Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 50

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 50
tengsla svæðisins við forynjur eða kölska sjálfan. Það er því ekki nema rúm öld síðan rnenn voguðu sér inn að Öskju í stóra gosinu 1875, þegar Öskjuvatn og Víti mynduðust. Aska úr þessu þriðja sögufrægasta gosi ís- landssögunnar barst með vestanvindinum yfir til Skandinavíu og í Stokk- hólmi hrukku menn í kút þegar þeir stigu út í vorblíð- una í lok mars og götur og tún voru svört af einhverjum fíngerðum salla. Hér heima var annað hljóð í strokknum og jós Askja úr sér vikrinum í tonnum yfir nærliggjandi sveitir og Austurland, svo víða lagðist byggð af og menn flýðu unnvörpum til Ameríku. Handagangur í öskjunni Rútan tók stóra dýfu og skall harkalega niður að framan, allt lauslegt þeyttist til en við sluppum með skrekkinn þótt sumir héldu sér nú fastar en áður í sætis- bökin, bílstjórinn kallaði „ræs“ og rak alla út í sort- ann. Það var rigningarsuddi og ekki laust við slyddu ann- að slagið, meðan menn norpuðu í gjótum og biðu þess að hreyfing og hljóð kæmi í blikkbeljuna. Ég tyllti mér á stein hjá frönsk- um náttfara mínum og bauð honum „kóng“ en hann útli- staði fyrir mér „ríðum, ríð- um“ sem hann hafði lært ungur í frans, með miklu handapati og leikrænum lát- um þar til hann snarhætti skyndilega og benti langt inn í grámann, „tharnaa!“ hvíslaði hann. Ég leit upp og viti menn, „tharnaa“ var eitthvað á hreyfingu, svartar þústir sem skutust fram og aftur í mistrinu, eitthvað skrýtið. Kóngurinn hrökk oní kok og á meðan ég barð- ist við að losa hann og ná andanum heyrði ég hundgá og hróp. Mér sortnaði fyrir c c n E c 4* W k * 01 o T3 C > 2 erðin yfir úfið Ódáðahraun sóltist seint enda vegleysa sem rútan skrönglaðist yfir og alveg í ætt við lýsing- ar fyrri tíma ferðalanga á hrauninu sem reif skeifurnar undan hestunum og tætti hófa þeirra upp í kviku. Þær fáu ferðir sem menn fóru hér áður og fyrr fóru þeir fótgangandi og máttu þeir þakka Guði fyrir að sleppa lífs úr þeirri raun. Þá voru menn og ragir að leggja í svarta auðnina vegna sagna um seka skógarmenn sem þar áttu að leynast og i sfMFi 50 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.