Vikan - 28.09.1999, Page 23
Það voru stoltir foreldrar sem birtust
anddvri sjúkrahússins til að sýna uni-
heiniinum fallegan son.
Aiexandra er mikil harnagæla og nú hefur langþráður drauinur um að eignast
harn ræst. Eftir að hún varð prinsessa fckk hún litla frænku í hciinsókn frá
hcimalandi sínu og gat varla haft augun af henni.
j i i *
1 ,fy | k ___ •'* : ,S' • ■ Ssií
au Jóakim og Al-
exendra gengu í
hjónaband fyrir
fjórum árum.
Fjöimiðlar fóru
fljótlega að þrýsta á þau að
eignast erfingja. Sögusagnir
um erfiðleika varðandi barn-
eignir komust jafnframt á kreik.
Það var svo í mars á þessu ári
sem Jóakim og Alexandra til-
kynntu að barn væri væntan-
legt í september. Alexandra,
sem er 35 ára gömul, heillaði
dönsku þjóðina á nokkrum vik-
um. Hún er ákaflega vinsæl og
Danir eiga í henni hvert bein
þótt hún sé ættuð frá og upp-
alin í annarri heimsálfu.
Aiexandra sinnti opinberum
skyldustörfum á meðgöngunni
og þótti sérlega falleg verðandi
móðir, hún hreinlega blómstr-
aði. Það var svo þann 29.
ágúst sem barnið var tilbúið að
koma í heiminn og Alexandra
fékk sínar fyrstu hríðir. Tíu
klukkutímum síðar var fæddur
lítill og fíngerður drengur, 2655
grömm og 48 sentímetrar.
Fæðingin gekk mjög vel fyrir
sig.
Það var stoltur faðir sem
boðaði til fréttamannafundar
fyrirframan Ríkissjúkrahúsið í
Kaupmannahöfn og tilkynnti
dönsku þjóðinni og heiminum
öllum að lítill drengur væri
fæddur. Hann brosti út að eyr-
um og sýndi með miklum tilþrif-
um hversu stór sonurinn væri.
Mæðginin dvöldu á sjúkra-
húsinu í fimm daga. Rrinsinn
fékk margar góðar gjafir og
fjöldi tignra gesta leit inn á
sjúkrahúsið til að kíkja á krílið.
Á meðan á sjúkrahúsdvölinni
stóð jók Alexandra enn vin-
sældir sínar þegar hún fór með
litla drenginn inn á barnadeild
og leyfði mikið veikum börnum
að berja hann augum á undan
almenningi. Börnin voru alsæl
með heimsóknina og teiknuðu
myndir og bjuggu til gjafir
handa prinsinum. Foreldrar
þeirra áttu vart til orð yfir hugul-
semi Alexöndru og sögðu
hrærðir að heimsóknin hefði
létt börnum þeirra lífið.
Danska þjóðin beið með eft-
irvæntingu eftir fæðingu kon-
ungsborins barns og því ríkti
mikill fögnuður í landinu.
Reyndar er kominn töluverð
pressa á Friðrik krónprins að
fara að festa ráð sitt en hann
lætur það ekki á sig fá.
Daginn sem litli prinsinn fór
heim var mikill mannfjöldi sam-
ankominn fyrir framan sjúkra-
húsið og veifaði danska fánan-
um. Foreldrarnir birtust í and-
dyrinu ásamt Ijósmóður og
fæðingarlæknum og gáfu Ijós-
myndurum og blaðamönnum
tækifæri á að sjá prinsinn. Þau
voru kát og svöruðu spurning-
um ákafra blaðamanna.
Alexandra var eins og fyrir-
sæta, hún var glæsileg og leit
ákaflega vel út. Hún gat varla
litið af litla gullmolanum sínum
og er greinilega mjög stolt
móðir.
Hún upplýsti að drengurinn
væri algjört draumabarn sem
hún hefði beðið eftir að eign-
ast. Litli gullmolinn, eins og
hún kallar drenginn, væri þæg-
ur og rólegur.
„Það var ólýsanlegt augna-
blik þegar hann kom í heiminn.
Þetta litla kríli sem ég var búin
að tengjast í níu mánuði var
allt í einu komið í fangið á mér.
Þetta var stórkostlegasta stund
lífs míns. Jóakim var við hlið
mér allan tímann, nuddaði á
mér axlirnar og hélt í höndina á
mér. Mér finnst erfitt að hafa
augun af syni mínum, sérstak-
lega þegar hann sefur!"
Að sögn Alexöndru er
Jóakim mjög efnilegur faðir.
Hann er duglegur í bleiuskipt-
unum og tekur virkan þátt í um-
mönnun sonarins. Alexandra
ætlar að reyna að hugsa sem
mest um drenginn sjálf en fær
þó aðstoð frá ungri konu, Dorte
Ahrends þegar hún þarf sjálf
að sinna skyldustörfum.
„Amma hans er svolítið upptek-
in," bætti Alexandra við og hló
þegar hún var spurð um barn-
fóstrumálin.
Foreldrarnir eru ekki ennþá
búnir að gefa prinsinum nafn.
Alexandra sagði að þau köll-
uðu hann bara „þann litla" enn-
þá en ætluðu að velja nafn
þegar þau væru búin að kynn-
ast honum aðeins betur.
Hvað uppeldismál varðar
sagði Alexandra: „Við ætlum
að aia hann upp við mikla ást-
úð og hlýju. Maður á ekki að
vera strangur við lítil börn.
Hann er ennþá svo rólegur og
góður að það er yndislegt. Við
verðum svo bara að sjá hvað
tekur við seinna meir."
Danskir fjölmiðlar hafa velt
því mikið fyrir sér hverjum
prinsinn líkist helst en móðir
hans var ekki lengi að svara
því: „Hann líkist sjálfum sér.
Mér finnst hann miklu fallegri
en foreldrarnir" sagði hún og
brosti blíðlega til sonar síns.
Ljósmóftirin. Edit Clement, revndist bæði Alexöndru
og litla prinsinuin sérlega vel. Hún tók hann í fangiö og
kvaddi áöur en niæðginin yfirgáfu sjúkrahúsið.