Vikan


Vikan - 23.11.1999, Síða 52

Vikan - 23.11.1999, Síða 52
Texti: Margrét V. Helgadóttir Að lifa daginn af Situr þú við skrifborðið þitt gjörsam- lega úrvinda af þreytu og þráir ekkert heitar en að geta skriðið upp í hlýja rúmið þitt. Ekki örvænta, við höfum öll upplifað slíka daga. Til þess að lifa daginn af er ágætt að fylgja þessum heilræðum. Sidu að komast í smá un 10 mínútna slökun getur gert kraftaverk á degi sem þessum. Ef þú nærð að loka augunum og slaka algjörlega á í ró og næði færðu heilmikla orku. Ef þú hefur ekki möguleika á slíkri dekurstund er ágætt að fara út í göngutúr, fá sér frískt loft eða jafnvel stinga upp í sig einni lítilli piparmyntu. Erfiðustu verkefnin fyrir hádegi Það er auðveldast fyrir líkamann að fást við erfiðustu verkefnin rétt fyrir hádegi. Hvers vegna? Jú, Cortisol, efnið í líkamanum sem hjálpar okkur við einbeitinguna ,er víst í hámarksframleiðslu um há- § degisbilið. Ekki þamba kaffí! á Einn kaffibolli getur gefið þér smáspark til að byrja með en þú getur verið þess fullviss að fljótlega ert þú orðin þreyttari en nokkru sinni fyrr. Ekki borða mikil sætindi Um leið og þú innbyrðir sætindin hækkar blóðsykurinn og þú finnur að úthaldið eykst. En það er eins og með kaffið, þlóðsykurinn hríðfell- j ur stuttu seinna og orkuleysið leggst yfir þig af meiri þunga en áður. 'í LíHamsræktin jer sérstaklega goð fyrir kynlifið Allir vita að líkamsrækt er góð fyrir hjarta . og lungu en nýjustu rannsóknir sýna fram á að hún er líka góð fyrir kynlífið. Hvernig þá? Kynhormónarnir, þá sér- staklega testósteran örvast við líkamsrækt og þá helst innan klukku- stundar eftir líkamsræktina. Það er ekki nauðsynlegt að fara inn í sal og hamast eins og óður til að koma þeim af stað. Línuskautar, hjólreiðatúr eða stuttur hlaupatúr kemur hormónaframleiðslunni af stað. Auktu brennsluna á auðveldan hátt Slepptu því að nota tölvupóstinn í vinnunni ef þú þarft að eiga samskiþti við samstarfsmenn. Stattu upp, gakktu til þeirra og notaðu hvert tækifæri til að hreyfa þig. • Gakktu stigana í stað þess að fara alltaf í lyftunni. Það kemur þér skemmtilega á óvart hve fljótt þú nærð að vinna uþp þrek. • Ekki standa kyrr á meðan þú bíð- ur eftir næsta tæki í líkamsrækt- inni. Reyndu að ganga um eða fara á hlauga- bretti ef þú sérð að einhver bið er í tækið. • Reyndu að fá sem mest út úröllum hreyfingum, sama hvort þú ert að teygja þig eftir nauðsynjavör- um í matvöruversl- uninni eða kattardall- inum. Hver hreyfing skiptir máli. Hvenæp , brennir bu flestum nita- einingum i ræRt- inni? Það eru uppi skiptar skoðanir á því hvort við brennum meira á morgnana eða á kvöldin. Sumirgeta ekki hugsað sér að mæta í salinn á morgnana en eru svo á útopnu á kvöldin. Aö mati heilsuræktarfrömuða er það algjörlega undir hverjum og einum komið hvenær það hentar honum að stunda líkamsrækt. I Morguntýpurnar fá mest út úr því að æfa á morgnana sem er v hið besta mál. Þær þurfa bara að gæta þess að borða holl- an og góðan morgunmat áður en þær byrja að hamast. Fyrir þá sem vilja frekar stunda líkamsrækt á kvöldin gildir sama regla; að borða nokkru áður en þeir byrja að taka á. Sérfræðingarnir eru sammála um að þegar fólk er sátt við þann tíma sem það stundar sína líkamsrækt er það líklegast til að ná árangri, það skiptir jú mestu máli, ekki satt! 52 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.