Vikan - 15.02.2000, Síða 46
mig. Þú ert ekki að tala við
hann núna. Þú ert að tala
við mig.“
Karlinn starði á hana.
Betty varð óstyrk. Henni
fannst karlinn afklæða sig
með augunum.
„Ég verð víst að koma
með þér upp,“ sagði hann
svo. „Kannski áttu eitthvað í
ísskápnum sem er nothæft í
hitanum?“
Betty snerist á hæl og
hraðaði sér upp aftur. Það
var ekki ólíklegt að karl-
skrattinn væri sjálfur
„Kyrkjarinn“. Alla vega var
vissara að passa sig á hon-
um.
Um kvöldið var dyrabjöll-
unni hjá henni hringt.
Þar var Felix á ferð. Hann
hélt á rafmagnsviftu undir
hendinni.
Betty opnaði ekki fyrir
honum, heldur bað hann að
setja viftuna við dyrnar og
fara.
Hann gerði það sem hún
bað um.
Betty svaf hræðilega illa
um nóttina og var lurkum
lamin þegar hún vaknaði um
morguninn. Hitinn var jafn-
vel enn meiri en áður og
hún hafði enga ró í sínum
beinum.
Sylvia Brown hringdi aft-
ur.
Hún talaði ekki um neitt
annað en „Kyrkjarann“.
Fjallaði í löngu máli um
„starfshætti" hans. Það voru
miðstéttarkonur sem hann
sóttist eftir. Ekki gleðikonur
eins og margir hans líkar
skeyttu skapi sínu á.
Betty fór að hata Sylviu
Brown.
Það var eins og hitinn
gerði henni ómögulegt að
hugsa heila hugsun. Hún
fann það á sér að ráðist yrði
á hana áður en Mark, mað-
urinn hennar, kæmi aftur
heim frá New York. Hún
fann það einfaldlega á sér.
Næstu nótt vaknaði Betty
við þrusk í svefnherberginu.
I fyrstu varð hún stíf af
ótta en síðan tókst henni að
teygja skjálfandi hendur sín-
ar að náttlampanum og
kveikja.
Mark var kominn.
Betty varð næstum viti
sínu fjær af ótta og það leið
góð stund áður en hún gat
sagt nokkuð.
Mark stóð á miðju gólfinu
og Betty sá ekki betur en að
hann væri glottandi.
„Ég gleymdi skjölum, sem
ég þarf nauðsynlega á að
halda á fundinum á morgun.
Verst að ég skyldi vekja þig
... ég komst ekki hjá því að
skreppa heim og sækja
pappírana ... ég þarf að fara
strax aftur.“
Betty fann með það sama
að Mark var ekki eins og
hann átti að sér.
Og hún vissi hvað það var.
„... þú ert „Kyrkjarinn",
stundi hún. „Þú ætlar að
drepa mig.“
Mark horfði á hana og gat
ekki leynt undrun sinni.
„Hvað? ... ég ...- Kyrkjar-
inn“?
„Já, og þú ætlar að drepa
mig!“
„Heyrðu mig nú!“
„KOMDUÞÉRÚT-
KOMDU ÞÉR í BURTU!“
Mark andvarpaði. Síðan
sagði hann rólega. „Sylvia
Brown hringdi til mín í New
York. Hún sagði að það
gengi eitthvað að þér. Þú
værir stöðugt skelfingu lost-
in.“
„Sylvia Brown ...? en ...?“
Mark gekk til hennar og
tók utan um hana. Hún var
rennblaut af svita.
„Astin mín,“ sagði hann.
„Ef þú vilt skal ég vera
heima. Ég kem mér hjá því
að fara aftur.“
Allt í einu varð hún róleg.
Hún sá sjálf á hvaða villi-
götum hún var.
„Ég er asni,“ sagði hún og
hló við.
Og hún var ofurgóð við
Mark það sem eftir var næt-
urinnar.
Morguninn eftir hélt hann
aftur til New York.
Betty var í miklu betra
jafnvægi en áður. í útvarp-
inu var greint frá því að
hitabylgjan væri að ganga
yfir. Hún fór í innkaupaferð
í búðina, ákveðin að halda
Mark veislu þegar hann
kæmi heim daginn eftir.
Þegar hún kom heim aftur
tók hún til í íbúðinni. Allt
átti að vera fínt og fágað
þegar Mark kæmi. Hún
hlakkaði sannarlega til
þeirrar stundar.
Þá var dyrabjöllunni
hringt.
„Hver er þar?“ kallaði
hún, án þess að opna hurð-
ina.
„Ég er að koma með
motturnar, frú,“ sagði rödd
að utan.
Hún opnaði hurðina og
úti fyrir stóð stóri maðurinn
sem sótti motturnar. Hann
hélt á þeim í fanginu.
„Komdu með þær inn,“
sagði hún brosandi.
Hann brosti á móti og
kom inn fyrir. „Hvar viltu að
ég láti þær?“
Hún benti á stofuna.
Þar lagði hann motturnar
frá sér.
„Og fyrirgefðu hvernig ég
hagaði mér þegar þú komst
að sækja þær,“ sagði hún.
„Ég var slæm á taugum. Ég
var búin að lesa svo mikið
og heyra talað um þennan
„Kyrkjara“„.
Hann horfði á hana. Aug-
un í honum voru vatnsblá og
það var undarlegur glampi í
þeim.
Hún tók allt í einu eftir
höndunum á honum.
Þær teygðu sig í átt til
hennar.
Önnur krumlan læstist um
hálsinn á henni en með
hinni renndi hann niður
rennilásnum á buxunum sín-
um.
Betty reyndi að æpa.
En að þessu sinni varð
hún of sein. Alltof sein.
46 Vikan