Vikan


Vikan - 09.05.2000, Qupperneq 22

Vikan - 09.05.2000, Qupperneq 22
Valkypjur á venðbpefamankaðnum Karlmaður um brítugt með snyrtí- lega stuttklippt hár, vel rakaður, íklæddur gráum jakkafötum og blárri skyrtu. Þessi starfar örugg- lega á fjármálamarkaðnum, við giskum á að hann sé verðbréfamiðl- ari. En bó að fjármálaheimurinn sé uppfullur af ungum karlmönnum í bláum skyrtum, bá leynast bar líka konur sem standa sig ekkí síður uel í hinum harða heimí viðskiptanna. Eftir lauslega athugun kom í Ijós að í stærstu fjármálafyrirtækum lands- ins er kynjaskiptingin nokkuð jöfn. Reyndar hafa karlmennirnir uinníng- inn á sjálfu „gólfinu" bar sem verð- bréfaviðskiptín fara fram en kon- urnar eru frekar í bakuinnslunni eða öðrum tengdum störfum. Þróunin hefur verið mjög ör á undanförnum árum og bví má gera ráð fyrír að konurnar verði orðnar f jölmennari á gólfinu innan fárra ára. Stjórnar Guðrún Inga Ingólfsdóttir er tuttugu og sjö ára og stjórnar lífeyríssjóðnum Einingu með glæsibrag. Hún lætur bað ekki halda vöku fyrir sér á nóttunni bótt hún beri ábyrgð á meira en sex milljörðum króna og hún hvetur kon- ur eindregið til að hasla sér völl á f jármálamark- aðnum. Guörún Inga var ekki há í loft- inu þegar hún fann sitt áhuga- svið. Þegar hún fékk fyrstu launin fyrir blaðburð fór hún beint í banka til að kaupa sér spariskírteini í stað þess að kaupa sælgæti eða leikföng einsog margirgætu búistvið af niu ára gömlu barni. Fjármála- heimurinn heillaði hana og sautján ára var hún harðákveðin í að leggja hagfræðina fyrir sig. Blaðamanni fannst það liggja í augum uppi að Guðrún Inga hefði valið Verslunar- skóla íslands en svo reyndist ekki vera. „Ég ákvað að fara í Menntaskólann við Hamrahlíð því mér fannst hann veita mér ákveðið frelsi. Ég vissi hvað ég vildi og fór því á félagsfræðibraut. Þar gat ég valið fög sem mér fannst skemmtileg og áhugaverð, en ég blandaði saman hagfræði, félags- fræði og stærðfræði og sú samsetn- ing kom vel út fyrir mig. Hagfræðin er svona skemmtileg blanda af pen- ingafræðum, stærðfræði og ekki síst mannlegum þátturn." Að stúdents- sex milijarða sjóði prófi loknu skráði hún sig í hagfræði við Háskóla íslands og lauk prófi það- an árið 1996. „Mér fannst hagfræðin mjög spennandi og skemmtilegt fag. Á meðan ég var í Háskólanum var ég líka á fullu í félagsstörfum, var með- al annars formaður félags hagfræði- nema og í stúdentapólitíkinni. Draumurinn var að fara út og læra frönsku í eitt ár að náminu loknu en svo réð ég mig á Hagfræðistofnun strax eftir útskrift þannig að ekkert varð af frönskunáminu í það skiptið. Ég starfaði þar í eitt ár en ég ætlaði alltaf í meira nám og fór að svipast um eftir skólum erlendis. Ég fann spennandi nám, í alþjóðlegum fjár- málum og hagfræði, í Brandeis há- skóla sem er rétt fyrir utan Boston og sótti eingöngu um að komast inn í þennan eina skóla. Sem betur fer komst ég inn í fyrstu tilraun og ég fór utan haustið 1997. Námið var eins og sniðið fyrir mitt áhugasvið. Þarna sameinaðist allt það sem mig lang- aði til að læra. Hluti af náminu fólst í að fara eina önn sem skiptinemi til annarra landa. Frakklandsdraumur minn rættist þarna og ég fór til Parí- ar í hálft ár og var viö nám við fransk- an viðskiptaháskóla. Ég útskrifaðist vorið 1999 með mastersgráðu í al- þjóðlegum fjármálum og hagfræði og þá bauðst mér að taka við starfi fram- kvæmdastjóra Einingar. Ég hafði líka fengið starfstilboð úti en á þessum tímapuntki fannst mér meira spenn- andi aö koma heim, starfa hérlendis og taka við þessu starfi. Ég stefni á að Ijúka doktorsnámi seinna í fjár- málum jafnvel þó það verði ekki fyrr en um fimmtugt.“ Hræðist ekki ábyrgðina Hvernig metur þú stöðuna á fjár- málamarkaðnum í dag? „Mér fannst íslenskur fjármála- markaður breytast gífurlega mikið á þessum stutta tíma sem ég var úti við nám. Þegar ég var að fara út fannst mér ekki mikið af spennnandi tæki- færum hérlendis en ég kom heim í allt annað umhverfi. Breytingarnar sem 22 Vikan Texti: Margrét V. Heigadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.