Vikan - 15.08.2000, Side 10
Texti: Unnur J ó h a n n s d ó 11 i r
Myndir: Hreinn Hreinsson og úr einkasafni
að vera flóttamaður
Irena Zvlrblis er fædð og
uppalin í fyrrum
Júgóslavíu. Hún kom hing-
að til lands sumarið 1997
í boði íslensku rikísstjórn-
arinnar ásamt öðrum
fióttamönnum frá Serbíu
og settíst að á Höfn í
Hornafirði. Irena býr nú í
Reykiavík ásamt eigin-
manni sínum og premur
börnum og starfar sem
dagmóðir ásamt bví að
sinna áhugamáli sínu,
málaralistinni.
Irena kom til íslands ásamt
tveimur dætrum sínum
Sanja og Marina, móður
sinni og bróður. En hvern-
ig fannst henni að koma hing-
að til lands? „Ég hefði farið
hvert sem er, þess vegna til Sa-
hara eyðimerkurinnar. Ég bjó í
litlum bæ í Bosníu sem heitir
Novi Grad en ég og fjölskylda
mín þurftum að flýja þaðan
vegna stríðsins. Við vorum tvö
ár á flækingi og það var stopula
vinnu að fá og lífið var hræði-
legt. Ég vildi bara fara þangað
sem var friður og ró og börnin
mín gætu verið örugg. Ástand-
ið í Júgóslavíu var hræðilegt,"
segir Irena og henni vöknar um
augu. Pað tekur mjög á hana að
ræða um lífið í stríðinu. Hún
reynir en brestur í grát. Minn-
ingarnar eru of sárar.
„Ég upplifði mikinn létti fyrst
þegar ég kom til Hafnar en svo
fóru að leita á mig spurningar
eins og hvar er ég? Af hverju
er ég hér? Hvar er heimilið
mitt? Allt var svo óraunveru-
legt, stríðið í Júgóslavíu og að
veraalltíeinuflóttamaður. Allt
var svo framandi. Ég var mál-
laus og allslaus í nýju landi, ég
get ekki útskýrt hvernig mér
leið, ég var glöð og hrygg í senn.
Glöð yfir því að vera komin
langt frá stríðinu en hrygg
vegna þessara örlaga. Ég vissi
að líf mitt yrði aldrei samt aft-
ur.“
Saknar gömlu heimkynn-
anna
Irena segist sakna þess sem
var. „Það var gott að búa í
Júgóslavíu fyrir stríðið. Margir
halda að í Júgóslavíu hafi ríkt
harðstjórn og kommúnismi eins
og í Rúmeníu en það er ekki
rétt. Við bjuggum við töluvert
frelsi og gátum t.d. ferðast til
annarra landa. Vestræn áhrif
vorumikil í Júgóslavíu. Ég vann
sem ritari og við stelpurnar
höfðum það ágætt þó að ég væri
ein með þær. I frístundum mál-
aði ég og var í félagi áhugalist-
málara í Júgóslavíu." Þar tók
Irena þátt í fimmtán samsýning-
um og hélt sex einkasýningar og
hlaut m.a. viðurkenningu fyrir
list sína frá náttúruverndarráði
í Serbíu. Hér á landi hefur Irena
haldið fjórar einkasýningar á
Höfn og í Reykjavík.
Myndlist er og héfur ávallt
verið stór þáttur í lífi hennar og
hún byrjaði ung að mála. „Það
er mikið af listmálurum í minni
ætt en bæði pabbi minn og afi
voru listmálarar og báðar stelp-
urnar mínar hafa hæfileika á
10
Vikan