Vikan - 15.02.2000, Qupperneq 25
hennar hellti hún í bollana og
settist á móti mér. Hún sagði
ekki orð en hlustaði bara á
orðaflauminn í mér. Þegar ég
hafði sagt allt sem ég hafði að
segja tók hún utan um mig og
hélt mér þétt að sér þangað til
tárin voru þornuð.
Það brakaði í plastklæddri
sessunni í stólnum á biðstof-
unni þegar Rick settist við
hlið mér. „Viltu að ég hringi í
einhvern?" spurði hann. „Ein-
hvern úr fjölskyldunni.“ Ég
hristi höfðuðið. „Fyrrum eig-
inmaður minn, sonur hennar
dó ekki alls fyrir löngu ein-
hvers staðar í Kaliforníu. Ég
veit ekki einu sinni í hvaða
borg. Ég býst við að ég sé eina
fjölskyldan sem hún á.“ Og
svo án þess að gera mér strax
grein fyrir að ég hefði sagt
þetta upphátt. „Hún er besta
vinkona sem ég hef nokkurn
tíma átt.“ „Nokkurn tíma?“
spurði hann.
Ég kinkaði kolli. Það var
erfitt að viðurkenna að Alan
og ég höfðum eitt sinn verið
elskendur en aldrei vinir.
Kannski ætti ég einhvern tíma
eftir að kynnast Rick nægilega
vel til að segja honum frá svik-
um Alans. Því að við höfðum
aldrei eignast börn af því að
Alan vildi þau ekki og hann
hafði ekki getað þolað þá
staðreynd að við eldumst og
getum ekki alltaf verið ung-
lingar. Frá vítamínhrúgunum
sem hann keypti, líkamsrækt-
aræðinu og að lokum,
Michelle, sætri og indælli smá-
stelpu sem var rúmlega helm-
ingi yngri en hann. ískur í
gúmmísólum barst eftir gang-
inum og nálgaðist okkur þar
sem við sátum. An þess að
hugsa mig um greip ég hönd
Ricks og kreisti fast. Ung
hjúkrunarkona gægðist inn
um gættina og hún var bros-
andi.
„Eruð þið með frú Callih-
an?“ Spurði hún. „Já,“ hvísl-
aði ég. „Hún ekki lengur í lífs-
hættu. Ef þú ert Darby þá var
hún að spyrja um þig. Þér er
óhætt að fara inn til hennar
núna.“
Cornelía sat uppi í rúminu
þegar ég kom inn. „Darby,
elskan mín. Hvar er
þessi indæli ungi
maður sem var
með þér.“ Ég
fann hvernig ég
roðnaði. „Corn-
elía! Hann er
ekki ungi maður-
inn minn. Hann
kom til að gera við
sjónvarpið þitt.
Manstu ekki þú
baðst um hann
Annars bíður
hann hér
frammi á bið-
stofu.“
„Ég kann
mjög vel við
hann,“ sagði
hún. Brosið
á andlitinu á
henni
minnti á
svipinn á
ketti sem
komist
hefur í
rjóma og
náð að
sleikja gott
borð á skál-
ina. Síðan lok-
aði hún augun-
um, klappaði
mér á höndina og
sofnaði. Ég lokaði
hurðinni á eftir mér og
sneri mér við. Rick var
enn á biðstofunni, beið
enn frétta af konu sem
hann hafði fyrst augum
litið þennan dag. „Hvernig
líður henni?“ „Hún nær
sér alveg.“ Ég reyndi að
brosa en í staðinn fylltust
augun tárum. Rick stóð
kyrr, með hendur niður með
síðum, hálf vandræðalegur og
vissi augljóslega ekki hvað
hann ætti af sér að gera. Ég
náði í pappírsþurrku í hand-
töskunni minni og þurrkaði
augun.
„Fyrirgefðu," sagði ég. „Ég
skil ekkert í sjálfri
mér.“„Hafðu ekki
áhyggjur mín
vegna,“ sagði
hann og tók
um upp-
handlegginn
á mér. „Ég er
feginn að
henni líður
betur. Bestu vin-
konu
tínir maður ekki upp af göt-
unni.“ „Nei, það er sko rétt,“
samþykkti ég og horfði á al-
varlegt og góðlegt andlit
hans.„Ég er viss um að þú hef-
ur ekki einu sinni borðað síð-
an í hádeginu eða hvað?“
Spurði hann. „Nei, það er rétt
en að vísu hef ég ekki borðað
síðan ég borðaði morgunverð
í morgun. Ég var að vinna í
hádeginu." „Ég er nú ekki
beinlínis klæddur til að fara út
að borða,“ sagði hann og leit
niður eftir vinnusamfestingn-
um sínum, „en ef þú vilt taka
þá áhættu að vita hvort við
finnum eitthvað ætt á skyndi-
bitastað þá er ég til.“
Við fórum á ódýran matstað
nágrenni spítalans. Við
renndum matarbökkunum eft-
ir járngrindum framan við af-
greiðsluborðið og spjöllum
meðan við völdum okkur
rétti á þá. Rick dró ódýra
stálstólinn frá borðinu
fyrir mig og ég fann and-
ardrátt hans á aftan-
verðum hálsinum þeg-
ar ég settist. „Jæja, ég
gerði víst aldrei við
sjónvarpið hjá henni
tengdamóður
þinni,“ sagði hann
og brosti út að
eyrum. Hann
strauk yfir
hönd mína með
einum fingri. „Það
verður sennilega að
líta á loftnetið. Ég
ætti að koma við
seinna og athuga
hvernig sjónvarpið
sést.“ „Það ætti ekki
að skaða að líta að-
eins á tengingarnar
líka,“ samþykkti ég.
Aldrei hefði mér dottið
í hug að það ætti eftir
að rætast svo vel úr
degi sem byrjaði jafn
illa.
Vikíin 25