Vikan


Vikan - 07.06.1999, Síða 22

Vikan - 07.06.1999, Síða 22
Ertu að hefja leit að dagmömmu? Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga! • Hringdu á skrifstofu Dagvistar barna eöa í þá stofnun sem heldur utan um dagvistarmál í þínu sveitafélagi. Þar getur þú fengið nauösynlegar upplýsingar um dagmæður á því svæði sem þú vilt halda þig við. • Hringdu í þær dagmæður sem þér finnst helst koma til greina og ræddu við þær í síma. Ef þór líst vel á þær er um að gera að fá að kíkja í heimsókn. • Treystu á innsæi þitt þegar þú skoðar heimilið. Þá sérðu aðstöð- una, hvemig viðkomandi hugsar um börnin, hvað er gert fyrir þau og með þeim. Ef þú hefur góða tilfinningu gagnvart viðkomandi er það hið besta mál. Ef þú hefur einhverjar sérstakar óskir er um að gera að koma þeim á framfæri hið fyrsta og sjá hvort ekki sé hægt að uppfylla þær. • Á meðan leit stendur yfir og þú ert að heimsækja nokkrar dag- mæður er gott að fá upplýsingar um eftirtalin atriði og þá er ekki hætta á neinum leiðinda misskilningi eftir að barnið byrjar í gæsl- unni. • Hvort er boðið upp á heitan eða kaldan mat í hádeginu? • Sofa öll börnin úti eða getur þú ráðið því sjálf? • Fer viðkomandi með börnin með á gæsluvöllinn, á mömmumorgna o.s.frv.? • Eru einhver gæludýr á heimilinu? • Reykir einhver á heimilinu? • Ætlar viðkomandi að taka sér eitthvað frí á næstunni? • Þurfi dagmóðirin að bregða sér frá hver gætir þá barnanna á meðan? • Ýmiss konar vandamál geta komið upp eftir að barnið er byrjað í gæslunni og því nauðsynlegt að vinna úr þeim jafnóðum til að fyr- irbyggja að spenna skapist milli dagmóður og foreldra. • Hafðu ávallt í huga að dagmóðir kemur ekki í staðinn fyrir foreldr- ið. Hún er að gæta margra barna á svipuðum aldri og því getur hún ekki sinnt barninu á sama hátt og þú gætir e.t.v. sjálf/sjálfur með eitt barn heima. Að sjálfsögðu þarf að gera ákveðnar kröfur varðandi umönnunina en reyndu að hafa þær raunhæfar. • Sú tilfinning að skilja við barnið sitt hamingjusamt er ómetanleg. Reyndu að útiloka pirringinn sem gýs upp ef þér finnst gólfið vera skítugt eða of mikil drasl. Það sem máli skiptir er að barninu þínu líði vel. Gafst upp á dagmömmuleitinni Sigrún Gudjónsdóttir er bakari og ætladi, eins og svo margar adrar konur, ad fara aftur út á vinnumarkadinn ad fædingarorlofi loknu sl. haust. Eftir árangurslausa leit tók hún þá ákvördun ad gerast sjálf dagmódir. Sigrún býr í Lindahverfinu í Kópavogi sem er mikið barnahverfi og eftirspurnin eftir plássum er gífurleg. Það er mikið hringt og spurt og margir biðja hana að bjarga sér, bæði til lengri og skemmri tíma. Þegar hún var sjálf í dagmömmuleit störf- uðu einungis tvær dagmömmur í hverfinu en í dag eru þær fjórar. í haust fækkar þeim trúlega aftur og þá verða bara tvær. Sigrún gætirfimm barna og flest eru þau rúmlega árs gömul. Hvernig finnst henni að heimilið sé orðið að formlegum vinnustað? ,,Ég sakna þess stundum að eiga ekkert „prívat". Heimilið er undirlagt og ekkert heilagt lengur. Ég þríf allt eftir að þau eru farin klukkan fjögur og næsta dag er ekki að sjá að hér hafi verið þrifið daginn áður. Ég reyni samt að hafa þetta allt sem heim- ilislegast. Ég er með heitan mat í hádeg- inu fjóra daga vikunnar. Maðurinn minn kemur alltaf heim í hádeginu og hjálpar til við að gefa þeim að borða, ef við erum sein fyrir. Eftir hádegismat fara allir út að sofa. Ég á Ifka stóra stelpu sem er dugleg að hjálpa til þegar hún kemur heim úr skólanum." Hefur þú ákveðið hversu lengi þú ætlar að sinna þessu starfi? „Það er alveg óráðið." Á hvaða tíma dvelja börnin hjá þér? „Þau fyrstu koma klukkan hálfátta og sfðustu fara klukkan fjögur." Hafið þið dagmæðurnar í hverfinu eitthvað samband ykkar á milli? „Já, við gerum það. Þar sem enginn gæsluvöllur er í hverfinu hitt- umst við í görðunum hver hjá annarri og berum saman bækur okkar. Það getur verið ósköp gott að hitta aðrar dagmæður og eiga sam- skipti við fullorðna þegar maður er búinn að vera með börnunum all- an daginn" Sigrún Gudjónsdóttir gerdist dagmamma eftir mikla leit ad einni slíkri. sjálfsögðu gilda sömu regl- ur um gestina og dag- mömmuna sjálfa. Reyking- ar eru ekki leyfðar í kring- um börnin. I sambandi við kvartanir er gott að benda á að ef fólki finnst eitthvað athugavert þá biðjum við viðkomandi að tala við okkur hjá Dagvist barna. Við höfum heyrt sögur af dagmæðrum sem eiga að hafa staðið sig illa en við höfum ekki fengið eina ein- ustu kvörtun um viðkom- andi dagmæður inn á borð til okkar. Foreldrar verða að láta okkur vita hafi þeir Reykingar algengt kvörtunarefni 22 grun um að ekki sé allt með felldu. Ég hef líka heyrt sagt að sumir foreldrar þori hreinlega ekki að kvarta. Þeir ótt- ist að það verði lát- ið bitna á börnun- um en við verðum að treysta því að það gerist ekki. Oftast er hægt að leysa vandann án þess að til leiðinda komi.'' Fivernig er með gjaldskrána hjá dagmæðrum? Er hún frjáls eða þurfa þær að fylgja ákveðnum taxta? „Samkeppnis- stofnun hefur úr- skurðað að þær megi ekki hafa samræmda gjaldskrá. Flún eigi að vera frjáls. Dagvist barna greiðir ákveðna upphæð á hvert pláss og síðan er misjafnt hvað dagmömmurnar láta foreldrana greiða á móti. Til giftra og sam- búðarfólks eru greiddar 10.000 kr. en einstæðra og beggja for- eldra í lánshæfu námi 21.000 kr. Ég hef heyrt að fólk þurfi að greiða á bilinu 30.000-40.000 kr. fyrir átta stunda vistun og svo dregst frá upphæðin sem við greiðum þannig að fólk þarf að borga allt upp í 30.000 kr. á mánuði." Sigríður vill benda heima- vinnandi konum á þann kost að gerast dagmæður hafi þær að- stæður til. „Margar konur vilja vera lengur heima og því getur dagmóðurstarfið verið fýsilegur kostur fyrir þær sem hafa áhuga á börnum og ummönnun þeirra." Vikan 0 Sérstakar þakkir fær Sigrún Guðjónsdóttir og ungu fyrirsæturnar sem eru í gæslu hjá henni.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.