Vikan


Vikan - 07.06.1999, Síða 48

Vikan - 07.06.1999, Síða 48
Persónuleikapróf Ertu sátt við sjálfa þig? Ertu sátt við útlit þitt eða ertu svo óörugg með þig að þú breytir persónu- leika þínurn oftar en þú skiptir um undirföt? Taktu þetta próf og þá kemstu að því hversu sátt þú raunverulega ert við sjálfa þig. Þú hættir að borða súkkulaði, hamast af krafti í leikfimi og missir io kg. I samkvæmi segir vinkona þín þér að allir séu að tala um hversu stórkostlega vel þú lítir út. Þú... a. svarar: „Laukrétt" b. hugsar: „Ef mér tækist nú bara að breyta persónu- leika mínum líka þá myndi öllum líka vel við mig." c. þakkar henni hólið og hrósar sjálfri þér í hljóði fyrir dugnaðinn. I miðjum æsispennandi leik í rúminu gefst litli vinur elskhuga þíns upp í miðju kafi. Þú... a. fullvissar hann um að hann sé sá allra besti og að svona atvik geti alltaf gerst. b. öskrar á litla vininn: „Hey góði! Ef þú stendur ekki í réttstöðu fyrir mig, getur ekki einu sinni Vi- agra hjálpað þér.“ c. segir: „Vá þú ættir að fara í megrun. Þetta verður í síðast skipti sem slappi rassinn á þér eyðileggur kvöldið hjá mér.“ Þú ert yfirkeyrð í vinnunni svo þú biður aðstoðarmann þinn um að taka á sig nokk- uð meiri ábyrgð. Hann tekur því vel en gerir svo vel að forstjórinn getur ekki hætt að tala um það. Þú... a. ert mjög ánægð. Hann hjálpaði þér þegar mikið lá við og á skilið að fá viðurkenningu frá yfir- manninnum ekkert síður en þú. b. færð honum ekki önnur störf en að ljósrita og hefta í nokkra mánuði. Það ætti að koma honum út úr sviðsljósinu. c. trúir því að fyrst þú þjálfaðir hann sé árangur hans í raun þér að þakka og þar af leiðandi algjör- lega óþarft að nefna hans þátt í öllu saman. Ekki rétt? Illkvittin kunningjakona getur ekki stillt sig um að hvæsa þegar hún sér þig í stutta, flegna svarta kjólnum þínum: „Sætur kjóll!". Þú... a. þrýstir fram barminum og malar, „Já, það sagði maðurinn þinn líka." b. stynur taugveikluð „í rauninni þoli ég hann ekki. Eg veit eiginlega ekki af hverju ég er í hon- um." c. þakkar henni hrósið og segir henni að fatasmekk- ur hennar sé næstum eins góður og hæfileiki hennar til að slá gullhamra. Þú ert búin að fá þér í nokk- ur glös með kunningjunum og ferð að segja uppáhalds- brandarann þinn um prest með vændiskonu þegar gest- gjafinn grípur fram í og bcndir þér á að pabbi henn- ar sé prestur. Þú segir: a. „Sagði ég prestur. Eg meinti hestur." b. „O, þá áttu eftir að hlæja að þessum, því hann er fyndinn." c. „í guðs bænum ekki biðja guð um að refsa mér." Þú heyrir nokkra vini þína tala um að fara saman út um helgina en enginn lætur sér detta í hug að bjóða þér með. Þú... a. býður þér sjálf með. Að neita þeim um návist þína væri hrein eigingirni. b. þjáist í hljóði. Það er aug- ljóst að þú ert leiðinda- púki og þau þola þig ekki. c. situr heima en skipulegg- ur eigin kráarrölt. Hvers vegna að bíða eftir að verða boðið með þegar þú getur sjálf séð um að bjóða. Þú ert að passa litla frænda þinn og hann klípur þig í nefið og segir: „Nefið þitt er stærra en á Gáttaþef!" Þú... a. tekur þegjandi á þig hlut- verk fílakonunnar. b. hlærð að þessu og hugsar að hann hafi erft skemmtilega kímnigáfu fjölskyldunnar. c. hreytir í hann: „Eg er að minnsta kosti hætt að pissa undir." Náungi sem þú ert að slá þér upp með, en ert ekkert of hrifin af, segir þér að hann telji að þið ættuð að fara hægar í sakirnar. Þú svarar: a. „Datt mér ekki í hug. Þú ert samkynhneigður." b. „Allt í lagi. Sé þig seinna." C. „Það er út af nefinu á mér. Er það ekki?" Ræðan þín á árshátíðinni endar með því að teygjan í nærbuxunum þínum slitnar og þær síga niður á ökkla. Þú... a. gengur tígullega upp úr þeim og segir: „En ólíkt nærklæðum mínum eig- um við öll eftir að lyfta okkur upp í kvöld." b. segir upp á staðnum. c. ert þess fullviss að þau hafi verið svo hrifin af ræðunni þinni að enginn hafi tekið eftir buxnakríl- unum. Þú ert að hitta foreldra kærastans í fyrsta sinn og móðir hans sýnir þér mikinn kulda. Þú... a. telur fullvíst að hún muni jafna sig og læra að meta þig. Fyrir svo utan það að engu skiptir hvað henni finnst ef honum líkar við þig- b. ert viss um að eldrauði varaliturinn þinn hafi ver- ið alltof dræsulegur og ekki nema von að kon- unni blöskraði. c. segir: „Góða kona, vertu fegin að sonur þinn hafi hallað sér að mér. Þú ætt- ir að sjá druslurnar sem hann svaf hjá áður en við kynntumst." 48 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.