Vikan


Vikan - 07.06.1999, Qupperneq 50

Vikan - 07.06.1999, Qupperneq 50
Menn með markmið T C ‘O T 3 O) 25 X) c > 'O ■o (/) 3 •o c 3 X É I I I I L ■ ^jallahjólaklúbburinn rH Óþokki er starfræktur JL á vegum líkamsrækt- arstöðvarinnar Þokkabótar. Hugmyndina að klúbbnum fékk Leifur Geir Hafsteins- son knattspyrnumaður en hann hefur lagt þá íþrótt á hilluna vegna meiðsla og út frá því þróaðist áhugi hans á hjólreiðum. Hann hafði um nokkurt skeið stundað spinning og líkamsrækt af kappi í Þokkabót þegar sú hugmynd kviknaði að færa hjólreiðarnar undir bert loft og sameina þannig krefjandi íþrótt, útiveru og skemmti- legan félagsskap. Jón Hall- dórsson, framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar Þokkabótar, var strax til í slaginn: „ Klúbburinn var stofnaður fyrir tveimur mánuðum síðan og hefur fengið mjög góðar viðtökur. Leifur Geir er forsvarsmað- ur klúbbsins og Óþokki númer eitt! Sjálfur er ég nr. 14," segir Jón. Það er blóm- 50 Vikan legt starf í gangi í fjallahjóla- klúbbnum, meðlimir hans æfa markvisst og hjóla reglulega 60-80 km ferðir. Klúbburinn hefur líka göf- ug markmið. Hinn 11. júní næstkomandi ætla Óþokkar að hjóla til styrktar Virkinu, sem er meðferðarheimili fyrir ungt fólk í vímuefna- vanda. Hjólreiðakapparnir ætla að safna áheitum á kílómetra í þessari ferð en ætlunin er að hjóla til Þing- valla, í kringum vatnið og Nesjavallaleiðina aftur til Reykjavíkur. Leiðin er í kringum 140 km alls. Þokkabót mun ekki láta sitt eftir liggja og ætlar að slá upp grillveislu á Þingvöllum á miðnætti „ Við vonum að sem flestir sláist með í för", segir Leifur Geir. Hann leggur jafnframt áherslu á að svona ferð krefst góðs undirbúnings og þreks. „Þeir sem treysta sér ekki alla leið geta hjólað hluta leiðarinnar en einnig geta tveir eða fleiri einstaklingar skipt með sér vegalengdinni. Hinir, sem treysta sér ekki í hjólreiðarnar, geta annað hvort ekið með og stutt við bakið á hjólreiðamönnunum eða bara mætt með góða skapið í grillveisluna. Við leggjum af stað klukkan sjö á föstudagskvöldinu og stefnum að því að koma snemma á laugardagsmorg- un í bæinn og skella okkur þá beint í heitu pottana." En hvaðan kom hug- myndin um að styðja Virk- ið? Jón verður fyrir svör- um:„ Iþróttir þjóna líka hlutverki forvarnarstarfs og það er eitt af markmiðum Jón Halldórsson okkar hér í Þokkabót að vinna gegn áfengis- og fíkni- efnaneyslu í samfélaginu. Við Leifur Geir þróuðum þessa hugmynd í sameiningu og fannst tilvalið að styrkja Virkið, þar sem meðferðar- stofnanir fyrir ungt fólk virðast vera í stöðugu fjársvelti. Fíkniefnaneysla ungmenna er málefni sem snertir okkur öll og þann 11. júní ætla Óþokkar að hjóla til að bjarga mannslífum." t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.