Vikan


Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 6

Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 6
Steingeröur Steinarsdóttir Myndir Baldur Bragason og Friðrik Örn María Ellingsen leikkona heiilaði marga með leik sínum í myndinni flgnesí sem byggð var á sögu flgnesar Magnúsdóttur síðustu konu sem tekín var af Iffl fyrír morð á Islandi. Örlagasaga flgnesar bessarar gáfukonu, sem steynti sfálfri sér í svo mikla ógæfu, hefur ieitað svo á hugi fólks löngu eftir dauða hennar að kona nokkur í Reyklavfk varð ffyrir hví uppúr seinna stríði að flgnes vitjaði hennar og bað hana um að hlutast til um að bau skötuhjúin, hún og Friðrík, hlytu leg í vígðri moltí. Þjóðin öli fylgdist með beirra jarðarför rúmrí öld eftir að fólkið dó. Síð- ar lék María Sólborgu í kvikmyntíinni Dómstíegi en bað var kona sem ekki síður hlaut erfíð og meinleg örlög. Sagt var að hún fylgdi Einarí Benediktssyni og margir vilja meína að hann hafi trúað bví sjálfur. Nú hefur María ráðist til atlögu við að túlka aðra konu sem ekki síður hefur skipað sér sess í hjörtum íslendinga og bað er Salka Valka, Halldórs Laxness. Hvað varð til bess að María valdí sér betta viðfangsefniP „Ég las bókina ellefu ára og þá fannst mér Halldór Laxness skilja mig voðalega vel. Enda eru ekki margar bækur skrifað- ar um stúlku sem verður kona og ég tala nú ekki um af svip- aðri næmni. Þótt ég hafi ekki upplifað sömu hörmungar og Salka kannaðist ég við margar tilfinningar hennar. Þetta að finnast maður asnalegur í lag- inu og verða yfir sig skotin í einhverjum strák sem sér mann Hugsanicga líður Siilku best eiuni ekki. Allt frá því að ég útskrif- aðist úr leiklistardeild New York háskólans hef ég haft lítið leikfélag í vasanum sem ég kalla Annað svið og tek það upp þegar ég fæ hugmynd sem ég verð að framkvæma. Salka - ástarsaga var eitt af þessum verkefnum, önnur hafa verið Svanurinn eftir Elizabeth Egloff, Beðið eftir Beckett, dagskrá úr verkum Samuels Beckett og Sjúk í ást eftir Sam Shepard. Það getur tekið mörg ár að gera draum að veruleika og ætli það séu ekki þrjú ár síðan ég byrjaði að vinna alvarlega að því að koma Sölku Völku á svið. Ég fór að vinna í að fá sýningarréttinn og afla fjár til að geta byrjað að vinna leik- gerð og undirbúningsvinnu. Ég sá strax fyrir mér að þetta ætti að vera leiksýning sem sprytti upp úr bók- inni en lifði sjálfstæðu lífi, væri sem sagt ekki bókin flutt uppi á sviði. Nú svo mátli hún heldur ekki kosta nein ósköp sem þýddi kannski að þetta þyrfti að vera pínulítil sýning. Um þetta leyti var ég að kynnast Hafnar- fjarðarleikhúsinu og sá að þar gæti slík sýning einmitt fæðst. Þar er tiltölulega takmarkandi leikhúsrými sem nær að víkka og breikka með dýrmætum hugmyndum og lítill leikara- hópur margfaldast á sviðinu eins og fyrir galdur. Ég fór því þangað með hugmyndina og var henni vel tekið og samstarf hófst. Hilmar Jónsson leikstjóri verksins og Finnur Arnar höf- undur leikmyndar unnu saman að því að gera leikgerðina. Þannig fæddist hin myndræna útfærsla verksins samhliða þeirri dramatísku og það er lyk- illinn að sýningunni. Síðan tók leikhópurinn við og fengum við að koma með okkar innlegg. Það er mjög gefandi fyrir leik- ara að taka þátt í að skapa svona sýningu ekki síst þegar svona vel tekst til. Þetta er fal- leg sýning sem sprettur upp úr magnaðri sögu og hún hefur fengið góða dóma, mikla að- sókn og áhorfendur hrifist með.“ Ekkí eftirsóknarvert að vera háð karlmanni Salka Valka er sérstæð per- sóna, hún virðist þrá sjálfstæði ofar öllu og í lok sögunnar færir hún þá rniklu fórn að senda ást- ina sína frá sér. Getur María skilið Sölku og hefði henni farist á sama veg? „Það má líta á þetta á ýmsa vegu. Arnaldur er að veslast upp í litla þorpinu og hún veit að hann þrífst ekki þar. Það er ef til vill ekki góður kostur fyrir Sölku að vera með Arnaldi þegar neistinn er slokknaður. Sumum finnst hún elska hann nóg til að leyfa honum að láta draurna sína rætast. A það ber einnig að líta að Salka er kyn- ferðislega misnotuð sem barn og hún á erfitt með að vera í nánu sambandi, kannski getur hún það ekki til lengdar? Hugs- anlega líður Sölku best einni. Hún hefur upplifað að sjá móð- ur sína háða karlmanni og sveiflast til og frá eftir því hvort hann er að koma eða fara. Kannski finnst henni það ekki eftirsóknarvert? Henni líður Vikim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.