Vikan


Vikan - 28.09.1999, Síða 12

Vikan - 28.09.1999, Síða 12
en hann er einstaklingur sem hefur verið særður. Ég held að þegar grannt er skoðað eru einnig til yfir- gangsseggir sem líða fyrir það sem þeir gerðu í æsku. Oft sáust þeir ekki fyrir vegna þess að hópur barna getur misst stjórn á sér og eggjað hvert annað áfram. Þið vitið þegar einhverjir tveir slást á skólalóðinni og börnin hópast að og hrópa: „Áfram! Áfram!" Þetta kennir til að mynda drengj- um að þeir verði að tileinka sér hörku. Eina leiðin til að sporna við þessu er að skapa sterkt samfélag innan skól- ans sem byggir á samhjálp. Það má gera t.d. með hóp- vinnu þar sem yfirgangs- seggur er settur í lið með veikari einstaklingi og þeir látnir vinna saman, mark- rniðið kann að vera að vinna einhverja keppni og þá verður að reyna á hæfileika beggja. Auðveldlega ætti að vera hægt að koma hlutum þannig fyrir að börnin lærðu að þekkja hvert annað ekki aðeins sem yfirgangsseggur og þolandi heldur sem bekkjarfélagar. Það er svo miklu erfiðara að ráðast á þann sem þú þekkir heldur en hinn sem er ókunnugur.11 Teri bendir okkur á að efla samfélagsvitund innan skólans, það sé besta vörn einstaklingsins gegn einelti. Það er réttur hvers barns að því líði vel í skólanum og það þurfi ekki að kvíða skóladeginum. Barnasátt- máli sameinuðu þjóðanna og íslensk lög tryggja þeim þann rétt og það er stjórn- enda skólanna að móta um- gengnisreglur í samræmi við þessar almennu leikreglur íslensks samfélags. arar geti leikið stærra hlut- verk í að koma í veg fyrir einelti. Oft eiga þeir erfitt um vik vegna þess hve leynt þetta getur farið og vegna þess að stuðningur skóla- stjórnenda er ekki nægur en stundum hafa kennarar til- hneigingu til að líta fram hjá smáatriðunum. Ef þeir láta hjá líða að bregðast við litlu atvikunum hafa þau til- hneigingu til að vaxa og verða að stóru og erfiðu vandamáli sem er ákaflega erfitt að eiga við, jafnvel er hugsanlegt að svo illa geti farið að einhver verði fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi eða stórum fjárhagsskaða. Það má einnig benda á að samkvæmt rannsóknum hafa yfirgangsseggir meiri tilhneigingu en aðrir til að leiðast út á glæpabraut og enda oftar í fangelsi svo það er heldur ekki verið að gera þeim neinn greiða með því að gera ekki neitt. Þetta er verðugt umræðuefni innan bekkjar, að segja börnunum frá að þeir sem beiti ofbeldi hafi ekki lært hvernig góð samskipti eiga að vera og biðja þau að leita leiða til að hjálpa slíkum einstaklingi, benda þeim á að það sé á þeirra ábyrgð að hjálpa þeim á rétta braut." Skapa þarf sterkt sam- félag innan hvers skóla Er þetta ekki enn einn anginn afþví að yfirgangs- seggurinn þurfi hjálp og minna þurfi að hlúa að þol- andanum því rannsóknir sýni að hann standi sig yfir- leitt betur í lífinu síðar? „Að skýla sér bak við það að þolandanum gangi yfir- leitt betur í lífinu er bara að- ferð til að koma sér hjá því að gera nokkuð. Þolandinn kann að standa sig ágætlega

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.