Vikan


Vikan - 28.09.1999, Qupperneq 19

Vikan - 28.09.1999, Qupperneq 19
troðninga ísnarbröttum fjallshlíðum þó að ég þyrfti ekki líka að sitja uppi á rút- unni og ríghalda mér í far- angursgrindina. Ég var því í hópnum sem reyndi að tala um fyrir umsjónarmanni og miðaverði rútunnar. Eftir dálítið fjas var hliðrað til og við fengum sæti, enda höfð- um við keypt miðana á margföldu verði á við inn- fædda. Við fengum að vísu ekki eitt sæti á mann heldur tróðum okkur á aftasta bekkinn ásamt nokkrum Nepalbúum. Þeir ætluðu ekki jafnlangt og við og ég hugsaði með mér að þessi þrengsli væru þolanleg í dá- lítinn tíma. En ég komst fljótlega að því að Nepalir hafa sínar hugmyndir um það hvenær rúta er fullsetin. Þéttskiptuð rútan mjakað- ist af stað og skrölti í fullar fimm mínútur. Þá var numið staðar og fleira fólk kom inn. Þetta endurtók sig á fimm mínútna fresti allan daginn meðan við klifum jafnt og þétt upp brattar fjallshlíðar og römbuðum á barmi hyldýpis þegar við tókum háskalegar sveigjur framhjá vegagerðarmönnum sem víða voru að gera við mjóa malarvegina. Það virtust engin takmörk fyrir því hvað hægt var að troða í rútuna. Fyrst fjölgaði enn á aftasta bekk og svo fylltist gangurinn. Þakið var orðið þéttsetið og margir hengu utan á rútunni. Umsjónar- maðurinn sinnti því starfi af stakri samviskusemi að rukka alla sem komu nálægt rútunni. Hann sýndi mikla hugdirfsku þegar hann klifraði meðfram rútunni ut- anverðri á ferð til að ná í pottorma sem hengu aftan á og vildu ekki borga eða þeg- ar hann teygði sig upp á þak og gómaði sökudólg sem hafði laumast þangað án þess að gjalda umsjónar- manni það sem umsjónar- manni bar. Hurðir voru opnar og inn barst ryk frá gatnaviðgerð- um og koltvísýringur frá öðrum rútum. Mér fannst ökulagið glannalegt og það jók ekki traust mitt á hæfni nepalskra ökumanna að tvisvar ókum við framhjá rútum sem höfðu kollsteypst og lágu í vegarkantinum með dekkin upp. Farþegar þeirra voru þó líklega heppnari en margir aðrir því að þessar rútur höfðu ekki steypst niður í hyldjúp gilin sem ginu við okkur nær alla leiðina. Við bruddum rykið sem fyllti öll vit, krímug, þyrst og illa lyktandi því að sólin skein skært á blikkdós- ina sem við sátum í. Eftir tíu tíma hrósaði ég happi að hafa yfirleitt náð einhverjum stað til að tylla mér á þar sem ég húkti á hálfu sæti og ríghélt í litla telpu sem einhver hafði þrýst í kjöltu mér. Þá heyrði ég lágvært, gaggandi hljóð og fannst eins og eihver væri að pota eða klóra laust í ökklann á mér. Mér tókst að beygja mig og líta niður og sá þá við fætur mér hænsnahóp sem var spyrrtur saman og lá í hrúgu á gólf- inu. Nokkrar þeirra styttu sér stundir við að gogga í nærstadda. Það tók okkur sextán tíma að aka þessa 206 km. Skömmu eftir að hænsnin bættust í hópinn var nokkrum litlum kiðlingum í bandi skellt inn í rútuna en þá var ég orðin svo dösuð að ég hefði ekki kippt mér upp við það þó að þeir hefðu verið settir í fangið á mér. AUKTU LIFSORKU ÞINA Víðtækar rannsóknir hafa sýnt fram á mjög áhugaverðar niðurstöðurfyrir notendur hins einstaka fæðubótarefnis PROLOGIC Tilbod 50% afsiáttui PROLOGIC + Fjölnota blandari k: Fæst í flestum apótekum og lyfjaverslunum um land allt. Framleiðandi: DCV BioNutritions a DuPont Company. Innflytjandi: Pharmaœ hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.