Vikan


Vikan - 07.06.1999, Qupperneq 59

Vikan - 07.06.1999, Qupperneq 59
Texti: Hrund Hauksdóttir Tær í toppformi! Andleg og líkamleg líðan end- urspeglast oft í ástandi fóta okkar. Pegar þeir eru þreyttir eða aumir hafa þeir slæm áhrif á göngulag okkar. Við stólum á að fæturnir beri okkur fjórum til fimm sinnum vega- lengdina í kringum hnöttinn á ævi- skeiði okkar svo það gefur auga leið að nauðsynlegt er að halda þeim í góðu ásigkomulagi. Vel snyrtir og hirtir fætur skapa sér- lega vellíðan. Pað er mjög gott að fara reglulega á snyrtistofu til að sinna fótunum en það er líka ýmislegt sem hægt er að gera heima án mikillar fyrirhafnar og vissulega er það ódýrara. Fótadekur • Notaðu nokkra dropa af góðri olíu (t.d. ólífuolíu) til þess að nudda fætur og tær. Ymsar nuddolíutegundir fást nú víða og mælum við sérstaklega með myntu- eða lavendilolíum til að lina þrautir og þreytu í fótum. Kam- fóra eykur líka blóðstreymið. • Settu einn bolla af þurrmjólk út í volgt vatn, blandaðu henni vel saman við vatnið og láttu fæturna vera í þessu baði í tíu mínútur. Þetta er mýkjandi fyrir húðina. • Fáðu þér litla úðaflösku með fersku vatni, bættu út í hana nokkrum drop- um af uppáhaldsolíunni þinni og kældu hana í ísskápnum. Tilvalið að nota á heitum sumar- degi til að kæla sig og mýkja húðina um leið. Gott að hafa í huga í sólarlöndum. Fótsnyrting heima Þetta þarftu í fótsnyrtinguna: þjöl fyrir neglur, bóm- ull, naglalakkseyði, naglaklippur eða skæri, olíu, naglabandahreinsi, skrúbbkrem fyrir fætur, vaska- fat, handklæði, grunnlakk, naglalakk og yfirlakk. Hreinsaðu táneglurnar vandlega. Notaðu bóniull eða eyrnapinna til að hreinsa undir hverri nögl. Bleyttu bómull- ina með naglalakkseyði og hreinsaðu varlega af hverja ögn af gömlu lakki, þrýstu bómullarhnoðranum að hverri nögl í nokkrar sekúndur svo að allt lakk leysist vel upp. Notaðu naglaklippur eða þægileg skæri til að klippa neglurnar þvert fyrir og ekki lengra en að tábroddinum. Notaðu grófari hluta þjalar- innar til að móta hliðarnar ef þörf krefur. Varastu að raspa of mikið með þjölinni því það veikir mótstöðu og styrkleika naglarinnar. Nuddaðu naglabandaeyði á naglaböndin, settu eina lúku af grófu baðsalti eða olíu út í fótabaðið og hafðu fæturna í því í fimm til tíu mínútur. Það er alls ekki síðra að notast bara við sjávarsalt. Notaðu tímann á meðan á baðinu stendur til að hlusta á góða tónlist, nudda andlit þitt eða lesa Vikuna! Þurrkaðu síðan fæturna vel. Næsta skref er að nota skrúbbkremið og nudd- aðu því í hringi á húðina. Yttu naglaböndunum niður að rót naglanna. Hreinsaðu síðan skrúbbkremið af og dýfðu fótunum í kalt vatn í 30 sekúndur, það örvar blóðrásina. Þurrk- aðu vel. Nú er komið að Iökkuninni. Þess verður að gæta að neglurnar séu þurrar og hreinar og rennið nú yíir þær með bómull vættri í naglalakkseyði. Settu grunnlakk fyrst og síðan tvær umferðir af uppáhaldsnaglalakkinu þínu. Lakkaðu ekki ofan í nagla- bandasvæðið, hafðu hárfínt bil á milli. Ljúktu síðan fótsnyrt- ingunni með því að setja yfirlakk sem heldur lakkinu lengur og varnar því að upp úr því kvarnist. Vikan 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.