Vikan


Vikan - 28.09.1999, Side 10

Vikan - 28.09.1999, Side 10
Einelti er algengt vandamál í íslenskum skólum. Það er sennilega einnig það vandamál sem einna erfiðast er að leysa. Mikil umræða hefur verið um einelti i samfélaginu undanfarið og nokkrir fullorðnir einstaklingar sem þurftu að þola einelti í æsku hafa stigið fram á ritvöllinn og sagt frá því hversu hræðilegt það var að þurfa að þola ofbeldi. í Ijósi þessa er undarlegt hversu mikill vandræða- gangur virðist oft einkenna viðbrögð fullorðinna við eineltisvandamálum. Rauði Krossinn hélt á dögunum ráðstefnu um börn og áföll og þar flutti banda- rískur sálfræðingur, Teri Elliot, erindi um hvernig foreldrar og skólakerfið geti unnið saman að því að hjálpa börnum sem þurfa að þola ofbeldi. ESv’ Eitt af umkvört- unarefnum þeirra sem verða fyrir ein- elti er að yfir- gangsseggurinn (bully) fái alla athyglina og allt sé gert til að leysa hans vanda með- an þolandinn verður út und- an. Er eðlilegt að svo sé? „Þetta er að hluta rétt," segir Teri. „Einhverjir yfir- gangsseggir búa við erfiðar aðstæður en síðan eru aðrir sem hafa lært að ofbeldi hjálpi þeim til að ná sínu fram og þeir einfaldlega nota það sem skilar árangri. Þeim þarf að kenna að beita öðrum aðferðum í samskipt- um sínum við annað fólk. Þú talar um að þegar börn eru annars vegar sé eins og vandræðagangurinn verði meiri en þegar fullorðnir eiga í hlut. Ég tel að það sé alveg rétt. í Bandaríkjunum notum við gjarnan orðatil- tækið að strákar séu og verði strákar. Við yppum því öxlum þegar þeir fljúgast á og hugsurn með sjálfum okkur, jú vissulega slást þeir en þeir vaxa upp úr því. Ég tel það ekki heilbrigt við- horf því drengir þurfa ekki að vera ofbeldishneigðir. Við höfum tilhneigingu til að halda að svo lengi sem við leiðum óþægindin hjá okkur hverfi þau af sjálfu sér." Mikilvægt að bregðast snemma við Einelti getur farið leynt til að byrja með. Oftast byrjar þetta með stríðni og þá er ákaflega algengt að þoland- anum og hegðun hans sé kennt um ástandið. Ofbeldið fer stigvaxandi og þegar það orðið svo augljóst að erfitt er að loka augunum fyrir því hvað gengur á er eins og illa

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.