Vikan


Vikan - 23.11.1999, Síða 18

Vikan - 23.11.1999, Síða 18
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson og Lárus Karl Ingvason Lárus Einarsson eyðir ófáum vinnu- stundum í bílskúrnum sínum, rétt eins og marg- ir aðrir karlmenn. Við- fangsefni Lárusar hlýtur þó að teljast frábrugðið hefðbundnum bílavið- gerðum; hann býr til gull- fallegar englastyttur sem nota má sem kertastjaka. Verndari jurdarinnar. Lárus eða Lalli engill eins og vinir hans kalla hann, hefur dundað sér við englagerðina í nokkur ár. Hann hefur komið sér fyrir í fallegu húsi sem stendur við Hafnarfjarðarhraunið. Bíl- skúrinn er himnaríki líkastur, fullur af englum. Lárus var kominn í gott starf sem bátsmaður á togara þegar hann lenti í alvarlegu slysi og varð að gefa sjó- mennskuna upp á bátinn. A meðan hann sat heima og lét sér leiðast fann hann sköp- unarkraftinn brjótast um innra með sér. Hann ræddi um þetta við vin sinn sem er menntaður myndlistamaður. Vinur hans ráðlagði honum að kaupa gifs og prófa að móta muni úr því. Byrjunin var ekki glæsileg. Lárus hrærði gifsið í fötu og tók sér síðan gott kaffihlé. Pegar hann kom aft- ur að fötunni fann hann gler- harða gifskúlu. Til að gera eitthvað ákvað hann að brjóta gifsið í sundur og móta eitt- hvað úr kúlunni. Fljótlega fór falleg stytta að myndast í höndunum á honum. „Mér líður svo vel þegar ég er að vinna að englunum, ég kemst í sérstakt ástand. Þetta er mjög sterk tilfinning. Ég byrja alltaf á að hugleiða í smá stund, bið oft bæn og byrja svo að skapa úr gifsinu. Smám saman myndast stytta í hönd- unurn á mér. Fyrst þegar ég byrjaði var ég ekki með bíl- skúr og var því að vinna með gipsið inni í eldhúsi. Þegar við fórum að leita að nýju hús- næði var það frumskilyrði að þar væri bílskúr. Fyrsta daginn voru hillur settar á einn vegg- inn í stað bílskúrshurðar." Englar með góða strauma Lárus hefur stundað engla- smíðina í nokkur ár en haft 18

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.