Vikan


Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 57

Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 57
Lesandi segir frá Ég opnaði dyrnar en áður en ég gat tekið skref fram á stigapall sparkaði hann í bakið á mér og ég flaug niður stígann. Það uarð mér til lífs að ég öskraði suo hátt að nágrannar mínir á hæðinni fyrír neðan uökn- uðu uið óhljóðin. Við peim blasti óhugnanleg sión hegar heir opnuðu fram á stigapallinn. Ég lá í hnipri í blóðpolli á gólfinu. blendnar. Ég reyndi að vera raunsæ og vissi að min beið það hlutskipti að verða einstæð móðir. Ég tók þá ákvörðun að eiga barnið en lét Sigga aldrei vita af þessum hugrenningum mínum. Hann varð mjög glaður þegar ég tilkynnti honum að ég væri ófrísk. Allt í einu varð ég yndislegasta kona í heimi og barnið yrði lítill strákur sem líktist pabba sínum. Vikurnar liðu og Siggi virtist vera að taka sig á. Hann fékk ágætis starf sem hann sinnti vel. Hann drap barnið sitt Ég var farin að halda að sam- band okkar myndi blessast, a.m.k. fram yfir fæðinguna. Ég var komin sjö mánuði á leið þegar reiðarslagið dundi yfir. Siggi kom heim eina nóttina blindfullur og vakti mig með öskrum og látum. Aður en ég vissi af var hann búinn að slá mig utan undir og ýta mér fram úr rúminu. Ég var skelfingu lostin og reyndi að finna ein- hver föt til að klæða mig í. Mér gafst ekki ráðrúm til þess því hann var eins og villidýr og barði mig eins fast og hann gat. Við bjuggum í risíbúð og stig- inn blasti við um leið og for- stofudyrnar voru opnaðar. Ég opnaði dyrnar en áður en ég gat tekið skref fram á stigapallinn sparkaði hann í bakið á mér og ég flaug niður stigann. Það varð mér til lífs að ég öskraði svo hátt að nágrannar mínir á hæð- inni fyrir neðan vöknuðu við óhljóðin. Við þeim blasti óhugnanleg sjón þegar þeir opnuðu fram á stigapallinn. Ég lá í hnipri á gólfinu í blóðpolli. Siggi hafði víst verið á leiðinni niður stigann og öskrað að hann ætlaði að drepa mig þegar nágrannar mínir opnuðu fram á gang. Þeim tókst að halda hon- um í skefjum á meðan beðið var eftir lögreglu og sjúkrabíl. Læknar og hjúkrunarfólk voru mér afskaplega góð og ég var drifin í uppskurð um leið og ég kom upp á sjúkrahús. Allir lögðust á eitt við að reyna að bjarga barninu en áverkarnir voru of miklir og það dó. Ég var stórslösuð og lá í margar vikur á sjúkrahúsi. Hin sýnilegu sár greru þó fljótt en sárin á sálu minni gróa seint. Frænka mín mætti að sjálfsögðu fyrst allra á sjúkrahúsið og hélt í höndina á mér allan tímann. Hún hvatti mig til að kæra Sigga og það sama gerðu allir sem ég talaði við. Ég ákvað samt að gera það ekki. Ég sá engan tilgang með því að láta hann dúsa á bak við lás og slá. Maðurinn er alvarlega veikur og þarf virkilega á hjálp að halda. Hann hefur reynt að hafa samband við mig en ég kæri mig alls ekki um að hitta hann né heyra frá honum. Ég þarf bara að fyrirgefa honum til að finna frið í sálu minni. Ég er orðin sterk í dag þótt ég hafi á tímabili verið að nið- urlotum komin og þjáðst af al- varlegu þunglyndi. Ég fór í tungumálaskóla erlendis tvö sumur í röð til að skipta um umhverfi og það gerði mér gott. I dag er ég byrjuð í nýju námi sem ég er sátt við. Ég hef ekki ennþá þorað í nýtt ástarsam- band, enda er ég farin að trúa því að mér sé ekki ætlað að höndla hamingjuna þegar karl- menn eru annars vegar. Frænka mín leitar hins vegar logandi ljósi að manni handa mér en hann á eflaust eftir að þurfa að fara í gegnum margs konar prófraunir áður en hún kynnir hann fyrir mér. Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komiö að skrifa eöa hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. ræðuna um hversu leiður hann væri yfir hegðun sinni. Hann var hættur í Háskólanum en stundaði partí og samkomur, ásamt fyrrum skólafélögum. Mér gekk betur í skólanum og var farið að líða vel. Ég var harðákveðin í að halda veturinn út. Siggi varð pirraður þegar hann fann hversu vel mér gekk og fetti fingur út í þann tíma sem ég notaði til að læra. Hann fór að tala um að íbúðin væri illa þrifin, þetta væri ógeðslegt heimili og annað í þessum dúr. Ég áttaði mig engan veginn á breytingunni á manninum en hélt að þetta væri minnimáttar- kennd vegna þess að mér gekk betur í náminu en honum. A sama tíma uppgötvaði ég að við áttum von á barni. Mig hafði lengi dreymt um að eign- ast barn en á þessum tíma- punkti voru tilfinningar mínar I Ieiinilislaii^id cr: Vikan - „Lífsrcynslusui’u‘% Scljuvcgur 2, 101 Rcykjavík, Nctfang: vikun@fr«cli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.