Vikan


Vikan - 07.06.1999, Side 24

Vikan - 07.06.1999, Side 24
Texti: Hrund Hauksdóttir Kistur hafa yfir sér leynd- ardómsfullt yfirbragð. Þær finnast gjarnan á háa- loftum, sneisafullar af ýmsum gleymdum ger- sernurn og rykföllnum minningum. Þaðfæristþó í vöxt að rykið sé þurrkað af þeim og þær séu dregn- ar fram í dagsljósið. Kist- ur og kistlar eru augna- yndi og hafa að auki mjög mikið notagildi. Hinar „sjarmerandi", gömlu kistur standa ávallt fyrir sínu en einnig selja ýmsar verslanir nýjar kistur sem eru ekki síður stofustáss. Hér getur að líta nokkrar fallegar kistur og kistla, sem nota má til margvíslegs brúks. Vikan gróf upp sannkallaða kistukonu en hún á fjórar kistur sem hún fékk allar í Bandaríkjunum. Hún er mjög hrifin af útliti þeirra en ekki síður af notagildinu og á þessum myndum má sjá hvernig hún nýtir þær á skemmtilegan hátt á heimili sínu. Grænu kisturnar tvær notar hún sem náttborð og lætur þær standa upp á rönd. Þær er fullar af rúmteppum og líni hvers konar. Ein kistan er notuð sem símaborð og ofan á hana er raðað ýnrsum fallegum smáhlut- um. Sú kista er full af bókum. Kistur eru hentugar hirslur og engin tak- mörk fyrir því hvað þær geta geymt, þar sem þær eru mjög rúmgóðar og yfirleitt sterkbyggðar. Þær eru líka mikil heimilisprýði og oft hreinasta augnayndi. Hér er kista sem er til prýði í stofunni og er að auki geymsla fyrir bækur. Þessi er ganialdags og virðuleg. 24 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.