Vikan


Vikan - 07.06.1999, Síða 46

Vikan - 07.06.1999, Síða 46
I og Arthúrs Björgvins A: Það er ekki laust við að maður sé jafn- vel svolítið kvíðinn þegar maður fer að horfa á leikgerð jafn stórbrotinnar skáldsögu og Sjálfstætt fólk, sem margir halda jú fram að sé mesta meistaraverk Nóbelsskáldsins. Það er ekki hlaupið að því að koma jafn þétt- um og snilldarlegum prósatexta í leik- rænan búning. Sá sem reynir það hlýt- ur alltaf að standa frammi fyrir þeim “óleysanlega" vanda, hverju eigi að halda og hvað megi missa sín. Og það er eiginlega alveg sama hvernig til tekst - valið orkar alltaf tvímælis. Hver Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness í leikgerð Kjart- ans Ragnars- sonar og Sigrið- ar Margrétar Guðmundsdótt- ur; Fyrri hluti: Bjartur - Land- námsmaður Is- lands; seinni hluti: Ásta Sólli- Ija - Lífsblómið. Lýsing: Páll Ragnarsson; leikmynd: Axel Hallkell; bún- ingar: Þórunn Elísabet Sveins- dóttir; sviðs- hreyfingar: Lára Stefánsdóttir; tónlist: Atli Heimir Sveins- son; leikstjóri: Kjartan Ragn- arsson. Aðal- hlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir, Arnar Jónsson, Margrét Vil- hjálmsdóttir o.fl. Sýnt í Þjóð- leikhúsinu. einasti lesandi er búinn að sviðsetja söguna í sínu eigin hugskoti og svið- setningin í leikhúsinu stangast alltaf meira eða minna á við þessar hug- lægu "uppfærslur". Þess vegna held ég að við ættum að láta allt tal um það hvað við hefðum sjálf viljað sjá af sög- unni á sviði liggja á milli hluta og ein- beita okkur frekar að þeirri leið sem höfundar leikgerðarinnar hafa valið. S: Áður en við förum að tala um sýning- una sjálfa langar mig til að koma að- eins að einyrkjanum Bjarti. Það stór- kostlega við þennan karakter er að þú finnur hann alls staðar í heiminum, í hvaða þjóðfélagi sem er, og síðan er líka hægt að finna brot af honum í okk- ur öllum. Hann brýst fram í okkur þeg- ar við berjum hausnum við steininn, hann brýst líka fram þegar við reynum að vera hugrökk, og hann lætur líka til sín taka þegar við blekkjum sjálf okkur og flýjum af hólmi. í honum rúmast all- ur harmleikur mannsins. A: Nákvæmlega. Enda til fleygar sögur af því að menn frá ólíkum heimshornum hafi hrifist af þessari bók. Burtséð frá því að karakter Bjarts rúmi allan harm- Sjálfstætt fólk leik mannsins, þá er hann líka hold- tekja vissra andlegra takmarkana sem löngum hafa einkennt okkur íslend- inga. Þær sérkennilegu þversagnir sem hann er alltaf að flækjast í minna svolítið illþyrmilega á háttalag margra íslenskra kjósenda úr alþýðustétt. Af- staða þeirra er á köflum nákvæmlega jafn fjarstæðukennd og rausið í Bjarti, þegar þeir styðja fulltrúa þeirra þjóðfé- lagshópa sem eru þeim í raun og veru andstæðir.. Það er t.d. engin skynsam- leg skýring til á því að íslenskur launa- þræll skuli kjósa fulltrúa samtaka at- vinnurekenda á þing. Sú "ósjálfráða skrift" sem þá virðist taka völdin af fólkinu í kjörklefanum vitnar um þau sterku ítök sem Bjartur á í þjóðarsál- inni. Það má því segja að þetta verk sé yfirfullt af alþjóðlegri og um leið sér- íslenskri speki - sem á reyndar við um flest af því sem Halldór skrifaði. S: Það er líka athyglisvert að skoða hlut íslenskra kvenna eins og hann birtist í þessu eða uppáklæddar og drýldnar embættismannafrúr eins og Rauðs- mýrarmaddaman - í báðum tilvikum eru það karlmenn sem stýra lífi þeirra. A: Enn og aftur er þetta bæði íslenskur og alþjóðlegur veruleiki. Ég þykist viss um að Ásta Sóllilja sé á vappi bæði í Tórínó og Timbúktú og Rauðsmýr- armaddaman siglir áreiðanlega þönd- um seglum um stásslega veislusali í París og Róm. í framhaldi af því má nefna að þessar konur eru kannski öllu meiri "manngerðir" en einstakling- ar. Þær eru eins og reikistjörnur sem hringsóla í kringum Bjart hann er mið- depillinn í sólkerfi verksins. Og ef við komum nú að sýningunni sjálfri, þá er Bjartur ekki einn heldur tvöfaldur í leik- gerðinni. Hvernig fannst þér að skipta honum svona á milli Ingvars og Arn- ars? S: Að mörgu leyti góð hugmynd vegna þess að eitt af því sem er mjög erfitt í leikhúsi er að láta eldri menn leika yngri menn og öfugt. Á vissan hátt rýf- ur þetta samt stemmninguna sem búið er að skapa í kringum karakterinn. Maður þarf smátíma til að venjast nýj- um Bjarti í seinni hlutanum. Að öðru leyti truflaði þetta mig ekki. A: Kannski má líka segja að þetta sé glúrin lausn að því leyti að Bjartur er ekki einhamur, heldur þvert á móti margar persónur í einni. Hann er og verður holdtekja ýmissa þverbresta sem einkenna sálarlíf okkar íslend- inga. Þar að auki trufla þessi skipti enn minna fyrir þá sök að Ingvar og Arnar eru miklir jafningjar á sviði - þótt ólíkir séu. Svo eru þeir líka komnir með reynslu í því að skipta á milli sín per- sónum. Þess er jú skemmst að minn- ast þegar þeir fyrir nokkrum árum deildu með sér Pétri Gaut. S: Það sem setur einna mestan svip á þessa sýningu er það hversu vel höf- undum leikgerðarinnar tekst að leysa margvísleg vandamál í sviðsetningu sögunnar. Þar má til dæmis nefna at- riðið þar sem Bjartur fer á hreindýra- veiðar. Það er mjög snjallt að láta leik- arana túlka hreindýrin á þann einfalda og stílhreina hátt sem þarna er gert. Það er reyndar líklegt að Lára Stef- ánsdóttir hafi - sem stjórnandi sviðs- hreyfinga - átt sinn þátt í atriðum af þessu tagi. Svo er líka frábært að láta hljóðfærin og hljóðfæraleikarana vera í gervi dýra. Sýningin er yfirfull af svona einföldum og um leið smekklegum lausnum. Það má segja að umgjörð verksins sé mjög leikræn og kunnáttu- samleg. A: Ég er alveg sammála því. Hins vegar - og það er kannski einhver fordild í mér sjálfum - fannst mér á köflum þessi glæsta og fágaða umgjörð vera um leið einn af veikleikum sýningarinnar. Þar á ég við að fágunín gangi á þegar aðstæður og uppákomur í lífi Bjarts voru settar í jafn “flottan" leikrænan þúning og þarna er stundum gert. Ég hefði á köflum viljað sjá meiri grófleika, hrárri lausnir, því þær hefðu að mínu viti verið betur til þess fallnar að undir- strika harmleikinn í verkinu. S: Þér finnst þá að sviðsetningin hefði mátt vera "frumstæðari" og kaldari? 46 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.