Vikan


Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 24

Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 24
Ég var ftreytt og svöng þegar ég beygði inn í heimkeyrsluna heima. Það eina sem komst að í huganum var að losa mig við skóna og koma mér vel fyrir með mjólkurglas og samloku. Flesta daga voru krakkarnir í sex ára bekknum mínum bestu skinn, skynsöm, kát og forvitin en svo koma dagar eins og þessi. - Hlýtur að hafa eitthvað með það að gera að tunglið er fullt - hugsaði ég með mér um leið og ég gekk inn í kyrrlátt hlýlegt eldhúsið mitt. Ég var rétt búin að koma mér fyrir með kvöldmatarbakka á hnján- um fyrir framan sjónvarpið þegar dyraþjallan hringdi. Ég stundi pirruð en drattaðist til að fara til dyra. „Cable guy,“ sagði djúp karlmannsrödd þegar ég opn- aði dyrnar. Ef betur hefði staðið á kynni að vera að ég hefði kunnað að meta grínið og geislandi brosið sem blasti við mér. Hann var augljóslega hæfilega ánægður með sig. „Það er allt í lagi með sjón- varpið mitt og ég borga reikn- ingana," sagði ég og gerði mig líklega til að skella aftur hurð- inni. „Bíddu, bíddu við. Er þetta ekki númer 707 Mulberry og ert þú ekki frú Callihan?“ „Jú, þetta er númer 707 og ég er fröken Callihan en ég ‘£j þarf ekki á viðgerðarmanni að w halda, þakka þér fyrir samt. ^ 2 Og ef þú vildir hafa mig afsak- uJ b aða þá...“ | £ Svipurinn á andliti hans var | k sambland af ergelsi og ringl- £ "O un. „Mér þykir það leitt 01 §| fröken en á vinnuseðli mínum « ~ segir að frú Cornelia Callihan 2 35 hafi hringt kl. 8:10 í morgun C .ö og beðið um viðgerð. Er hún X a hér?“ „Ohhh!“ Ég greip fyrir munninn. „Cornelia býr í næsta húsi. Tengdamóðir mín ruglast stundum á húsnúmer- um.“ Enn gat ég ekki fengið sjálfa mig til að tala um hana sem fyrrum tengdamóður mína. Cornelia hafði alltaf verið mér meira móðir en tengdamóðir. „Ég bið þig af- sökunar á dónaskapnum," sagði ég. „Ég heiti Darby og er að reyna ná mér eftir hræðilega erfiðan dag. Tutt- ugu og sjö trítilóðir sex ára nemendur sáu til þess.“ „Rick Madsen, til þjónustu reiðubúinn," svaraði hann og rétti fram höndina. „Ertu viss um að þú viljir ekki að ég líti á sjónvarpið þitt fyrst ég er nú hingað kominn?" Hann brosti stríðnislega og blikið í augum hans fékk mig til að gleyma eitt andartak að Alan, eigin- maður minn til sautján ára, hafði nýlega hlaupið frá mér í fang yngri konu. „Alveg hand- viss,“ sagði ég og fann að ég eldroðnaði. Hann þóttist lyfta hatti í kveðjuskyni og tróð möppunni sinni undir hand- legginn. „Mér þykir leitt að hafa truflað yður kæra fröken en ef þér skylduð skipta um skoðun...“ Já, já, ég veit að fröken er nú ekki venjulega talið blíðu- orð en það var eitthvað við það hvernig hann sagði það sem sendi strauma niður eftir bakinu á mér. „Ég veit hvern ég á að hringja í,“ svaraði ég og hló. Ég horfði á eftir hon- um niður garðstíginn og gekk síðan brosandi inn aftur. Ég var enn brosandi þegar ég settist í sófann og teygði mig í tímarit til að fletta. Þá hringdi dyrabjallan aftur. Rick stóð fyrir utan og hann var náfölur. „Komdu fljótt," sagði hann. „Ég held að tengdamóðir þín hafi fengið hjartaáfall! Það er sjúkrabíll á leiðinni en hún spyr eftir þér.“ Ég tróð mér í skóna í skyndi. „Flýttu þér," ítrekaði hann og hljóp af stað yfir garðinn og stökk yfir grind- verkið sem skildi að lóðirnar við húsin tvö. Ég hafði ekki orðið jafn óttaslegin síðan móðir mín dó. Cornelía var ekki bara móðir fyrrum eigin- manns míns, hún var besta vinkona mín. I dyrunum sá ég hvar hún lá á sófanum. Húðin var bókstaflega grá og hún andaði ótt og títt í einhvers konar grunnum sogum. Ég greip um hönd hennar og strauk hana. „Þetta verður allt í lagi elskan. Hvar eru töflurn- ar þínar?“ Hún hristi höfðuðið veiklu- lega og ég hentist af stað og hljóp um húsið í leit að töfluglasinu. í eldhúsinu fann ég eplaköku tilbúna í ofninn en engar töflur. Á leið minni út úr svefnherberginu mínútu síðar hljóp ég beint í fangið á Rick. „I náttborðinu hennar,“ sagði hann og hljóp inn. Hann rétti mér glasið. „Pabbi var vanur að geyma sín lyf á sama stað.“ Rick kraup fyrir framan Cornelíu og talaði blíðlega við hana meðan ég tróð einni töflu upp í hana. Þegar sjúkra- bíllinn kont klifraði ég upp í hann eftir að börunum með Cornelíu hafði verið rennt inn. Þegar við keyrðum burt sá ég mér til undrunar að trukkurinn frá kapalfyrirtæk- inu elti. Honum er ekki sama. Þessi hugsun flaug í gegnum huga minn og hann þekkir hana ekki einu sinni. Alan hafði aldrei tíma fyrir neinn nema sjálfan sig, ekki einu sinni móður sína. Cornelía hafði svo sem skynjað að eitthvað var að í hjónabandi mínu og Alans en hún hafði aldrei reynt að hnýsast neitt í okkar mál. Ég hafði oft séð særindin í augum hennar þegar ég laug upp af- sökunum til að skýra van- rækslu hans gangvart henni. Hún sagði aldrei neitt en það var augljóst að hún hafði orð- ið fyrir vonbrigðum með son sinn. Og nú sat ég hér stíf á bið- stofunni og reyndi að ná valdi á tilfinningum mínum. Rick rétti mér kaffibolla. Ég starði ofan í dökkan vökvann og rifj- aði upp hlýju Cornelíu daginn sem Alan flutti út. „Komdu yfir og fáðu þér kaffi með mér,“ kallaði hún yfir garðinn. „Ég er hálf einmana." Þegar við vorum sestar í eldhúsinu 24 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.