Vikan - 28.09.1999, Page 45
EftirDiane Guest. Þórunn Stefánsdóttir þýddi.
Kaiser var ánægður með af-
köstin. Bókinni miðaði vel
áfram og hann var að setja
lokapunktinn við einn kafl-
ann þegar frú Minstrell kom
inn til hans. Það er kominn
ungur, æstur gestur til þín.
Christian æddi inn áður en
hún gat sagt meira. Kaiser,
sagði hann móður og
másandi. Þú verður að
koma strax! Þú verður að
hjálpa okkur Hildy. Hann
var svo óðamála að Kaiser
skildi varla hvað hann sagði.
Taktu því rólega, félagi,
sagði hann. Hvað gerðist?
Það er máfur í fjörunni,
sagði Christian og sagði
honum allt af létta.
Eg vil gjarnan hjálpa ykkur,
sagði Kaiser, en það er bara
einn hængur á. Er það rétt
skilið að enginn megi vita af
þessu?
Christian kinkaði ákafur
kolli.
En hvernig kemst ég niður á
stöndina óséður? Vissulega
þykir mér vænt um máfa en
ekki nóg til þess að ég vilji
eiga það á hættu að hætta
lífinu við að klifra yfir
gaddavírsgirðinguna.
Það er gamall árabátur
hérna fyrir neðan, sagði frú
Minstrell. Þú getur farið á
honum og róið fyrir girðing-
una.
Hversu gamall er hann?
Mjög gamall. Hann lekur
svolítið en er samt í nothæfu
ástandi.
Kaiser leit á Christian. Lof-
ar þú því að hringja í strand-
gæsluna ef báturinn sekkur!
Eg lofa því, svaraði Christi-
an að bragði.
Allt í lagi, sagði Kaiser.
Flýttu þér til baka og segðu
Hildy að ég komi rétt bráð-
um. Eg tek með mér skæri
og eitthvað til þess að sótt-
hreinsa sárið með.
Christian hvarf áður en
Kaiser gat sagt meira.
Af hverju bað hann ekki
pabba sinn um hjálp? spurði
frú Mistrell.
Kaiser hristi höfuðið en
hann vissi svarið. Hann
hafði séð það kvöldið áður í
ísköldum augum Julians
Ferrare.
Frú Minstrell hafði greini-
lega ekki ýkt þegar hún
sagði bátinn leka „svolítið".
Kaiser hafði ekki róið langt
þegar vatnið náði upp að
ökklum. Sem betur fer var
sjórinn lygn. Hann gat
sleppt árunum og ausið bát-
inn og það varð hann að
gera nokkrum sinnum. Loks
komst hann fyrir girðinguna
og til barnanna.
Það tók Kaiser aðeins örfáar
sekúndur að losa máfinn.
Svo hellti hann úr hálfri
flösku af sáravatni yfir
vænginn og kannaði varlega
hvort hann væri brotinn.
Allt leit út fyrir að vera í
stakasta lagi. Eruð þið með
eitthvað handa honum að
borða? spurði hann.
Hildy kinkaði kolli. Hún
dáðist að því hvað Kaiser
hafði farið mjúkum höndum
um fuglinn. Christian kom
með kexið.
Leggðu það fyrir framan
hann og við skulum sjá hvað
gerist, sagði Kaiser og
sleppti fuglinum.
Christian braut kexið í litla
bita og lagði þá á sandinn.
Máfurinn hoppaði áfram og
hámaði í sig kexið.
Máfar eru sjaldan of veikir
til þess að geta borðað,
sagði Kaiser.
Þetta tókst vel, sagði Christ-
ian. Hann reyndi ekki einu
sinni að bíta þig!
Eg held að hann hafi verið
of þreyttur til þess, sagði
Kaiser.
Hann skildi að þú varst að
hjálpa honum, sagði Hildy.
Eg vildi óska þess að hann
flygi í burtu til þess að við
gætum séð hvort það er allt í
lagi með hann.
Það var eins og máfurinn
skildi hana, því hann hopp-
aði varlega áfram, stansaði
og leit í kringum sig eins og
hann væri steinhissa á því að
komast áfrarn. Svo breiddi
hann úr vængjunum og flaug
út yfir hafið.
Fínt, sagði Christian, það er
ekkert að honum!
Hildy horfði aðdáunaraug-
um á Kaiser. Hann var svo
ólíkur pabba hennar. Julian
var sterkur og áhrifamikill
maður en hann sýndi þeim
aldrei blíðu. Stundum varð
hún hrædd þegar hún horfði
í kuldaleg augu hans. En
það var ekki nokkur leið að
vera hræddur við Kaiser.
Hún stífnaði upp þegar hún
heyrði hrópað uppi á bakk-
anum. Það var rödd Julians
og hún var viss um að það
hafði komist upp um þau.
Hún slakaði á þegar hún
heyrði að hann var að kalla
á mömmu hennar.
Það er líklega best að við
komum okkur héðan, sagði
Kaiser. Þið getið hjálpað
mér að koma bátnum út og
klifrað upp á bakkann þegar
pabbi ykkar er farinn inn.
Það tók þau ekki nema
augnablik að koma bátnum
út. Kaiser hoppaði um borð
en stóð í vatni upp í mitti
áður en hann gat svo mikið
sem lagt af stað. Báturinn
sökk rólega til botns.
Ó Kaiser, sagði Hildy. Hvað
getum við gert?
Kaister stundi og óð í land.
Hann hafði ekki áhyggjur af
sjálfum sér en hann vildi
ekki að börnin lentu í vand-
ræðum. Ég klifra upp á
bakkann með ykkur, sagði
hann. Ég lauma mér í gegn-
um hliðið á veggnum þegar
þið eruð komin klakklaust
inn.
Þau skriðu hljóðlega upp
bakkann. Þegar þau voru
komin næstum því alla leið
gaf Kaiser börnunum merki
um að doka við. Hann kíkti
upp á bakkann og snarstans-
aði. Julian Ferrare stóð
beint fyrir framan hann.
Hann var svo nálægt að
Kaiser sá í tærnar á skónum
hans.
Francesca, hrópaði Julian til