Vikan


Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 29

Vikan - 15.02.2000, Blaðsíða 29
Ofsótti mig lengi eftir að við hættum saman Samband mitt við þennan dreng entist ekki mjög lengi. Við áttum illa skap saman og ég fann að ég var ekki nógu hrifin af honum til að þola álagið sem fylgdi samskiptum við hann. Ég varð fyrir miklu áfalli þegar ég uppgötvaði að þrátt fyrir að sambandi okkar væri lokið var ég ekki laus við sjúku stúlkuna sem elti hann. Mér barst bréf sem var uppfullt af ruglingslegu slúðri um samband okkar og sterklega gefið í skyn að kyn- ferðissamband okkar hefði ver- ið mjög óeðlilegt. Ég varð svo miður mín að ég reif bréfið í tætlur og brenndi það. Seinna komst ég að því að það hefði ég alls ekki átt að gera. Símtölin héldu einnig áfram en mamma og pabbi kærðu og þá linnti lát- unum um hríð. Nokkru seinna kynntist ég manninum mínum og við fórum að búa saman. I nærri tvö ár hafði ég fengið algjöran frið og var mjög ánægð með líf mitt þegar annað bréf barst eins og þruma úr heiðskíru lofti. í þetta sinn hafði ég vit á því að halda því til haga þótt mér brygði mjög mikið. Ég var nýbúin að eignast barn sem var mikið veikt um þessar mundir og barðist í raun fyrir lífi sínu. í bréfinu var gefið í skyn að þessi fyrrverandi kærasti minn ætti barnið og það væri getið í fram- hjáhaldi. Sömuleiðis var mér tilkynnt að dæi barnið mitt væri það ekki meira en ég ætti skilið fyrir að svipta bréfritara lífs- hamingjunni. Hún sagði einnig að hún hefði orðið ófrísk eftir þennan fyrrverandi kærasta okkar beggja og verið neydd til að eyða fóstrinu. Léti guð barn- ið mitt deyja sýndi það réttlæti hans. Maðurinn minn varð öskureið- ur þegar hann las þetta bréf og sama kvöld byrjuðu símhring- ingar heim til okkar. Ef hann svaraði í símann var skellt á en svaraði ég voru heitingarnar úr bréfinu endurteknar. Við hringdum á lögregluna og stúlk- an var handtekin og sleppt aft- ur eftir örskamma stund. Móðir hennar hafði farið niður á lög- reglustöð og sagt að hún mundi taka ábyrgð á henni. Geðsjúkur einstaklingur á auðvitað ekki heima í fangelsi en þegar hún birtist í bíl fyrir utan húsið hjá okkur nokkrum mínútum síðar var okkur nóg boðið. Neyddi loreldrana til að leggja hana inn Ég gat ekki þolað þessa tauga- spennu. Barnið mitt lá dauð- veikt uppi á spítala og ég á stöðugum hlaupum milli sjúkra- hússins og heimilisins. Hatur þessarar stúlku á mér virtist auk þess svo mikið að ég gat trúað henni til hvers sem var. Við hringdum aftur á lögreglu og kröfðumst þess að þeir sæju til þess að hún yrði lögð inn á sjúkrahús. Ef það yrði ekki gert myndum við kæra hana og láta setja hana í fangelsi. Þetta varð til þess að foreldrar hennar létu svipta hana sjálfræði og leggja inn. Barnið mitt náði heilsu og ég fékk það heim nokkrum vikum seinna. Manninum mínum bauðst góð staða úti á landi og við fluttum þangað um tíma. Árin okkar þar voru yndisleg og við fengum frið til að njóta lífsins. Við fluttum aftur í bæinn fyrir nokkrum árum síðan og ég hef nokkrum sinnum mætt þessari stúlku á götu. í hvert sinn lít ég fast á hana en hún þorir lítið að hafa sig í frammi. Yfirleitt lætur hún sem hún þekki mig ekki en það hefur komið fyrir að hún hafi hrækt í áttina til mín. Einu sinni var ég með börnin mín þrjú og hún tók þá til að flissa á þennan andstyggilega hátt. Þetta er nánast hljóðlaust hvískur og hún hristist öll og munnvatnið frussast út úr henni. Ég flýtti mér burtu enda losna ég aldrei fyllilega við óttann þegar ég sé hana. Hún er að mínu mati gjörsam- lega óútreiknanleg. Fyrrverandi kærasta okkar ofsækir hún enn og hefur sent honum bréf og tölvupóst til útlanda þar sem hann býr nú. Hann er þó hættur að láta hana komast upp með það og kærir í hvert skipti sem Ég flýttí mér burtu enda losna ég aldreí fyllilega uið óttann begarég sé hana. hún gerir eitthvað. Ég vorkenni þessari stúlku innilega að vera haldin alvarlegum sjúkdómi. Dómgreind hennar er sennilega engin en undarlegt að foreldrar hennar skuli ekki hafa tekið eftir því sem hún var að gera né getað haft betri stjórn á henni. En þótt hún sé vissulega veik á enginn að komast upp með að ofsækja aðra og gera líf þeirra nánast óbærilegt. Þjóðfélagið þarf að skapa leiðir til að bregðast við þegar svona gerist því flestir hika við að láta dæma veika manneskju í fangelsi. Lesandi segir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Ileiiiiilisíun}>ið er: Vikan - „Lífereynslusaga‘% Seljavcgur 2, 101 Revkjavík. Nelfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.