Vikan


Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 16

Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 16
Elva Jóhannsdóttir gagnrýnir lélega sálgæslu í heilbrigðiskerfinu •JÍJll /1 j'jJJiiJ JJUj'JJUJ uu Elua Jóhannsdóttír, kennari og leiðsögumaður, lenti slæmri lífsreynslu í desember síðstliðnum. Hún greind- ist með krabbamein í auga og burfti að ganga í gegnum erfiðan tíma. Þrátt fyrir bað fékk hún lítinn andlegan stuðning frá starfsfólki heilbirgðiskerfisins. Elva er mjög ósátt hversu ilia er staðið að sálgæslu bar. ötte* in v> in m t .E 0) o ■n ± >o X Œ C ** C í ö x II 51 x S. ís Ég er mjög ánægð með heilbrigðiskerfið að mörgu leyti. Það bregst hratt við ef maður verður veikur og við eigum vel tækj- um búna spítala og frábæra sérfræðinga, lækna og hjúkr- unarfólk. En það sem vantar er sálgæslan, þ.e. að hlúa að mannlega þættinum,“ segir Elva. í byrjun desember fór hún til augnlæknis þar sem hún hafði fundið fyrir versnandi sjón á hægra auga. „Augnlæknirinn minn sá að eitthvað var að auganu og sendi mig í rann- sókn á augnlæknadeildina á Eiríksgötu. Par fór ég í mynda- töku og sónar. Tveir læknar skoðuðu mig og virtust sam- mála um að þetta væri æxli og sögðu mér að það væri hægt að lækna þetta með geislameð- ferð í London. Þeir ákváðu að senda mig áfram til þriðja sér- fræðingsins og fá hans álit og hann komst að sömu niður- stöðu. Ég áttaði mig ekki á hvers konar æxli þeir voru að tala urn og var hin rólegasta þar til læknirinn tók upp sím- ann, hringdi til London og fór að tala við einhverja mann- eskju um að hann væri með sjúkling hjá sér sem væri með sortuæxli í auga og þyrfti að fara í aðgerð í London. Ég starfaði sem læknaritari á mín- um yngri árum og skil því lat- neska læknamálið ágætlega, auk þess sem ég er mjög vel að mér í ensku og þýsku. Ég skildi því óvart það sem læknirinn var að tala um. Ég fékk algert áfall því ég veit að sortuæxli er mjög hættulegt krabbamein sem getur dreifst vítt og breitt um líkamann. Pegar ég spurði lækninn af hverju í ósköpunum hann hefði ekki sagt mér frá því áður en hann hringdi út þá hélt hann að hinir læknarnir hefðu verið búnir að segja mér frá þessu. Það hafði greinilega Sjón Elvu hefur skaddast veru- lega en hún segist sætta sig fullkomlega við það, þar sem hún telur sig hafa sloppið mjög vel miðað við marga aðra. „Eg var allt í einu komin með hættu- legan sjúkdúm og fannst ég standa einhuers staðar ein í ðkunnugu landi. Mér er ekki fisjað saman að ég siálf tel en ég var í algeru sjokki. Það var eins og ég hefði uerið slegin í höfuðið. Ég var eins og f dáieiðslu begar ég ók bílnum mínum af stað og fór yfir á rauðu Ijósi á tueimur stórum gatnamótum í borginni. Það var í raun ótrúleg heppni að ekki varð slys.“ enginn þessara lækna áttað sig á því að leiða mig í allan sann- leika um hvað amaði að mér eða þá að þeir vildu komast hjá því og láta einhvern annan gera það. En hver átti það að vera?,“ segir Elva. Eins og að vera laminn í höfuðið Hún segir að þarna inni á læknastofunni hafi henni fundist allt lífið breytast í einni andrá. „Ég var allt í einu komin með hættulegan sjúk- dóm og fannst ég standa ein- hvers staðar ein í ókunnugu landi. Mér er ekki fisjað sam- an, að ég sjálf tel, en ég var í algeru sjokki. Pað var eins og ég hefði verið slegin í höfuðið. Ég var eins og í dáleiðslu þeg- ar ég ók bílnum mínum af stað og fór yfir á rauðu ljósi á tveimur stórum gatnamótum í borginni. Það var í raun ótrú- leg heppni að ekki varð slys. Hvorki læknirinn né starfsfólk á stofunni virtist hafa neinar áhyggjur af hvað yrði um mig. Það virtist ekki skipta neinu máli hvort ég væri með flís í auganu eða krabbamein. Það var ekkert athugað hvernig mér liði eða hvort ég gæti ekið bíl. Það var engin nálgun, ekkert hugsað urn að hlúa sálartetrinu.“ Elva fór í viða- mikla rannsókn í Domus Medica 14. desember þar sem átti að athuga hvort krabba- meinið greindist víðar í líkama hennar. „Læknirinn sagðist hringja í mig um leið og niður- stöður kæmu. Þetta var mikill álagstími, ég var á fullu að kenna og undirbúa próf auk þess sem jólaundirbúningur- inn var kominn á fullt. Ég varð að bíta á jaxlinn en það var erfitt að hugsa ekki um þetta. Ég vonaði það besta en bjóst líka við því versta. Á meðan ég beið leitaði ég mér upplýsinga um sjúkdóminn enda fannst mér ég verða að komast að því hver þessi óvin- ur minn væri.“ Gleymdist að tilkynna niðurstöðurnar Það leið og beið og Elva heyrði ekkert frá lækninum í heila viku. „Ég hafði hringt í hann 17. desember til að for- vitnast en þá var mér tilkynnt að hann væri í Keflavík og væri síðan kominn í jólafrí. Hinn 21. desember, viku eftir rannsóknina, hringdi ég í augnlækninn minn til að fá hjá henni upplýsingar um slóð á netinu varðandi sjúkdóminn. I miðju símtali og í óspurðum fréttum sagðist hún mjög fegin að ekki hefði fundist neitt í rannsókninni. Ég hváði hissa og spurði hvernig hún gæti vit- að það. Henni stóð greinilega ekki á sama um mig og hún hafði hringt í Domus Medica og fengið niðurstöðurnar sem voru á þá leið að ekki hefði greinst krabbamein annars staðar f líkamanum. Ég varð afskaplega fegin en ég var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.