Vikan


Vikan - 28.09.1999, Síða 40

Vikan - 28.09.1999, Síða 40
• Bæsið stóra hjartað með brúnu bæsi. • Málið egg (andlitið) og fætur í andlitslit. • Málið kúlurnar tvær (skóna) svartar. • Málið minna hjartað með einhverjum lit úr kjóln- um. • Pússið yfir hjörtun og kúlurnar með meðalgrófum sandpappír. • Klippið u.þ.b. 10-12 sm. langan bút af 4 sm. breiðu prjónaefni (sokkur) og saumið saman þannig að hann myndi strokk. Útbúið tvö slík stykki. • Færið sokkana upp á prikin sem eiga m.a. að mynda fætur dúkkunnar og skrúfið þau föst á stóra hjartað. • Límið kúlurnar tvær framan á prikin (skór.) • Búið til stjörnur úr jútagarni og festið ofaná skóna • Borið fyrir skrúfu ofarlega á prikin og festið þau saman. • Sníðið hendur, saumið saman á röngunni og snúið þeim við. Fyllið hendurnar til hálfs með troði. • Límberið prikin að ofan rækilega með límbyssu og festið hendurnar við prikin. • Sníðið kjólinn (sjá efni í kjól), 1 heilt berustykki (ath. ekkert hálsmál), 2 stk. pils, 2 stk. ermar, 2 stk. líningar. • Rykkið pilsin að ofan. Rykkið ermar að ofan. Saumið pilsin neðan á berustykkið. Saumið erm- ar á hlið berustykkis, en skiljið eftir 2-3 sm. báð- um megin. Saumið líningu neðan á ermarnar. Að endingu eru hliðarnar saumaðar saman, frá armlíningu og niður úr. • Berið vel af lími á hendurnar og límið kjólinn fastan ofan á prikin. Klæðið hendur í ermar og brettið inná þær. • Faldið kjólinn eða festið blúndu neðan á. • Berið vel af lími ofan á kjólinn og festið höf- uðið á. • Borið göt í litla tréhjartað og þræðið jútagarn í gegnum þau. Bindið við hendurnar. • Þræðið blúndu um hálsinn. • Búið til slaufu úr basti og festið aftan á dúkkuna með lími úr límbyssu. Gangi ykkur vel

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.