Vikan - 23.11.1999, Page 48
Samantekt: Hrund Hauksdóttir
Það er mikið um
dronningar og
prinsessur í henni
Hollywood enda er
borgin sú fræg fyrir
stórstjörnur og
glæsikvendi. Hin hliðin
á borg draumanna er
su sem lýtur að klám-
iðnaðinum og bar eru
bað klamdrottníngar-
nar sem fara með
ueldissprotann.
„Stariið hefur sínar skugga-
hliðar því það getur reynst
okkur mjög erfitt að öðlast
virðingu fólks og að eignast
maka," segir Juli Ashton.
Stórstjarna á bláa
tjaldinu
Jenna Jameson er ekki nafn
sem er á hvers manns vörum en
hún er stórstjarna á bláa tjald-
inu. Hún er jafnfræg og eftirsótt
og Demi Moore er í hinni hefð-
bundnu Hollywood. Jenna býr í
lúxusvillu á Miami með risa-
stórri sundlaug, safnar rándýr-
um sportbílum og drekkur
kampavín hvar sem hún fer.
Hún fær á annað þúsund bréf í
hverri viku frá aðdáendum sín-
um um allan heim. Frægð henn-
ar hefur þó sérstöðu því hún er
bundin við klámiðnaðinn í Los
Angeles sem gárungar kalla
„hina Hollywood.” Þrátt fyrir
litað hvítt hár og kjánalegt fliss,
þá er Jenna langt frá því að
vera heimsk ljóska. Líkt og
margar aðrar klámdrottningar
þá hefur hún notað framann til
þess að fjárfesta auð sinn á
skynsamlegan máta og er for-
rík. Hún rekur fyrirtæki sem
hannar föt, á póstverslun, er
með eigin sjónvarpsþátt og á
nektardansklúbb. Og Jenna er
aðeins 25 ára gömul.
Blómstrandi bransi
Bandaríkjamenn eyða árlega
rúmlega átta milljörðum doll-
ara í klámástríðu sína en
úrvalið í þeim efnum er nokkuð
margbreytilegt. Um er að ræða
vídeó, tímarit, símaþjónustu,
kapalsjónvarpsstöðvar og nekt-
ardansstaði. Þeir eyða næstum
helmingi meira af peningum í
þetta áhugamál sitt en í heim-
sóknir í venjuleg kvikmynda-
hús. Sá hópur neytenda sem
neytir klámefnis fer sífellt
stækkandi og sem dæmi má
nefna að þess háttar mynd-
bandaleiga hefur aukist úr 75
milljónum á ári frá árinu 1985,
upp í 665 milljónir árið 1996.
Klámefni er líka í auknum mæli
í boði á kapalsjónvarpsstöðvum
sem þýðir enn fleiri áhorfendur
en áður. Meirihluti framleiðsl-
unnar kemur frá San Fernando
Valley sem er aðeins spölkorn
frá Universal Studios. Þar er
búið að koma á fót sannkallaðri
draumamaskínu með eigin
stúdíóum, umboðskrifstofum,
aðdáendum stjarnanna, gagn-
rýnendum og stórstjörnum.
Stærstu og ríkustu stjörnur
klámmyndanna er konur. Jenna
Jameson er rakið dæmi um
klámdrottningu á toppnum:
„Þegar ég byrjaði í bransanum
voru allir að spyrja mig hvort ég
væri í kláminu í þeirri von að
geta síðan komist að sem
„venjuleg" leikkona. Það var
hins vegar aldrei tilgangurinn.
Ég hellti mér út í þetta af full-
um krafti með það eitt að leið-
arljósi að leggja klámheiminn
að fótum mér. Ég vildi verða
frægasta, vinsælasta og ríkasta
klámdrottning í heiminum. Ég
hef hugsað mér að setjast í
helgan stein um þrítugt og lifa
góðu lífi á vöxtum fjárfestinga
minna." Það eru örugglega eng-
ir draumórar hjá stúlkunni því
sögusagnir herma að Jenna sé
hæstlaunaðasta klámleikkonan
frá upphafi en hún neitar að
gefa upp nánari upplýsingar um
laun. Það eru þó ekki aðallega
kvikmyndirnar sjálfar sem færa
þessum konum hæstu tekjurnar.
Með því að koma fram á nekt-
ardansstað með eitt dansatriðið
fá þær u.þ.b. sjöhundruð þús-
und krónur. Og þá erum við að
tala um klámdrottningar sem
eru rétt að byrja að verða fræg-
ar.
Smokkar settir á
oddínn
Jenna segir að enginn nái
langt í klámheiminum ef hann
telji vinnuna snúast eingöngu
um það að stunda kynlíf: „Mað-
ur þarf að vera ákveðinn og
skýr í kollinum til þess að fá
sem mest út úr þessu. Ég læt
ekki bjóða mér hvað sem er og
læt ekki peninga stjórna mér; ég
stjórna þeim. Ég er ekki fórnar-
lamb einhverra sóðakarla í
bransanum því ég vel og hafna
hlutverkum og handritum. Ég
vinn líka ekki með hvaða leik-
stjóra sem er, heldur vel þá
sjálf. Með því að hafa tileinkað
mér svona vinnubrögð hef ég
áunnið mér ákveðna virðingu
samstarfsmanna minna og það
er ein helsta ástæða þess að ég
hef náð svo langt sem raun ber
vitni. En að sjálfsögðu tók þetta
allt saman tíma. Ég byrjaði sem
dansari í sýningunum í Las Veg-
as en þar er ég fædd og uppalin.
Mér lærðist hins vegar fljótlega
að það er illa borgað og þá fór
ég að strippa. Næsta skref voru
svo klámblöðin og ég fór líka
að prófa mig áfram í klám-
myndum. Fyrsta myndin sem ég
lék í var hræðileg upplifun þvf
það er langt frá því að vera
auðvelt að stunda kynlíf fyrir
framan 30 manns! Ég man að
ég skalf eins og hrísla og var
skraufþurr í munninum. Ég lék
ekki í annarri mynd í heilt ár á
eftir."
I dag leikur Jenna í 6 mynd-
um á ári sem telst ekki mikið en
hún hefur efni á því að velja að-
eins það sem henni líst best á.
Hún segist aldrei leika með nýj-
um karlmönnum heldur ein-
ungis vönum leikurum og fer
ávallt fram á að smokkar séu
notaðir: „Allir leikarar í klám-
heiminum verða að sanna
mánaðarlega að þeir séu ekki
með eyðni, annars fá þeir ekki
að vinna. Sumar stelpur, sem
vilja ekki nota smokka, eru
teknar fram yfir okkur sem vilj-
um hafa smokka og það finnst
mér ömurlegt. Því með því að
nota smokka erum við að senda
mikilvæg skilaboð út í þjóðfé-
lagið."
Erfltt að eignast maka
Að mörgu leyti getur það
verið langt frá því eftirsóknar-
vert hlutskipti í lífinu að vera
klámdrottning. Starfið hefur
sínar skuggahliðar og það getur
reynst klámdrottningum mjög
48 Vikan