Vikan


Vikan - 09.05.2000, Qupperneq 20

Vikan - 09.05.2000, Qupperneq 20
Uinningshafar Vikunnar og Gesthúsa í sælu á Suðurlandi Það uar í raun vinkona Elínar Grímsdónur, Helga Björk, sem hreppti verðlaunaferðina í Sælu á Suðurlandi í mars, en bar sem Elín og eiginmaður hennar, Jón Bjarni Gunnarsson, áttu 12 ára brúðkaupsafmæli um lietta leyti gaf Helga Björk Elínu ferðina. Þetta reyndist hin mesta ævintýraferð og við gefum Elínu orðið: „Þetta var alveg stór- skemmtilegt og ólíkt öllu því sem við höfðum fram að þessu upplifað. Við fórum af stað á föstudegi og vorum komin um klukkan átta á Sel- foss þar sem var tekið með eindæmum vel á móti okkur. Við treystum okkur ekki í pottinn þetta kvöld þar sem það var svakalega kalt, en okkur var þess í stað boðið inn í húsið þar sem beið eftir okkur ostabakki og rauðvín ásamt glæsilegri gjöf frá Kaupfélagi Árnesinga en það var myndarleg ofnskál með stálbakka undir til að bera fram í. Skemmtileg, lítil hús og morgunmaturinn í ís- skápnum. Okkur leið vel í húsinu. Þetta eru lítil en mjög skemmtileg hús og aðbúnað- urinn einstaklega góður. Morgunmat- urinn var skilinn eft- ir handa okkur í ís- skápnum svo við gátum sofið eins og við vildum og feng- ið okkur morgun- verð þegar okkur hentaði. Við vöknuðum samt fremur snemma á laugar- dagsmorguninn og fórum í gönguferð, en áttum svo stefnumót um eittleytið við Jóhönnu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra Gesthúsa, sem er sérlega indæl kona. Ævintýri, meðal annars á hundasleða. Svo hófust ævintýri dagsins. Við fórum fyrst í snjósleða- ferð, við keyrðum sj álf og það var svakalega gaman því hvorugt okkar hafði nokkurn tíma gert það áður. Það var farið upp á Hellisheiði, á gamla veginn sem er skemmtilega varðaður. Veð- urguðirnir léku við okkur og þetta var mjög gaman. Síðan vorum við látin fara yfir göt- una en þar biðu okkar hunda- sleðar sem grænlenskir hund- ar voru spenntir fyrir. Þetta var alveg frábært, það eru ekki margir íslendingar sem hafa prófað að ferðast með hundasleðum. Það var mjög sérstök upplifun. Svo var farið í ferðamanna- fjósið á Laugabökkum. Þar er afar hresst fólk sem lét okk- ur dansa kántrýdans með hatta og allt saman. Það er bar hjá þeim og þar eru stund- um haldnir dansleikir og við fengum að smakka mjög ný- stárlegan drykk, viskíbland- aða mjólk, undarlegt en ekki vont. Það var mjög gaman að koma þarna. Þvílíkt kúasafn sem þau eiga! Styttur, mynd- ir og fleira, alveg stórgaman að skoða þetta! Eftir þetta var farið heim á Gesthús og í pottinn og það var ósköp notalegt og alveg nýtt fyrir okkur. Að því loknu var farið í Betri stofuna á Hótel Selfossi um klukkan hálfníu. Þar var mjög góður matur og góð þjónusta. Þetta er huggulegur staður þar sem manni líður vel. Eftir þetta vel heppnaða kvöld gengum við heim á Gesthús og þegar við vöknuðum kvöddum við Selfoss með því að fá okkur góðan göngutúr og skoða bæ- inn. Við nutum þess alveg í botn að vera þarna þessa helgi og þökkum öllum þeim sem stóðu að þessu innilega fyrir okkur!“ 20 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.