Vikan


Vikan - 28.09.1999, Page 19

Vikan - 28.09.1999, Page 19
troðninga ísnarbröttum fjallshlíðum þó að ég þyrfti ekki líka að sitja uppi á rút- unni og ríghalda mér í far- angursgrindina. Ég var því í hópnum sem reyndi að tala um fyrir umsjónarmanni og miðaverði rútunnar. Eftir dálítið fjas var hliðrað til og við fengum sæti, enda höfð- um við keypt miðana á margföldu verði á við inn- fædda. Við fengum að vísu ekki eitt sæti á mann heldur tróðum okkur á aftasta bekkinn ásamt nokkrum Nepalbúum. Þeir ætluðu ekki jafnlangt og við og ég hugsaði með mér að þessi þrengsli væru þolanleg í dá- lítinn tíma. En ég komst fljótlega að því að Nepalir hafa sínar hugmyndir um það hvenær rúta er fullsetin. Þéttskiptuð rútan mjakað- ist af stað og skrölti í fullar fimm mínútur. Þá var numið staðar og fleira fólk kom inn. Þetta endurtók sig á fimm mínútna fresti allan daginn meðan við klifum jafnt og þétt upp brattar fjallshlíðar og römbuðum á barmi hyldýpis þegar við tókum háskalegar sveigjur framhjá vegagerðarmönnum sem víða voru að gera við mjóa malarvegina. Það virtust engin takmörk fyrir því hvað hægt var að troða í rútuna. Fyrst fjölgaði enn á aftasta bekk og svo fylltist gangurinn. Þakið var orðið þéttsetið og margir hengu utan á rútunni. Umsjónar- maðurinn sinnti því starfi af stakri samviskusemi að rukka alla sem komu nálægt rútunni. Hann sýndi mikla hugdirfsku þegar hann klifraði meðfram rútunni ut- anverðri á ferð til að ná í pottorma sem hengu aftan á og vildu ekki borga eða þeg- ar hann teygði sig upp á þak og gómaði sökudólg sem hafði laumast þangað án þess að gjalda umsjónar- manni það sem umsjónar- manni bar. Hurðir voru opnar og inn barst ryk frá gatnaviðgerð- um og koltvísýringur frá öðrum rútum. Mér fannst ökulagið glannalegt og það jók ekki traust mitt á hæfni nepalskra ökumanna að tvisvar ókum við framhjá rútum sem höfðu kollsteypst og lágu í vegarkantinum með dekkin upp. Farþegar þeirra voru þó líklega heppnari en margir aðrir því að þessar rútur höfðu ekki steypst niður í hyldjúp gilin sem ginu við okkur nær alla leiðina. Við bruddum rykið sem fyllti öll vit, krímug, þyrst og illa lyktandi því að sólin skein skært á blikkdós- ina sem við sátum í. Eftir tíu tíma hrósaði ég happi að hafa yfirleitt náð einhverjum stað til að tylla mér á þar sem ég húkti á hálfu sæti og ríghélt í litla telpu sem einhver hafði þrýst í kjöltu mér. Þá heyrði ég lágvært, gaggandi hljóð og fannst eins og eihver væri að pota eða klóra laust í ökklann á mér. Mér tókst að beygja mig og líta niður og sá þá við fætur mér hænsnahóp sem var spyrrtur saman og lá í hrúgu á gólf- inu. Nokkrar þeirra styttu sér stundir við að gogga í nærstadda. Það tók okkur sextán tíma að aka þessa 206 km. Skömmu eftir að hænsnin bættust í hópinn var nokkrum litlum kiðlingum í bandi skellt inn í rútuna en þá var ég orðin svo dösuð að ég hefði ekki kippt mér upp við það þó að þeir hefðu verið settir í fangið á mér. AUKTU LIFSORKU ÞINA Víðtækar rannsóknir hafa sýnt fram á mjög áhugaverðar niðurstöðurfyrir notendur hins einstaka fæðubótarefnis PROLOGIC Tilbod 50% afsiáttui PROLOGIC + Fjölnota blandari k: Fæst í flestum apótekum og lyfjaverslunum um land allt. Framleiðandi: DCV BioNutritions a DuPont Company. Innflytjandi: Pharmaœ hf.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.