Vikan


Vikan - 15.02.2000, Side 48

Vikan - 15.02.2000, Side 48
Þegar hvunndagurinn er að sliga fólk og bví finnst ekkert ganga né reka í nokkru máli óska sennilega flestir sér Uess að geta magnað seið siálfum sér til f ramdráttar. Galdramenn á Vestfjörðum ristu rúnir til að fá vilja sínum framgengt og vöktu upp drauga og létu Uá taka til í húsum óvina sinna. Nútímamaðurinn hefur úr ýmsu öðru að uelja, enda tæplega kræsiiegt að standa hríðskjálf- andi úti í kirkjugarði undir mið- nættið til að afia sér í efnis í svartagaldur. Vúdú er lausnin. Þótt margur vúdúseiður krefj- ist hess að fórnað sé hænsn- um eða öðru búfé er margt bar að finna sem er snyrtilegt og iientugt til að stunda hvar sem er. Þar á meðal eru vúdúbrúð- iirnar sem gera bér kleift að ná ýmsu fram án bess að burfa að beita fortölum. Ibókabúð Máls og Menningar má nú fá tilbúin vúdúdúkku- sett með öllu tilheyr- andi. í inngangi að bókarkorni sem fylgir pakk- anum segir höfundurinn, sem kallar sig einfaldlega Vodoo Lou, að vúdú eigi jafn vel við í dag sem fyrr á öldum, ekki hvað síst í frum- skógi viðskiptalífsins. Hann býður að vísu sérstakan búnað, ýmist til notkunar heimafyrir eða á öðrum sviðum mannlífsins og telur þá sennilega að hætta sé á að sumir syndi en aðrir ■o ■o w k ro c c ö ° »s. 5 2 ■o m O) 3 e 2 ‘3 JS 5>“ s! x i. ía sökkvi hvar sem manneskjur er að finna. A dúkkunum eru merkt svæði sem best er að stinga prjóninum í eftir því hvað það er sem galdramaðurinn óskar sér að gangi eftir. Til að mynda er hægt að losna við kynferðislega áreitni yf- irmanns (eða kalla hana yfir sig) með því að stinga á ákveðinn blett. Vilji maður losna við káfið er notaður svartur prjónn en vanti manni athyglina er sá hvíti kjörinn. Reyndar á það við um allt, viljirðu losna við ákveðið ástand notarðu svörtu prjónanna en þá hvítu ef ætlunin er að kalla það yfir sig. Það er líka hægt að verða sér úti um ótak- markaðan kostnað- arreikning í nafni fyrirtæk- isins, stöðu- hækkun, einka- bílastæði og að- gang að yfir- mannaklósett- inu. Alveg bráðnauðsyn- legt er þó að útvega sér fyrst annað- hvort hlut úr eigu yfirmanns- ins eða hár af honum til að festa við dúkk- una. Pað trygg- ir að galdurinn hitti fyrir þann sem honum er beint að en æði ekki út um víðan völl eins og stundum vildi henda klaufalega galdramenn á ís- landi fyrr á tímum. Æ, þið munið þegar einhverjir mór- ar og skottur tóku upp á því að leggjast á bæi þar sem al- saklaust fólk var fyrir í stað þess að hræða fólið hann Jón á næsta bæ. Tvíkynja brúður Dúkkunni er snúið við eft- ir því hvort yfirmaðurinn er karl eða kona og nokkuð öðruvísi óskir eru skráðar á karlinn en konuna. Ætli þar gangi ekki aftur hinn vel þekkti mismunur kynjanna í stjórnunarstöðum og þess vegna búist menn við að undirmenn æski annars af konunni en karlinum. Leið- beiningabókina (Owner’s Manual) sem fylgir pakkan- um er best að kynna sér vandlega. Hún útskýrir nefnilega hvernig best sé að nota búnaðinn til að ná ár- angri. Löngum hefur í lífinu skilið þar milli feigs og ófeigs að sá sem hefur þekk- inguna og reynsluna er hæf- ari en hinn sem ekkert kann. Fylgið því leiðbeiningunum út í æsar annars er hætta á að galdurinn bregðist ykkur eða snúist upp í andhverfu sína. Það væri nú tæplega til bóta ef verið væri að reyna að kalla yfir sig kynferðis- lega áreitni fjallmyndarlegs yfirmanns að hann sýndi aldrei annað en fimbulkulda og kyndeyfð mikla. Vodoo Lou slær þann varnagla í 5. kafla bókarinn- ar að vel geti verið að ein- hver annar í fyrirtækinu verði sér úti um svipaðan búnað og þú átt og noti gegn þér. Hann rninnir á að sókn er besta vörnin og því um að gera að flýta sér að magna seið gegn sem flestum eða áður en þeir ná til þín. Hann nefnir að vísu að hafir þú grun um að ein- hver hafi ekki séð önnur úrræði en svartagaldur gegn þér þá geti nú ver- ið að eitthvað megi bæta í fram- komu þinni við samstarfsmenn og hugsanlega væri hægt að forðast álögin með því að bæta framkom- una. Slíku bölsýn- ishjali er óþarfi að veita athygli og best að hella sér frekar út í að safna hárlokk- um og magna seið gegn öll- um samstarfsmönnum sín- um. Gangi ykkur vel. 48 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.