Vikan


Vikan - 07.06.1999, Page 26

Vikan - 07.06.1999, Page 26
 ... H V u n n d a 9 s Þ a n 4ik « a Er tískan harðasti húsbóndinn? Höfundur: María Solveig Héðinsdóttir essa dagana á tískan heldur betur upp á pallborðið hjá mér og mínum. Fjölskyldan, ásamt gestum og gangandi, hefur velt því fyrir sér, hversu áhrifamikil tískan sé og hvort áhrifin séu til góðs eða ills. í mínum huga er ljóst að tískan er harður húsbóndi. Óneitanlega er margt skemmtilegt í sambandi við tískuna, og sumum finnst gott, eða beinlínis nauðsyn- legt, að hafa harðan húsbónda - en á hinn bóginn vilja fæst okkar láta kúga sig (og/eða sína) og gildir þá einu hvort kúgarinn er tískan eða bara einhver annar. Við sem eldri erum þykjumst oft ansi sjálfstæð þeg- ar að tískunni kemur, a.m.k. er það þannig í mínum saumaklúbbi. Við eigum það jafnvel til að hneykslast á krökkunum okkar og svo segjum við sögur af elsku- legu börnunum okkar, svona máli okkar til stuðnings. Sögur um eltingaleiki við miða á tónleika, biðröð til að kaupa ákveðna gerð af límmiðum, umræður um hámarksfjárhæð sem verja má til kaupa á körfubolta- myndum ... ogfatamálin eru alveg sér á báti. Ung- lingarnir láta ekki bjóða sér hvað sem er, allir kann- ast við umræðurnar um þá félaga Levi's, Tark og Russell, og fast á eftir fylgja þær systur No Name, No. 7 og Body Shop. Enn eldri unglingar, sérstaklega ef þeir eru í Verzló, kannast við tilboðin sem Sævar Karl sendir þeim - og við erum bara alveg skák og mát, ekki vorum við svona, og ekki erum við svona!!! Eða hvað!!! En tískan kemur víða við og kannski víðar en við viljum vera láta. I rauninni er það þannig að flest okkar reyna að tolla í tískunni (og mér finnst það nú bara ansi skemmtilegt)! Við stelpurnar í sauma- klúbbnum látum okkur hafa það að fara l.d. í strípur (það tekur um það bil ÞRJAR klukkustundir í hvert sinn), við blásum, krullum og setjum rúllur í hárið, við förum jafnvel á snyrtistofur (svona til hátíða- brigða) og látum snurfusa á okkur hina ýmsu líkams- parta (andlit, hendur. fætur - dásamlegt), við setjum á okkur "andlitsfarða" hvern dag, naglalakkið spillir nú ekki fyrir og okkur er alls ekki sama í hvernig fötum við erum. Strákarnir eru engir eftirbátar okk- ar hvað tískuna varðar. Reyndar virðast þeir flestir leggja heldur minna upp úr strípunum og andlitsfarð- anum, en þeir bæta það upp (með okkar aðstoð) á öðrum sviðum. Golfsettin, GSM- símarnir, veiði- græjurnar, að ógleymdum bflunum okkar, eru einnig talandi dæmi um áhrifamátt tískunnar. Meira að segja ákveðin áhugamál geta verið í tísku, hérna um árið voru það gönguskíði, svo kom skokkið og golfið, og núna er það víst "spinning" og það að ganga "Lauga- veginn". Tískan kemur alls staðar við sögu, mismun- andi uppeldisstefnur hafa verið í tísku, fyrst átti að banna, svo mátti ekki banna, svo skipti tímamagnið, sem foreldrar voru með börnum sínum, öllu máli, svo hætti það að skipta máli og þá fóru gæði tímans að skipta máli, svo hætti það og núna skiptir tímamagnið og gæði tímans máli! I menningu og listum setur tískan einnig sinn svip á. Fyrir nokkrum árum elt- umst við fullorðna fólkið við koppa og kirnur úr leir (fyrst var leirinn með hrauni, svo mátti alls ekki vera hraun), þeir sem voru aðeins eldri söfnuðu "máva- stellinu", en núna dreymir okkur urn marglit og ósamstæð bollastell! Myndlistin, tónlistin, bók- menntirnar, leiklistin - allt er þetta spurning um tísku - að minnsta kosti svona í bland. Já, tískan er stór hluti af nútíma tilveru. Flún stjórnar ekki eingöngu lífi og tilveru unga fólksins okkar - við þessi fullorðnu og sjálfstæðu döðrum heil- mikið við hana. Við tölum oft illa um tískuna, en hún er nú bara ansi mikið krydd í tilveruna og ekki spillir hún blessuðum hagvextinum! MSH 26 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.