Vikan


Vikan - 09.05.2000, Síða 63

Vikan - 09.05.2000, Síða 63
Mamman Spá Vikunnar Hrúturinn 21. mars - 20. apríl Það er engu líkara en að þú sért að finna eitthvað nýtt í sjáifri (sjálfum) þér. Þú ert að uppgötva nýja hæfileika sem þú ættir að þroska með þér. Nautið 21. apríl - 21. maí Þú ert upptekin(n) af einhverju nýju í lífi þínu, hugsanlega einstaklingi af hinu kyn- inu. Láttu þetta ekki verða að þráhyggju, gakktu hreint til verks og fáðu botn í það hvort viðkom- andi er þess virði að eyða kröftum í hann. Tvíburinn 22. maí - 21. júní Hugarflug þitt og sköpunargáfa eru upp á sitt besta núna og þú ættir endilega að nýta það til þess að hressa upp á útlitið. Þú hefur vanrækt sjálfa(n) þig undanfarið andlega eða líkamlega. Vogín 24. september - 23. október Það er erfitt að segja hvort þessi vika verð- ur góð eða erfið fyrir Vogina. Hún gæti orð- ið hvort tveggja. Þú ert nefnilega að plægja akur sem á eftir að skila mikilli uppskeru. Sporðdrekinn 24. október - 22. nóvember Það er komin þreyta í þig eftir langt tilfinn ingalegt streitutímabil. Hafðu engar áhyggj ur af því. Fleygðu þér bara á koddann og sofðu eins og þú þarft. Bogmaðurinn 23. nóvember - 21. desember Orka þín smitar út frá sér og þér finnst þú vera í góðum félagsskap núna. Það fer að koma að því að þú þarfnist hvíldar, farðu að huga að fríinu. t mC. áb Krabbmn 22. júní - 23. júlí Það er eins og skapið sé ekki í stíl við kringumstæðurnar hjá þér. Vertu ekki að erfa óheppileg orð frá vinum og kunningj- um. Reyndu að sjá björtu hliðarnar á samskiptum þín- um við aðra. Steingeítin 22. desember - 20. janúar Lífið leikur við þig og þú átt enn eftir að detta í lukkupottinn í þessari viku. Fjöl- skyldumál þín eru í góðum farvegi, haltu áfram á sömu braut. 24. júlí - 23. ágúst Þú færð frábæra hugdettu sem á eftir að veita þér margar góðar stundir í framtíð- inni. Láttu hana gerjast svolítið áður en þú kemur henni fframkvæmd. Vatnsberinn 21. janúar - 19. febrúar Reyndu að vera fljót(ur) að hugsa þessa vikuna og passaðu þig að týna ekki neinu. Þú ert svolítið utangátta núna, en það rjátl- ast af þér fljótlega. 20. febrúar - 20. mars Það er kominn ferðahugur í þig og það er sniðugt að skjótast út úr bænum eða bara út að ganga ef ekki vill betur. Þú þarfnast tilbreytingar og ættir að sækja þér hana með því að skipta um umhverfi. Þetta er tilgangslaust. Heimurinn ferst hvort sem er bráðum. 03 591 273

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.