Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 34
Hráefni:
Ahöld:
400 g beinlaus
skötuselur
100 grækjur
100 ghörpuskel
100 g skelflettur
humar
30 g smjör
1 dl hvítvín
2 dl rjómi
1 tsk. aromat
100 g rifinn ostur
Hveiti
Maizena
sósujafnari
salt og pipar
eldfastform
stór panna
pískur
rifjárn
skurðarbretti
góður hnífur
mál fyrir hveiti
skál fyrir soðinn
skelfisk
Aðferð:
Undirbúið máltíðina á eft-
irfarandi hátt:
Skerið skötuselinn í u.þ.b.
100 g sneiðar. Einnig er hægt
að nota annan fisk í staðinn
fyrir skötuselinn, svo sem
steinbít eða heilagfiski.
Osturinn er rifinn. Allt
hráefnið og áhöldin eiga
að vera í seilingarfjarlægð.
3. Pannan er sett á eldavél-
arhelluna á miðlungshita.
Smjörið er brætt og þegar
kraumar örlítið í því er
skötuselurinn, sem velt
hefur verið upp úr hveiti,
settur á pönnuna og
kryddaður með salti og
pipar. Fiskurinn er steikt-
ur í um 1 1/2 til 2 mínútur
á hvorri hlið og síðan sett-
ur í eldfast form.
Pannan er þrifin og hörpu-
skelin og humarinn eru soð-
inn í hvítvíninu í 1 til 2 mín-
útur, skelfiskurinn er færður
upp úr pönnuni og settur í
skál.
5. Rjómanum er helt saman við
hvítvínið á pönnunni, bragð-
bætt með aromati eftir
smekk og soðið niður í um 2
mínútur og að endingu þykkt
með maizena sósujafnara,
þannig að sósan verði þykk.
Þá er rækjunum, hörpuskel-
inni og humarnum bætt út í
sósuna, því næst hellt yfir
skötuselinn í eldfasta form-
inu og rifna ostinum stráð
yfir.
6. Sett inn í 200 gráða heitan
ofn með yfirhita, haft í miðj-
um ofni þangað til osturinn
er orðinn ljósbrúnn eða í um
2-4 mínútur.
7. Hugmynd að meðlæti: Hvít-
lauksbrauð og Jöklasalat
með tómötum og avókadó.
8. Hægt er að sleppa skötuseln-
um og auka þyngd humars,
rækju og hörpuskeljar í stað-
inn. Það sem ávinnst við þá
breytingu er önnur samsetn-
ing bragðs, sem sumum
finnst betra og öðrum finnst
ekki breyta neinu.
34 Vikan