Vikan


Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 39

Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 39
á h o l l u nt a t a r æ ð i umhirðu líkamans. Nasirnar má einnig þrífa með soðnu vatni. Þú setur einfaldlega smá vatn í lófann á þér, dregur það upp um aðra nösina og snýtir því síðan í vaskinn aftur. Svo hreinsar þú hina. Hreinsun nasanna dregur úr óþarfa slímmyndun og heldur öndunarveginum opnum. Húðburstun Oft er talað um húðina sem þriðja nýrað. Húðin losar líkamann að meðaltali við rúmt kíló af úrgangi á hverjum degi. Við getum aðstoðað við þessa hreinsun með því að þurrbursta húðina. Til eru sérstakir húðburstar í heilsubúðum. Dagleg húðburstun stinnir og fegrar húðina auk þess sem hún eykur blóðflæði og dregur úr appelsínuhúð. Ristillinn Ristillinn gegnir gífurlega mikilvægu hlutverki í hreinsun líkamans og því er nauðsynlegt að halda honum hreinum. Á trefjalitlu fæði geta sest veggir inn á ristilinn og hann þrengist, stíflast jafnvel með tímanum. Trefjar eru illmeltanleg efni úr náttúrunni sem skrapa og hreinsa ristilveggina. Munurinn á meltingu á trefjalitlum og trefjaríkum mat er gífurlegur. Það tekur trefjalítinn mat 120 til 130 klukkustundir að skila sér út í gegnum þarmana. Trefjaríkur matur er hinsvegar aðeins 20 til 30 klukkustundir í gegn. Þú gætir þurft að taka trefjar inn aukalega ef þú vilt hreinsa ristilinn almennilega. Stundum er nefnilega ekki nóg að borða bara aukið magn af trefjaríkri fæðu. Þá er mælt með physillum husk eða colon cleanser kúr sem inniheldur einnig acidophilus, náttúrulega gerla sem stuðla að eðlilegri þarmaflóru. Hér áður fyrr var stólpípa einnig notuð til að losa um fyrirstöður í ristlinum en ekki er mælt með stólpípunotkun án samráðs við lækni. Föstur Margt hefur verið sagt og skrifað um föstur. Þegar þú fastar leyfir þú meltinga- kerfinu að hvíla sig og líkaminn getur hugað að almennum viðgerðum og úthreinsun eiturefna. Aldrei fasta án vökva og aldrei ígur en í þrjá daga án samráðs við lækni eða lærðan aðila. Byrjendur ættu að fasta með því að drekka ávaxta- eða grænmetissafa. Þá er best að velja sér eina tegund af ávöxtum eða grænmeti og halda sig við hana allan tímann. Föstur í einn dag eru mjög algengar og áhrifaríkar. Ekki líta á þær sem erfiðar, það er ekkert erfitt að vera án matar í einn dag. Líttu frekar á þær sem hvíldartækifæri fyrir líkamann. Einnig er hægt að fasta og drekka bara vatn, helst soðið. I þriggja daga föstum eru fyrstu tveir dagarnir erfiðastir því þá er líkaminn að losa sig við uppsöfnuð eiturefni sem ekki hefur verið tækifæri til að hreinsa út. Þriðja daginn segja hinsvegar margir vera auðveldan, fólk er jafnvel tilbúið að halda áfram að fasta lengur. ÍTREKUN - jafnvel þótt langtímaföstur geti lagað flesta þá kvilla sem hrjá okkur er ekki mælt með þeim nema í samráði við lækni. Líkaminn hefur hæfileika til þess að gera við þá vöðvarýrnun sem fjörtíu daga fasta veldur, eftir það er skaðinn óbætanlegur að fullu. Ég minni á að föstur í einn til þrjá daga eru auðveldar, skemmtilegar og mjög gagnlegar fyrir úthreinsun líkamans. Líkamsæfingar Djúpar teygjur og sveigjur líkamans á borð við þær sem gerðar eru í jóga eru líka mjög áhrifamiklar til aðstoðar við úthreinsun líkamans. Teygjur losa um eiturefni sem eru föst djúpt í vöðvavefnum og losa um kalk, þvagsýru og önnur eiturefni sem hafa sest að í liðum líkamans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.