Vikan


Vikan - 15.02.2000, Side 8

Vikan - 15.02.2000, Side 8
Varð að setjast niður og prjóna rifja upp prjóna- skapínn Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör, ríkið og Hafnarfjarðarbær gerðu nýlega með sér þríhliða samning þar sem Hafnarfjarðarleikhúsinu er tryggt rekstrarfé til 3-5 ára. Það má segja að með þessu hafi myndast grundvöllur fyrir nýju atvinnuleikhúsi á íslandi. María hefur áður leikið í Hafnarfjarð- arleikhúsinu og var meðal ann- ars ótrúlega vígalegt tröil í Síð- asta bænum í dalnum. Hvernig líst henni á þessa breytingu á stöðu leikhússins? „Ég er mjög ánægð með þennan samning. Þetta þýðir að Hafnarfjarðarleikhúsið getur horft lengra fram á veginn og verið með markvissari upp- byggingu á starfsemi sinni. Hjá Hermóði og Háðvör hefur farið fram ótrúlega skapandi og kraftmikið starf sem gaman er að eftir skuli hafa verið tekið og hlúð að. Mér finnst líka rökrétt að fyrst komi til áhugi og sköp- unargleði einstaklinga sem úr verður menningarstarf sem síð- an er stutt við og byggt í kring- um. En ekki farin öfug leið, þ.e. byrjað á að byggja hús og svo reynt að færa líf í það.“ Stór breyting varð á lífi Mar- íu þegar henni fæddist dóttir fyrir rétt rúmu ári síðan. Hún lék lengi frameftir meðgöng- unni og var í tröllslíki í Síðasta bænum í dalnum eins lengi og hægt var en María gerði fleira. „Ég lék í Dómsdegi eftir Egil Eðvarðsson á fyrstu mánuðum meðgöngunnar og var flökurt í hverri töku. Á svipuðum tíma lék ég einnig í rússnesk-amer- ískri kvikmynd sem heitir Virtuoso og tökurnar fóru fram í Eistlandi. Það var rosalegt að þurfa að fljúga svona á milli enda notaði ég millilendinguna á Kastrup til að kasta upp. Þeg- ar maður er komin svona stutt á leið tíðkast ekki að segja öllum frá, svo það var oft fátt um svör þegar ég var spurð að því í kvikmyndaverinu hvort ég ætl- aði ekki að fá mér meira af mötuneytismat, sundursoðnu kjöti í þykkri, brúnni sósu. Meðgangan hjá mér gekk mjög vel og við Lára erum mjög hraustar ef frá eru skildir þessir fylgikvillar, ógleðin entist alveg heila níu mánuði og grindar- gliðnun sem ég fékk eftir fimm mánuði og varð til þess á end- anum að ég varð alveg farlama. En það kemur alltaf eitthvað gott út úr öllu ef maður kýs að líta þannig á það. Ég átti róleg- an tíma, rifjaði til dæmis upp hvernig ætti að prjóna og stillti mig inn á þetta nýja hlutverk í lífinu. En auðvitað er þetta skrýtið eftir að hafa verið á hálfgerðum handahlaupum alla ævi og það tekur tíma og þjálf- um að ná sér aftur. Ég hugsa að ég komist ekki á hestbak eða skíði fyrr en seinni part þessa árs.“ Leikur stórt hlutverk iieima Lára litla dóttir Maríu og Þorsteins J. Vilhjálmssonar sjónvarpsfréttamanns var með magakveisu fyrstu mánuðina eftir að hún fæddist, hafði litla matarlyst og átti ósköp bágt segir María. „En það er ekki að sjá á henni núna full af fjöri og patt- araleg, enda í algeru dekri hjá okkur og Ester færeysku barn- fóstrunni hennar sem kom til okkar eins og engill frá Færeyj- um. Ég er sjálf hálfur Færeying- ur. Afi minn var sjómaður í Færeyjum og þegar ég var barn dvaldi ég þar og fór oft niður í fjöru til að horfa á eftir honum á leið út á sjó. Þegar ég fór svo að setja upp sýninguna um Sölku sendu bræður mömmu mér færeyska sjómannapeysu að æfa í. Það lá því beint við að auglýsa í færeyska dagblaðinu Dimmalætting eftir barnfóstru og Ester svaraði. Hún er ein af fimm systkinum og pabbi henn- ar er einn af ellefu börnum svo hún er sannarlega mikil barna- kerling. Lára átti að mínu mati skilið að njóta friðar og nota- legheita eftir veikindin og það má sennilega ekki á milli sjá hvort fyrsta orðið hennar verð- ur færeyskt eða íslenskt. Það er sannarlega gæfa að eignast svona heilbrigt barn og mér finnst ég ákaflega rík þessa dag- ana. Þetta bætist við þá gæfu að hafa fundið starf sem ég elska og öll þau tækifæri sem ég hef fengið til að blómstra í því og vera svo auk þess vel gift. Og nú er litla fjölskyldan búin að finna hundrað ára gamalt hús í elsta hluta bæjarins til að búa í og við erum að vinna að endur- bótum á því þessa dagana.“ María lék í nokkrum kvik- myndum og sjónvarpi á erlend- um vettvangi áður en hún flutt- ist alkomin heim til íslands. Er hún á leið utan aftur? „Já ef skemmtileg vinna býðst og ég held góðu sam- bandi við umboðsmenn mína og konur í London, New York og Los Angeles. Það væru nátt- úrulega alger forréttindi að fá tækifæri til að vinna hér og ann- ars staðar í heiminum en ég vil búa á íslandi. Ég læt leikhúsið ganga fyrir og það flækir stund- um málin. En ísland skiptir mig miklu máli og það að vera ís- lendingur er mér mjög dýrmætt. í leikhúsinu er heimili leikarans þar sem hann fær sína næringu og þar hefur hann svigrúm til að þroskast og stækka. Nú er komið nýtt ár og ég er að byrja að líta í kringum mig eftir næstu verkefnum, en síð- asta ár áttu þessar tvær stelpur, Lára litla og Salka, hug minn allan. Það lítur út fyrir að við förum og ferðumst saman allar þrjár á næstunni því margar fyr- irspurnir hafa borist um Sölku- ástarsögu frá erlendum leiklist- arhátíðum." 8 Vikim

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.