Vikan


Vikan - 07.06.1999, Page 36

Vikan - 07.06.1999, Page 36
Baka með grænmeti og kotasælu Deig: 150 g smjör eða smjörlíki 275 - 300 g (41/2 - 5 dl) hveiti salt u.þ.b. 3 msk. kalt vatn Fylling: 250 g grœnmeti, í þessu tilviki blaðlaukur, sveppir og kúrbítur 150 g skinka eða beikon 200 g kotasœla 3 egg 3 dl rjómi salt pipar Aðferð: Hnoðið allt í deigið í mat- vinnsluvél og geymið í ísskáp í 1 klst. Athugið að blanda vatninu varlega saman við. Skerið græn- metið mátulega smátt ásamt beikoninu eða skinkunni. Brúnið það allt aðeins á pönnu. Þá er deig- ið tekið úr ísskápnum og því þrýst í hringlaga eldfast mót, munið að stinga vel í deigið með gaffli áður Baka með spergilkáli Frosið smjördeig, 2-3 plötur 2 hausar spegilkál (brokkólí) salt pipar 1/2 tsk. paprikuduft 4 egg 3 dl óþeyttur rjómi, má líka vera kaffirjómi, jafnvel til helminga 4 - 5 dl rifinn ostur Aðferð: Látið smjördeigið þiðna aðeins og raðið plötunum saman. Fletjið þær út þannig að þær renni saman í eitt. Klæðið lausbotna tertumót með deiginu. Skerið eða rífið niður spergilkálið og setjið það í sjóðandi, léttsaltað vatn. Látið sjóða aðeins, u.þ.b. 1 - 2 mínútur, og hellið þá soðinu frá. Léttþeytið eggin og rjómann saman, bætið salti, smá pipar og hálfri tsk. af paprikudufti sáman við. Blandið því næst helmingnum af ostinum saman við. Raðið spergilkálinu ofan í tertumótið og hellið eggja- blöndunni yfir. Stráið því næst rest- inni af rifna ostinum yfir og bakið neðarlega í 190 - 200°C heitum ofni í 30 mínútur. Smjördeigsbaka með grænmeti eða því sem pér dettur í hug! Frosið smjördeig, 2 - 3 plötur 400 gferskt grænmeti, t.d. rauð og grœn paprika, sellerí ogfleira, einnig hœgt að nota t.d. rœkjur eða bara það sem til er í ísskápnum 4 egg Aðferð: Látið smjördeigið þiðna aðeins og raðið plötunum saman. Fletjið þær út þannig að þær renni saman í eitt. Klæðið lausbotna tertumót með deiginu. Þá er ferska grænmetinu (eða bara því sem þið kjósið að nota) raðað í tertumótið og samanþeyttum eggjum og rjóma ásamt kryddi hellt yfir. Bakið í miðjum ofni við 200°C í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til eggjamassinn er orðinn stífur. Með þessari uppskrift er ég að reyna að koma því á fram- færi að það er hægt að búa til sína eigin uppáhalds uppskrift með því að styðjast við aðra grunnuppskrift. Rifinn ostur er yfirleitt góður á bökur. Með böku er alltaf gott að bera fram ferskt salat, ef hún er notuð sem aðalréttur, og er ein baka nóg fyrir fjórar til sex persón- ur. Eplakaka að hætti Café Flórunnar 250 g smjörlíki 250 g sykur 3egg 250 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 3 tsk. kanill 4 grœn epli Aðferð: Smjörlíki, sykri og eggj- um er hrært vel saman. Hveiti og lyftidufti er blandað saman við. Flysjið eplin og skerið í þunna báta. Munið að fjarlægja kjarnann. Setjið helminginn af deiginu í 24 sm laus- botna tertumót. Raðið 2 niður- Goms ŒtCLTi)ökur en það er bakað og forbakið í ofni við 200°C í u.þ.b. 12-15 mínútur. Dreifið því næst grænmetinu ásamt skinkunni eða beikoninu yfir böku- botninn og léttþeytið egg, rjóma, kotasælu, salt og pipar. Hellið því síðan yfir. Bakið í miðjum ofni við 200°C í 25 - 30 mínútur. 3 dl óþeyttur rjómi, má líka vera kaffirjómi, jafnvel til helminga 4 dl rifinn ostur basilíkum salt pipar Einnig er hægt að nota niður- soðna tómata, athugið bara að vökvamagnið sé alltaf svipað skornum eplum ofan á. Stráið 1 1/2 tsk. af kanil yfir. Setjið því næst hinn helminginn af deiginu yfir og raðið restinni af niðurskornu eplun- um ofan á. Stráið restinni af kanilnum yfir. Bakið kökuna við 200°C í u.þ.b. 40 - 50 mínútur. Bor- in fram með þeyttum rjóma eða vanilluís. 36 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.