Vikan


Vikan - 30.11.1999, Page 2

Vikan - 30.11.1999, Page 2
Texti: Margrét V. Helgadóttir Mynd: Hreinn Hreinsson Karina Kolbrún Donnelly u í æðum Karinu Kolbrún- ar rennur blandað blóð. Hún á íslenska móður en bandarískan föður, bjó fyrstu æviárin í Danmörku og talar rússnesku og frönsku eins og innfædd. ún er dóttir þeirra Þór- kötlu Þor- kelsdóttur og Thomas Donnelly og á einn yngri bróður, Erling Þór. Karina Kolbrún talar mjög góða ís- lensku miðað við að hún hefur ekki búið á Islandi fyrir utan einn vetur sem hún dvaldi hér sem skiptinemi. Hún heldur góðu sambandi við tjöl- skyldu sína hér á landi og hafa heimsóknir á milli fs- lands og Bandaríkjanna ver- ið tíðar. Karina fæddist í Danmörku, bjó þar til fimm ára aldurs en fluttist þá til Bandaríkjanna. Faðir Kar- inu Kolbrúnar hefur unnið fyrir lyfj afyrirtæki í fleiri ár. Vegna starfs hans þurfti fjöl- skyldan að flytjast á milli fylkja á unglingsárum henn- ar. Hún lét flutningana ekki mikið á sig fá, ákvað að stunda háskólanám í Norð- ur-Karolínu og valdi fremur sérstaka námsgrein, rúss- nesku. „Margir vina minna urðu mjög undrandi þegar ég sagði þeim að ég ætlaði að læra rússnesku. Hvernig ætlar þú að nota þá mennt- un? spurðu þeir, undrandi á svip. Eg lagði bæði stund á tungumálið og stjórnmála- sögu landsins." Á háskólaárum hennar heillaðist Karina af Rúss- einka sér rússneska tungu. Auk rússneskunnar, hafði hún mikinn áhuga á frönsku og lærði málið í París. í dag talar hún tungumálin fjögur næstum óaðfinnanlega. „Eg hafði mikinn áhuga á að starfa við þróunarstörf. Á meðan ég var í náminu fékk ég styrk til að fara til Rússlands. Það var mjög gagnlegt, ég dvaldi þar í eitt ár við þróunarstörf og kenndi líka ensku. Eg lauk svo BA-prófinu árið 1995. Að því loknu fór ég að starfa fyrir franskt lyfjafyrir- tæki í tvö ár. Ég ákvað að læra meira og fór því í mastersnám við háskóla í Washington. Ég er núna að ljúka því námi, fagið sem ég valdi mér kallast „International development" eða alþjóð- legt þróunarstarf. Ég hef verið mjög heppin, því að ég hef fengið svo mörg spenn- andi verkefni upp í hend- urnar, sem eru nátengd náminu. Karina Kolbrún var einn af skipuleggjendum ráð- stefnunnar Konur og lýð- ræði og þótti hún vegna menntunar og reynslu sinn- ar sérlega vel til þess fallin. „Þegar umræðan hófst fyrir alvöru um þessa ráð- stefnu talaði Jón Baldvin Hannibalsson við mig og sagði að ég þyrfti að taka þátt, meðal annars af því ég hefði svo mikla vitneskju um ástandið í Rússlandi. Fljótlega var haft samband við mig og ég beðin um að taka þátt í undirbúnings- starfinu. Það var stórkostleg lífsreynsla sem nýtist vel í mínu námi. Ég fluttist því tímabundið til Islands í ágúst. Við höfurn nóg að gera þótt ráðstefnan sé búin, t.d. erum við að setja saman bók um niðurstöðurnar og vinnum að því að koma upp heimasíðu. Ég ætla nú líka að reyna að ljúka mastersrit- gerðinni minni í janúar." Langar þig til að búa á ís- landi í framtíðinni? „Ég get ekkert sagt til um það. Mér finnst frábært að koma hingað en hvort ég mun starfa hér fer svolítið eftir því hvað mér mun bjóðast. Ég er búin að ferð- ast svo rnikið um og hef notið þess að kynnast mis- munandi menningu. Það er erfitt að gera upp á rnilli landa, því að sérhver staður hefur sína kosti. Ég gæti þess vegna endað með að búa í Rússlandi!" 2 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.