður til starfa. Þeim fjölgaði reyndar frá 1997-1998. Þrátt fyrir fjölgunina vantar töluvert upp á að svara eftirspurninni. Við erum alltaf að heyra af foreldrum sem fá ekki pössun fyrir börn sín. Þeir standa á tröppunum hjá dagmæðrum og grátbiðja þær að taka börnin sín í gæslu. Þetta getur verið mjög erfið staða fyrir dagmæðurnar. Þær eru með eins mörg börn og þær mega vera með og þurfa sífellt að vera að neita fólki um pláss. Við höfum reynt að hliðra til ef pláss eru að losna fljótlega, t.d. ef barn er að komast inn á leik- skóla þá gefum við leyfi fyrir nýju barni tímabundið." Slakið þið ekki á kröfunum, sem gerðar eru til dagmæðra, í svona ástandi? „Nei. Skilyrðin fyrir því að geta gerst dagmóðir eru alltaf þau sömu. Við getum ekki slakað á þeim. Tilvonandi dag- mæður þurfa að ljúka ákveðnu námskeiði sem er 60 kennslu- stundir. Jafnframt þurfa þær að fara á slysavarnanámskeið á 3ja ára fresti. Konurnar þurfa að vera orðnar tvítugar, fá læknis- vottorð fyrir sig og alla fjöl- skylduna og hafa hreint saka- vottorð. Varðandi húsnæði þá þurfa að vera 3,5 fm á barn og að sjálfsögðu má ekki reykja inni á heimilinu á meðan börnin eru f gæslu. Alls mega vera fimm börn þar af tvö undir eins árs aldri hjá hverri dagmömmu." Hvernig bregst Dagvist barna við þegar börnin verða of mörg eins og oft vill verða? „Dagvist barna greiðir með fimm börnum en með sjötta barninu þarf undirskrift og samþykki annarra foreldra. Sjötta barnið er yfirleitt líka bara tímabundið. Það er verið að hjálpa foreldrum í stuttan tíma. Við eigum erfitt með að fylgjast með hvort fleiri börn séu hjá viðkomandi. Auðvitað reynum við að fylgjast með barnafjöldanum eins og við best getum en við heyrum dæmi þess að börnin séu stundum fleiri. Þá eru börnin ekki á skrá og foreldrarnir fá ekki niður- greiðslu. Við heimsækjum dag- mæðurnar reglulega og ef í ljós kemur að börnin eru of mörg, reynum við að grípa inn í og fá þær til að fækka börnum en oft er þetta tímabundið ástand. Hvernig er eftirlitinu með dagmæðrum háttað? „Við reynum að komast til allra tvisvar sinnum á ári en oftar til þeirra sem eru nýbyrjaðar. Daggæsluráðgj af- arnir sem sinna eft- irlitinu eru jafnframt stuðning- ur við dagmæðurnar en því miður getum við ekki komið eins oft og við vildum. Við erum þrjár sem störfum í rúm- lega tveimur stöðugildum. Við megum heldur ekki gleyma því að foreldrarnir sjálfir eru stór hluti af eftirlitinu og vistun barnsins ávallt á þeirra ábyrgð. Við fáum ábendingar frá sem við síðan vinnum úr." Reykingalykt algengt kvortunarefni Hvernig er unnið úr kvörtun- um sem berast til ykkar? „Við byrjum á að fá foreldra til að ræða við viðkomandi dag- móður og ef það gengur ekki, er rætt við þær. Yfirleitt taka þær ábendingum mjög vel. Fólk verður líka að reyna að Fólk virðist vera tilbúið að keyra bæinn á enda með börnin sín ef það finnur laust pláss hjá dagmömmu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.