Vikan


Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 22

Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 22
Kuldaleg huggun Samúð Lfnan lugð Ég var á leiðinni í vinnuna þegar ég datt á hálku og var svo óheppin að lenda utan í kantsteini. Ég brotnaði á framhandlegg og marðist illa og þurfti auðvitað að fara á „slysó". Þar var ég í marga klukkutíma og þegar ég mátti loksins fara tók ég leigubíl heim og átti ógurlega bágt. Ég hlakkaði svo til að koma heim og láta vorkenna mér svo- lítið. Ég hringdi dyrabjöllunni, mamma kom til dyra og sagði: „Hvað er þetta, af hverju fórstu ekki aftur í vinnuna?11 Stella 33 ára Ég var ekki nema 16 ára þegar ég fór að vera með fyrsta kærastanum mín- um. Hann átti bíldruslu og kom stund- um og sótti mig eftir kvöldmat. Einu sinni snemma á ferlinu kom hann og stóð frammi í gangi á meðan ég var inni að leita að hönskunum mínum. Þegar ég kom út úr herberginu mínu sá ég hvar mamma strunsar fram í gang, réttir honum tvo pakka af smokkum og segir: „Mér sýnist þú nú ekki vera sú manngerð sem hefur vit á að ganga með smokka í vasanum." Ég hefði viljað sökkva í jörðina, ég skammaðist mín svo fyrir mömmu. En þetta varð til þess að ég missti mey- dóminn þetta kvöld. Jólianna 28 ára Hræðsluáróður Ég skil ekki ennþá af hverju maður- inn rninn forðaði sér ekki eftir fyrstu heimsóknina í foreldrahús mín. Hon- um var boðið í mat og við sátum eins og dæmdar manneskjur og borðuðum nánast þegjandi. Þetta var mjög vand- ræðalegt allt saman. Eina mann- eskjan sem þorði að segja eitthvað var fíflið hún systir mín sem var bara átta ára. Hún fór að tala við hverju ertu eiginlega svona skotinn í henni Binnu?" (rétt eins og það hlyti að vera eitt- hvað meira en lít- ið að honum). Þá bætti mamma urn betur og sagði eins og véfrétt: „Sækjast sér um líkir". Brynhildur 37 ára Ég var alveg í rusli þegar ég féll á hinu fræga landsprófi sem í þá daga var eins konar sía á það hverjir yrðu menntamenn og hverjir ekki. Ég fór ekki út úr húsinu, talaði ekki við nokkurn mann og var að íhuga að láta mig hverfa til útlanda eða út á land þar sem enginn þekkti mig. Þá kom mamma til að „hugga" mig og sagði: „Láttu ekki svona, Elín mín. Það er nú ekki eins og einhver hafi búist við því að þú yrðir heilaskurðlæknir." Elín 45 ára Ömurlegt útlit Strákur sem ég var búin að vera skotin í lengi bauð bróður mínum í af- mælispartí heima hjá sér og ég fékk að fljóta með. Ég keypti mér níðþröngt glanspils og háa skó sem kostuðu miklu meira en ég hafði efni á fyrir þetta tækifæri. Ég setti eldrauðar stríp- ur í hárið og málaði mig eins mikið og flott og ég þorði. Ég ætlaði svo sann- arlega að reyna að klófesta gæjann! Þegar við vorum að ganga út úr dyrun- um kom mamma til að kveðja. Hún greip hendinni fyrir munninn og stundi síð- an í angist: „Jesús minn! Ætlarðu út svona? Ég vona að þú hittir eng- an sem ég þekki!" Sjálfstraustið flaug út um gluggann og ég sat í hnipri úti í horni allt kvöldið og lét fara eins lítið fyrir mér og ég gat. Signý 19 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.