Vikan - 23.11.1999, Side 29
reka alla áfram sem
eru í kringum þig
Lágt sjálfsmat er
oft undirrót
frekjunnar. Þú
felur eigin
vanmátt með
því að reyna
að stjórna
öðrum.
Vissu-
lega get-
ur stjórn-
semi skilað góð-
um árangri en að
lokum fá þeir
sem standa þér
næst leið á því að fá
aldrei að ráða ferð-
inni.
Hvað er til ráða?
Reyndu að standast
freistinguna að vera sífellt 1
að athuga hvernig gangi I
þegar þú felur einhverjum
verkefni.
Gefðu maka þínum laus-
ari taum, þið eruð jafningjar,
hættu að koma fram við
hann eins og foreldri.
Vertu þátttakandi. Leit-
aðu eftir verkefnum þar sem
þú vinnur sem ein úr hópn-
um í stað þess að stjórna.
Milli 30 og
60 stig
Þú veist vissulega hvernig
þú átt að láta til þín taka en
gerir þér einnig grein fyrir
því að þú verður líka stund-
um að leyfa öðrum að halda
um taumana. Þú ert ekki
óþolandi stjórnsöm á vinnu-
stað en hefur meiri völd í
samskiptum þínum við eig-
inmanninn en þú gerir þér
grein fyrir.
ímyndaðu þér að þú gætir
skipt um hlutverk við mann-
inn þinn í eina viku. Myndi
tilhugsunin um að hann tæki
yfir viss verkefni koma út á
1 þér köldum svit-
anum? Ef þú gríp- w
ur sjálfa þig í því að
segja hvað eftir annað: „Ef
ég gerði ekki hlutina væru
þeir aldrei gerðir", þá ættir
þú að reyna að slaka svolítið
á taumunum.Um leið og þú
sættir þig við það að hver
hefur sinn háttinn á munu
samskipti þín við aðra
batna.
Hvað er til ráða:
Næst þegar þú átt afmæli
skaltu biðja manninn þinn
að koma þér á óvart og þú
munt komast að því hvað
það getur verið miklu
skemmtilegra
Hafðu öll stóru markmið-
in á hreinu. Skrifaðu niður
fimm markmið sem þú vilt
ná innan fimm ára. Lang-
tímamarkmið hjálpa þér að
ná betri yfirsýn yfir sigra og
ósigra hversdagsins.
Reyndu að gera þér grein
fyrir ástæðu þess að þér
finnst þú þurfa að stjórna
öllum í kringum þig.
Minna en
30 stig
Þitt mottó er lík-
lega: „Þetta er
bara svona". Svör-
in þín gefa til
kynna að þú látir
stjórnast af öðrum.
Það er í lagi, svo
framarlega sem
þú gerir þig
ánægða með það.
Ef ekki, reyndu þá að
standa fyrir máli
þínu. Ef þú vilt
taka stjórnina í
þínar hendur þýðir
það jafnframt að þú
verður að axla meiri ábyrgð,
en það mun líka gera þig
sjáfsöruggari og ánægðari
með lífið.
Hvað er til ráða?
Kyngdu ekki orðalaust því
sem þú sættir þig ekki við
Lestu sjálfsævisögur fólks
sem þú berð virðingu fyrir.
Þú hefur gott að því að sjá
hversu margir hafa komist
langt þrátt fyrir erfiðar að-
stæður
Lærðu af mistökunum og
reyndu að koma í veg fyrir
að þau endurtaki sig.
6 LEIÐIR TIL |>ESS AÐ SLAKA
A 0G GERA LIFIÐ LETTARA
1. Forðastu streituvalda
Ef þú ert kvíðin og langþreytt skaltu taka að þér færri
verkefni og jafnvel að velta því fyrir þér hvort þú ættir að
gera stórtækar breytingar í lífi þínu, eins og t.d. að skipta
um starf eða vinna styttri vinnutíma.
2. Vertu góð við þig
Gættu þess að fá nógan svefn, borðaðu hollan mat og
reyndu að verja sem mestum tíma ( að gera það sem þú
hefur gaman af. Ef þér líður vel hefur þú ekki eins mikla
þörf fyrir að stjórna öllu og öllum.
3. Lærðu að stjórna tímanum
Lærðu að segja nei þegar þú ert önnum kafin. Fáðu
konu til þess að þrífa heimilið ef þú hefur efni á því og
gerðu þér grein fyrir því að þinn tími er ekki síður dýr-
mætur en tími annarra.
4. ímyndaðu þér lifið án þín
Færi fyrirtækið sem þú vinnur hjá á hausinn? Myndi
maðurinn þinn svelta ef þú værir ekki á staðnum til þess
að elda ofan í hann? Nei, auðvitað ekki. Þú ættir að æfa
þig í því að slaka á. Farðu í frí án þess að gefa starfsfé-
lögum þínum upp símanúmer þar sem hægt er að ná til
þín. Þú getur líka boðið fólki í mat og beðið alla að koma
með einn rétt án þess að gefa þeim skýr fyrirmæli um
hvað það á að vera.
5. Sættu þig við það að sumum hlutum getur þú ekki
stjórnað
Það er ekkert að því að stefna hátt en það getur reynst
þér hættulegt að setja markið svo hátt að þú brotnir niður
ef þér mistekst.
6. Trúðu vinum þinum fyrir liðan þinni
Það er svo miklu auðveldara að ráða við vonbrigðin og
efasemdirnar ef þú trúir vinum þínum fyrir þeim og þigg-
ur frá þeim góð ráð og uppörvun.