Vikan


Vikan - 15.02.2000, Qupperneq 28

Vikan - 15.02.2000, Qupperneq 28
flriðsem eg útskrilaðist úr menntaskóla varð ég skotin í skolafelaga mínum og við fór- um að vera saman. Fljotlega varð ég vör við það að síminn heima hjá honum hringdi hvenær sem var sólarhringsins og hann varð alltaf jafn miður sín hegar hetta gerðist. Ég spurði hann oft hvað að væri en hann vildi lítið segja mér. Dag nokkurn var ég ein heima hjá mér og síminn hringdi. Ég lyfti upp tólinu og sagði glað- lega; „Góðan daginn hetta er Dísa.“ Andstyggileg hás rödd hvæsti á mig: „Hóra“. Mér brá heiftalega en ég spurði strax hver betta væri. Eina svarið sem ég fékk var hlátur eða ekki beinlínis hlátur heldur lágt óhugnanlegt fliss. Mér rann kalt vatn milli skinns og hör- unds og ég henti símtólinu á tækið aftur. Allan þennan eftirmiðdag hringdi síminn aftur og aftur. í hvert sinn sem ég lyfti tólinu heyrðist sama andstyggilega röddin. Ég var kölluð öllum illum nöfnum og sökuð um að hafa stolið manninum sem stelpan sem átti röddina elskaði. Pegar mamma kom loks heim var ég orðin svo hrædd að ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að svara símanum. Ég gat varla sagt henni hvað hafði gengið á því ég grét svo mikið. Mamma hringdi strax á lögreglu og okkur var ráðlagt að biðja landsímann að rekja símtalið. Við gerðum und- ireins ráðstafanir til þess en þegar ég sagði kærasta mínum frá þessu um kvöldið varð hann hnugginn í bragði. Hann sagði það óþarfi að rekja símtölin hann vissi vel hver væri að hringja. Þegar hann var fimmtán ára gamall hafði hann um tíma verið með bekkjarsyst- ur sinni. Hún var ósköp feimin og hlédræg og honum þótti mjög vænt um hana. Þau höfðu ekki verið saman lengi þegar hann fór að taka eftir því að hún var ekki eins og fólk er flest. Það greip hana einhvers konar þráhyggja gagnvart ýms- um hlutum, meðal annars borð- aði hún hamborgara látlaust í öll mál í þrjár vikur af því þeir voru svo góðir, eins keypti hún gjarnan geisladiska og hlustaði á sama lagið aftur og aftur en aðeins þetta eina lag mátti spila. Hann hafði þurft að horfa á þessa vinkonu sína verða veikari og veikari og að lokum lagðist hún inn á geðsjúkrahús. Hann sagði henni aldrei bein- línis upp heldur hætti einfald- lega að hafa samband við hana. Foreldrarnir vildu ekkert gera Hugsanlega má segja að það hafi ekki verið mjög göfug- mannlegt eða lýst miklu hug- Andstyggileg liás rödd huæsti á mig: „Hóra“. rekki en þessi kærasti minn var mjög ungur og var í raun feginn að vera laus und- an sambandi sem íþyngdi hon- um orðið meira en lítið. Börn og unglingar skirrast oft við að taka ábyrgð en sú staðreynd að hann hafði aldrei slitið sam- bandi þeirra með beinum orð- um var stúlkunni tilefni til að trúa að það stæði enn. Árum saman hafði hún hringt í hann á nóttu sem degi ef hún var ekki inni á sjúkrahúsi og ef hann sýndi einhverjum stúlkum áhuga fengu þær sömu með- ferð. Oft elti hún hann dögum saman og birtist hvar sem hann var á ferð opinberlega, inni á kaffi- húsum, í bíó eða á skemmti- stað. Hún reyndi stundum að nálgast hann og oftast á þann hátt að hún lét sem hún rækist á hann fyrir algjöra tilviljun, oftar sat hún þó einhvers staðar álengdar og þrástarði á hann án þess að segja orð. Ef hann stóð upp og reyndi að nálgast hana forðaði hún sér í felur og birtist svo aft- ur litlu seinna. Hann var að vonum óskaplega þreyttur á þessum ofsóknum og hafði margrætt þetta við foreldra hennar. Sömuleiðis uar mér tilkynnt að dæi barnið mitt uærí bað ekki meira en ég ætti skilið fyrir að suipta bréfrítara lífshamingjunni. Þau lofuðu í hvert sinn að tala við dóttur sína og sjá til þess að hún léti að minnsta kosti sím- ann í friði. Hugsanlega hafa þau eitthvað reynt en dóttirin sá alltaf við þeim því ofsóknunum létti ekki hið minnsta þrátt fyrir þetta. Kærastinn minn sagðist einnig hafa það á tilfinningunni að foreldrunum þætti þau nóg óþægindi hafa af þessari dóttur sinni og það færi einfaldlega í taugarnar á þeim að hann væri að kvarta. Hún væri frjáls ferða sinna eins og aðrir og hann væri að gera úlfalda úr mýflugu með því að gera eitthvert mál út úr því þótt þau hittust af og til. Pabbi hans hafði haft samband við lögfræðing og það eina sem þau gátu gert var að kæra hana fyrir símaónæði. í hegningar- lögunum var ákvæði um nálg- unarbann en það er sjaldan hægt að beita því vegna þess að sýna þarf fram á að ein mann- eskja sé raunverulega að elta og ofsækja hina. Sömuleiðis fannst kærasta mínum fulllangt gengið að draga geðsjúka stúlku í gegnum réttarkerfið og vildi í lengstu lög reyna að leysa málið á annan veg. Oft liðu líka mán- uðir sem sæmileg- ur friður ríkti því þá var hún annað hvort á spítala eða það góð að hún þráhyggjan lét hana 28 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.