Vikan


Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 20

Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 20
járnnámur í Evrópu og und- irstaða iðnaðarveldis Svía. A leiðinni rak hver virkjun- in aðra og kominn var um 20 stiga hiti svo við grilluð- um úti við stórkostlegar flúðir, sem kallast Storfor- sen. Seint um kvöldið tjöld- uðum við í skógarrjóðri en áttum erfitt um vik vegna moskítóflugna. Morguninn eftir áttum við fótum okkar fjör að launa útbitin af þess- um vargi, sem við erum blessunarlega laus við á ís- landi. Það var fróðlegt og spenn- andi að fara nokkur hund- ruð metra undir yfirborðið að skoða námurnar í Kiruna. Seinna um daginn komum við í Abisko þjóð- garðinn og lögðum upp í gönguferð eftir Konugsleið- inni en það er fræg göngu- leið rétt austan við norsku landamærin. Það tekur marga daga að ganga eftir þessari 350 km leið um víð- erni Svíþjóðar en um það bil dagleið er á milli ferða- mannaskála sem standa við hana. Við ákváðum að ganga um 25 km að fyrsta skálanum og gista þar og ganga síðan til baka daginn eftir. Skemmst er frá því að segja að það rigndi eins og hellt væri úr fötu alla leiðina svo meira að segja svefn- pokar og auka föt sem við vorum með í bakpokum gegnblotnuðu. Engu að síð- ur var þetta skemmtilegt og hressandi ævintýri. Næsti áfangastaður var 20 Vikan Margt kom á óvart í ferðinni á norðurhjara eins og suðræna götukarnevalið sem við duttum inn á í borginni Piteá við botn Eystrasalts. og við hlið okkar var eldri Þjóðverji sem spilaði enda- lausa þýska hergöngumarsa. Hann var búin að leggja þúsundir kílómetra að baki á nokkrum dögum og var mjög stoltur af yfirferð sinni. Næturlífið var líflegt í Rovaniemi og við duttum óvart inn á ógleymanlegan karoke dansstað þar sem finnski karlpeningurinn átti erfitt með að halda aftur tárunum yfir rómantískum ballöðum. Það er merkilegt að þótt Finnland sé eitt af Norðurlöndunum hvað rit- og talmálið gerir það fram- andi. Kuöltísigling í sænska skerjagarðinum Sænsku smáborgirnar, sem standa við botn Eystrasalts, bera nafn eftir ánum sem þær eru reistar við. í lok 19. aldar voru þær hafnarborgir en vegna mikils landris eru þær komnar töluvert inn í land. Næst tjölduðum við í útjaðri Luleá, sem er lífleg háskólaborg. Eins og annars staðar var tjaldstæðið vel skipulagt og með aðgangi að öllum heimilistækjum auk íþróttaaðstöðu og einka- strandar. Uti fyrir ströndinni er mergð af eyjum og við fórum í kvöldsiglingu með mótorbát. Fáir búa lengur á eyjunum en þar eru sumar- hús og fábrotnir veitinga- staðir. Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og það var ljúft að sigla og fá sér kvöldverð á einni eyjunni í kvöldsólinni. Áður en við kvöddum Luleá skoðuðum við „gamla kirkjuþorpið“ sem samanstendur af smá- hýsum í kringum gamla kirkju frá þeim tíma sem kirkjusókn var skylda sam- kvæmt lögum í Svíþjóð. Sum sóknarbörnin bjuggu svo langt frá kirkjunni að þau neyddust til að byggja sér lítil hús við hana til að geta meðtekið drottins orðið. Engar uæntingar Ferðin var nú farin að styttast í annan endann og næst duttum við inn á alvöru götu-karneval með samba ívafi í borginni Piteá. Við ákváðum að halda ferðinni áfram til að þurfa ekki að aka of mikið síðasta daginn og sváfum á fyrsta flokks hóteli okkur til hvfldar í Skellefteá. Þar fengum við okkur að borða á fínasta veitingastaðnum í bænum og smökkuðum á réttum sem einkenna matargerðina við botn Eystrasalts. Sein- asta dag ferðarinnar höfðum við nokkuð rúman tíma í Umeá og litum við í högg- myndagarði með nútímalist og litlu galleríi. Okkur brá óneitanlega þegar við fórum að skoða verkin á veggjun- um því þau voru eins og for- skot á heimferðina seinna um daginn. Fyrir augu okk- ar bar ljósmyndir af Snorra- laug í Reykholti, Land- mannalaugum, Sundhöllinni og fleiri stöðum á íslandi eftir bandarísku listakonuna Roni Horn. Skemmst er frá því að segja að þetta er ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið, ekki síst vegna þess að hún var farin án nokkurra væntinga og þegar væntingarnar eru skildar eft- ir heima á lífið auðveldara með að koma manni á óvart. Naarvik í Noregi en bærinn var mjög hernaðarlega mik- ilvægur í seinni heimstyrj- öldinni vegna þess að þaðan var járninu skipað út sem kom frá Kiruna. í Naarvik er stríðsminjasafn og við verðlaunuðum okkur með hreindýralundum á glæsileg- um veitingastað eftir hrakn- ingana í Abisko. Finnskt karoke Eftir eina nótt á tjaldstæði í Naarvik héldum við ferð- inni áfram norður á bóginn og ókum síðan yfir finnsku landamærin. Höfðum við ákveðið að aka Finnlands megin aftur niður að Eystra- salti með viðkomu í borg- inni Rovaniemi. Heim- skautsbaugur sker borgina, sem Finnar segja heimkynni jólasveinsins. Margt for- vitnilegt varð á vegi okkar þangað eins og t.d lappnesk- ar minjagripaverslanir, sleðahundabúgarður og hyttan, sem við leigðum við árbakka. Lítil umferð er á vegum Lapplands, sem þó eru malbikaðir svo ferðin sóttist vel. Við komum okk- ur fyrir á þægilegu og vel út- búnu tjaldstæði í Rovaniemi Sigrún er mikil veiði- kona og gerði sér lítið fyrir og veiddi geddu á stöng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.