Vikan


Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 63

Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 63
 eftir dr. Peter J. D’Adamo. Bókin kynnir skýrt og einfalt lífsmynstur sem allir geta farið eftir. I henni er unnið út frá þeim forsendum að ekki ættu allir að neyta sömu fæðu eða stunda sömu æfingar þar sem mismunandi sé milli blóðflokka hvaða fæðu við nýtum vel og hvernig lík- amar okkar vinni úr álagi. Höfundur bókarinnar hefur varið síðastliðnum fimmtán árum í að rannsaka tengsl milli blóðflokka, fæðu og sjúkdóma. I Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk er m.a. farið í hvaða vítamín og bætiefni ætti að leggja áherslu á eða forðast, hvers konar æfing- armáti henti viðkomandi best og hvaða fæða, te og krydd hjálpi þeim sem eru í þínum blóðflokki að viðhalda heil- brigði og kjörþyngd. Einnig er farið í hvernig hægt sé að forðast al- gengar veirur og sýkingar. Fróð- leg og áhugaverð lesning. Spá Vikunnar Hrúturínn 21. mars - 20. apríl Febrúar er að þróast út í einhvers konar ævintýramánuð hjá þér og þú ert ekki alveg viss um hvað muni gerast næst. Ekki hafa áhyggjur af þróuninni, málin fara að skýr- ast. Nautið 21.april-21.maí Forsjónin færir þér fórnir þessa dagana og þú hefur unnið fyrir þeim. Þetta er góður tími til að taka próf og afdrifaríkar ákvarðanir, hugur þinn er skýr og þú hugsar rökrétt. Tuíburinn 22. mai-21.júní Eitthvað er sálin loksins á upp- leið, eftir langa mæðu. Notaðu tækifærið og ýttu aðeins undir „bossann" á henni, farðu út að skemmta þér og dekraðu við þig, þá lagast þetta fyrr og betur. Krabbinn 22. júní - 23. júlí Þú ert enn að reyna að halda þig við góðu fyrirheitin en það virðist vera að slakna á taumnum hjá þér. Þú ert nautnabelg- ur að eðlisfari og verður að vera svolítið fastur fyrir ef þú átt ekki að missa sjónar af tak- markinu. Ljónið 24. júli - 23. ágúst Mörg Ijón eru ástfangin um þess- ar mundir og hugsa ekki um margt annað. Þau sem eru það ættu að njóta þess vel fyrri part mánaðarins því nú fer að herða á stress- inu og þá er ekki víst að tími gefist til að lifa í rósrauðum bjarma lengur. 4; Meyjan 24. ágúst - 23. september Heilsan hefur ekki verið upp á það besta undanfarið en nú fer hún að lagast. Þér finnst þú hafa dregist afturúr með eitt- hvað, en þú muntfá óvænta hjálp sem fleytir þér yfir mestu annirnar. _ UoBln flll 24. september - 23. október Fjármálin eru að taka betri stefnu en þau hafa haft hingað til. Þú ert að ná áttum eftir hvirfilbyl sem þú hefur verið í undanfarið og lífið er allt að færast í betra horf. Láttu þig samt ekki dreyma um hvíld alveg strax. Xmo Sporðdrekinn 24. október - 22. nóvember Þú ert í kennsluhlutverki þessa dagana og það er litið upp til þín. Þú lærir mest af því sjálfur og þessi staða eykur sjálfs- traust þitt. Mundu að sýna þolinmæði, þú átt nóg til af henni þegar þú þarft á henni að halda. 46 Bogamaðurinn 23. nóvember - 21. desember Þú ert loksins að lenda eftir mik- ið flug undanfarið. Þú þarfnast hvíldar og ættir að reyna að njóta hennar heima hjá þér. Það er ekki víst að þú fáir langan frið því vinir þínir eða félagar þarfnast baráttuþreks þíns. Steingeitin 22. desember - 20. janúar Vinir og ættingjar eiga eftir að koma þér á óvart á næstunni, þér til mikillar ánægju. Nú er tækifærið til að treysta böndin við makann því sambandið milli ykkar er gott núna og það er auðvelt að tala saman. Vatnsberinn 21.janúar-19.febrúar Sumir vatnsberar hafa gengið í gegnum ótrúlegar breytingar á síðastliðnum mánuði og vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þú verður að gefa þér tíma til að hugsa þótt þér finnst þú eiga mjög annríkt. Þú þarfn- ast skipulags. Fiskarnir 20. febrúar - 20. mars Hraði og stress einkennir lífið núna og þér finnst þú vera í endalausu kapp- hlaupi. Þú ert alveg að koma í mark svo þú mátt gefa svolítið í á lokasprettinum ef þú átt ennþá orku. Það fer að rofa til bráðum og þú færð bráðum tíma til að lifa eins og hinir. Amtsbókasafnið á Akureyri llllllllllllllllllllll 03 591 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.