Vikan


Vikan - 23.11.1999, Side 15

Vikan - 23.11.1999, Side 15
„Fyrsta nóttin okkar var dásamleg, eftir að hafa upplifað iafn unaðslegar stundir var ég ákveðin í að láta ekkert koma í veg fyr- ir samband okkar." Anna Heche er ófeimin við að ræða um líf sitt í hnotskurn. Hún átti erfiða æsku og ólst upp við mikla fátækt. Faðir hennar var sölumaður og org- anisti í kirkjunni. Þegar Heche var fjórtán ára lést hann úr al- næmi. Hann var samkynhneigð- ur en hafði lifað tvöföldu lífi. „Við sögðum aldrei sannleik- ann í minni fjölskyldu. Við vor- um mjög fátæk en sögðum öðr- um að við hefðum það fínt. Fjölskyldan var brotin og sundruð en við litum út fyrir að vera samheldin, traust fjöl- skylda. Faðir okkar lifði tvö- földu lífi en við létum sem ekk- ert væri. Allt sem við sögðum var helber lygi." Heche er einungis þrjátíu ára gömul og hóf leiklistarferilinn með leik í sápuóperum. Hún lék í þeim í fjögur ár en það var svo árið 1993 að hún lét draum- inn rætast og fór að leika í kvik- myndum. Hún var heppin og fékk mörg góð hlutverk. Hún elskar að fást við kvikmyndir og vonar innilega að hún geti stundað leik sinn áfram þrátt fyrir samkynhneigð sína. f dag eru liðin tvö ár síðan þær stöllur birtust saman fyrir framan myndavélarnar. Heche er enn- þá að leika í kvikmyndum en óskar þess að fá bitastæðari hlutverk. Hvað framtíðina varðar þá segir Heche: „Ég vona að fólk verði upplýstara í framtíðinni. Mín ósk er sú að engin leikkona þurfi að ganga í gegnum það sem ég gekk í gegnum. Ég vona að ástandið verði þannig að all- ar samkynhneigðar konur geti sagt: Ég er samkynhneigð og það skipti nákvæmlega engu máli! Við Ellen viljum gifta okkur um leið og lög gera ráð fyrir því að samkynhneigðir megi giftast. Ég bíð mjög spennt eftir þeim úrskurði. Við höfðum gengið í gegnum meira í okkar stutta sambandi en mörg pör gera á þrjátíu árum. Ég óska engum svo ills að hann þurfi að ganga í gegnum slfkt hið sama." „Það er með ólíkínd- um hve heimskt fólk getur verið. Ef ég væri að leika hriggja barna móður, há væri ég að leika hví ekki er ég móðir í raun- veruleikanum. Á sama hátt var ég að leíka ástkonu Fords í kvíkmyndinni, ég er Jiað ekki í alvörunni. I hessum heimi snýst allt um að leika og hví skíl ég ekki af hverju kynhneigð mín skiptir svona miklu máli.“

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.