Vikan


Vikan - 09.05.2000, Qupperneq 59

Vikan - 09.05.2000, Qupperneq 59
Þolinmæði er oft eina aðferð- in sem dugar á matvönd og lyst- arlítil börn en munið bara að taka einn dag í einu og fagna litlum áfangasigrum. Þú veist að þú ert á réttri leið þegar allri fjölskyld- unni er farið að líða betur við matarborðið og barnið er farið að borða fleiri fæðutegundir og jafnvel einhvern hluta af matnum sem þú settir á diskinn. Mat- vendni eldist af börnum en þang- að til hún hverfur er nauðsynlegt að velta barninu ekki upp úr ástandinu. Það er frekar neikvætt að barnið fái athygli út á það að borða ekki þetta eða hitt. Það getur verið gott að hafa fáar en skýrar reglur í kringum matmáls- tímana, eins og t.d. að allir verði að smakka á matnum og gætið þess að hafa ekki uppáhalds- morgunkornið sem varaskeifu ef barnið vill ekki matinn. Ef barn- ið veit að það fær eitthvað góm- sætt að borða ef það borðar ekki það sem er á boðstólnum, þá get- ur þú gengið út frá því sem vísu að það fúlsar við matnum á disk- inum fyrir framan sig. Öll börn þurfa kalk og ættu aö drekka um tvö mjólk- urglös á dag eöa hálfan lítra af einhverjum mjólkurvör- um. Ef barniö vill ekki drekka mjólk ættir þú aö prófa aö gefa því jógúrt eöa annan bragðmeiri mjólkurmat. Gættu þess samt vel að barnið drekki ekki of mikla mjólk því hún er mjög saösöm og eftir að það er búið að þamba tvö glös viö matarborðið er hætt við að það missi mat- arlystina. Sojamjólk er góður kostur fyrir þau börn sem ekki mega eða vilja drekka mjólk. Hún uppfyllir kalk- þörf barna og hana má fá í betri matvöruverslunum og í heilsubúðum. Ostur Ostur er líka mjög kalkauðugur og börn þurfa að borða um 20 grömm af osti daglega sem samsvarar tveimur þunnum ostasneiðum. Brauð Böm á aidrinum 1 -3 ára ættu að borða um 125 grömm af brauði daglega. Það eru tvær litlar brauðsneiðar. Eldri börn þurfa að bæta við einni brauðsneið til viðbótar. Börn eiga helst að borða grófkornabrauð og rúgbrauð. Ef þau vilja ekki brauð má gefa þeim hafragraut. Einn desílítri af haframjöli gefur þeim sömu næringu og þetta til- tekna magn af grófu brauði. Kartötlur Ungbörn þurfa eina meðalstóra kartöflu á dag eða 75 grömm. Börn á aldrinum 4-6 ára þurfa 100 grömm á dag. I staðinn fyrir kartöflur má gefa þeim hrísgrjón, pasta eða brauð en kartöflur eru sérlega G-vítamínrík- ar og því hafa þær ákveðið forskot á fyrrnefnda fæðu- flokka. Grænmeti Börn á aldrinum 1-3 ára þurfa 75 grömm af græn- meti á degi hverjum en eldri börn um 100 grömm. Best er að gufusjóða grænmeti fyrir ungbörn en með slíkri suðu tapar grænmetið síður næringarefnunum. Þegar börnin eldast fara þau kannski að fitja upp á trýnið yfir hráu grænmeti en þá er upplagt að skera það niður í litla bita og framreiða það eins og snakk. Ef það er alltaf salatskál á matarborðinu venjast þau því fljótt að fá sér grænmeti. Foreldrar ættu iíka að horfa fram hjá því, a.m.k. tímabundið þegar börnin veiða uppáhaldsgræn- metið upp úr skálinni. Ávextir Hálft epli, hálf appelsína eða þrjú jarðarber eru næg- ur dagsskammtur fyrir barn á aldrinum 1 -3 ára en það þarfnast 50 gramma af ávöxtum. Kiöt Undir þennan flokk falla fiskur, fuglakjöt, rautt kjöt og innmatur. Smábörn þurfa 50 grömm á dag en 4-6 ára, um 80 grömm. Fiskur hefur það fram yfir kjötið að vera sérlega D-vítamínríkurog innmaturinn A-vítamín og járn- ríkur. Fiskur ætti að vera á matardiski ungra barna a.m.k. þrisvar í viku og innmatur a.m.k. einu sinni í viku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.