Vikan


Vikan - 28.09.1999, Page 29

Vikan - 28.09.1999, Page 29
nokkra skýringu á framferði mínu. Mér var sagt að bfll mannsins hefði verið skoð- aður þarna um nóttina og ekki fundist rispa á honum. Mér létti talsvert við að heyra það. Þó var ég afar ósátt við að maðurinn kæm- ist upp með að eyðileggja fötin mín og lemja mig svo að sá á mér. Það er eiginlega ólýsanleg tilfinning þegar ráðist er svona á mann og eins og öll takmörk hafi ver- ið vanvirt. Mér fannst líkami minn hafa verið svívirtur og ég niðurlægð. Það leið dágóður tími og ég var u.þ.b. að gleyma þessu þegar síminn hringdi heima hjá mér einn daginn þegar ég var á kafi í próflestri í Háskólanum og það var þessi hræðilegi mað- ur. Hann var kumpánlegur í símanum og sagðist að vísu hafa verið aðeins of harð- hentur við mig en nú væri komið að skuldadögum. Það væri rispa á nýja bílnum rétti og þetta var orðið nokkuð dýrt kvöld; 70,000 króna viðgerð á bíl og fata- tjón upp á alla vega 50,000 krónur. Svo ekki sé minnst á hið tilfinningalega og líkam- lega tjón sem ég varð fyrir. Rannsóknarlögreglumaður- inn ráðlagði mér að svara ekki manninum heldur skildi ég bíða og sjá hvort hann leggði fram kæru. Ég hefði líka átt að fá áverka- vottorð hjá lækni til þess að geta kært manninn fyrir lík- amsárás. Það nægði sem sagt ekki að tvær lögreglu- konur hefðu horft á mann- inn ráðast á mig. Málalok fóru á þann veg að mér var gert að greiða 40,000 krónur fyrir þessa rispu sem sást ekki við skoð- un á bílnum hina örlagaríku nótt. Maðurinn hafði mætt nokkrum dögum eftir atvik- ið með bílinn í skoðun hjá lögreglunni og gat þá bent á rispu. Var ekki mögulegt að rispan hefði komið í millitíð- Sönnunargagnið i málinu, sem var spariskórinn minn, fannst hins vegar aldrei og eftir á að hyggja sé ég að ég hefði ekki átt að henda fötunum mínum, heldur geyma þau sem sönnunargagn um árásina (a la Monica Lewinsky!) hans eftir skóinn minn og ég ætti að greiða honum 70,000 krónur fyrir sprautun. Ég var mjög reið yfir því að maðurinn skyldi voga sér að hringja inn á heimili mitt og spurði hvernig hann hefði fengið númerið mitt. Hann sagðist eiga vin hjá lögregl- unni sem hefði reddað því. Svona nokkuð er hins vegar bannað með lögum. Vinkonan forðaðist mig Ég fór strax á fund rann- sóknarlögreglu til þess að ræða stöðuna. Mér fannst ég hafa verið beitt miklu mis- inni? Sönnunargagnið í málinu, sem var spariskórinn minn, fannst hins vegar aldrei og eftir á að hyggja sé ég að ég hefði ekki átt að henda föt- unum mínum, heldur geyma þau sem sönnunargagn um árásina (a la Monica Lewin- sky!). Ég hringdi annað slagið í vinkonu mína sem hafði far- ið út með okkur þetta kvöld en hún var alltaf dauf í dálk- inn og ólík sjálfri sér. Ég tók líka eftir því að hún hringdi ekki lengur í mig að fyrra bragði og það fór að setja að mér ónotakennd. Að lokum gekk ég á hana og spurði hvort ég hefði á einhvern hátt sært hana eða móðgað. „Nei, elskan mín. Það hefur þú aldrei gert," var svar hennar. Ég saknaði fé- lagsskaparins og var alltaf að reyna að finna skýringu á hegðun hennar. Mig dreymdi hana oft á nóttum. Þegar þrír mánuðir voru liðnir frá hinu hræði- lega kvöldi, þjarmaði ég að henni og sagðist eiga heimt- ingu á að vita hvers vegna hún forðaðist mig. Að end- ingu lét hún undan og sagði mér sannleikann í málinu. Maðurinn minn hafði káfað viðstöðulaust á henni þetta kvöld sem við vorum saman að skemmta okkur og haft í frammi, nær stöðugt, kyn- ferðislega tilburði. Hún sagðist hafa orðið fyrir miklu áfalli og hreinlega ekki treyst sér til þess að koma inn á heimili okkar og láta sem ekkert væri. Nú voru loks öll kurl komin til grafar og ég gat nú skilið að hafa í bræði minni sparkað af mér öðrum skón- um, sem þurfti endilega að lenda á bfl. í dag erum við hjónin skilin og við vinkonurnar höfum tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. En mér verður oft hugsað til þess að þegar ég keypti þessa fallegu spariskó, óraði mig ekki fyrir hvað það átti eftir að leysa úr læðingi. Lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. 1 k imili'.l;m”iO er: Vikan - .,l.ílsrc\ nslusu^u". Seljavcgur 2, 101 Keykjavík, Netlau(;: vikan@frixli.is

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.