Vikan - 15.08.2000, Page 11
Nýtt líf f nýju landi
Biðin eftir Antoni var Irenu
erfið en þau byrjuðu að búa
saman hér á landi. „I Júgóslavíu
tíðkast ekki að fólk fari að búa
strax saman.“ Irena fór að
vinna á leikskólanum á Höfn
eftir aðlögunartímann sem
flóttamenn fá og Anton fékk
vinnu í frystihúsinu. Lífið virt-
ist því brosa bjartar við þeim
en áður. En snögglega dró ský
fyrir sólu þegar Anton fékk
hjartaáfall aðeins 10 dögum eft-
ir að hann kom hingað til lands
og var fluttur suður á spítala í
sjúkraflugvél. „Það var hræði-
legt áfall,“ segir Irena og and-
varpar, „mér fannst sem öllum
ósköpunum í lífi mínu myndi
aldrei linna. Fyrst þurfti ég að
flýja föðurland mitt vegna styrj-
aldarástands og nú þegar ég
loksins hafði fundið mann sem
ég elskaði og elskaði mig, veikt-
ist hann mjög alvarlega og var
í lífshættu.“
En betur fór en á horfðist.
Settur var hjartagangráður í
Anton og hann sneri aftur heim
til Irenu og fór að vinna hálfan
daginn aðeins tæpum mánuði
eftir áfallið. Þau eru bæði sam-
mála um að Islendingar hafi
tekið vel á móti þeim. „Okkur
A . öCgii 11 Clla Ug
brosir. Hún málar aðallega
landslagsmyndir og í dag mál-
ar hún jafnt myndir af heim-
kynnum sínum í Júgóslavíu sem
og íslenskt landslag. „Landslag-
ið hér er stórkostlegt, allt öðru
vísi en í Júgóslavíu. Ég hef
aldrei séð svona fallegt lands-
lag. Það veitir mér mikinn inn-
blástur, himininn, landið og
sjórinn. Veðráttan hér er einnig
frábrugðin því sem er í
Júgóslavíu. Þar voru sumrin
mjög heit, en veturnir kaldir.
Mér finnst samt miklu kaldara
hér, sérstaklega á sumrin,“ seg-
ir hún og brosir enda var hún
vön að fara í sumarfrí til ná-
grannalandanna eða við Adría-
hafið.
Veit ekki af hverju varð
strfð
Irenu líka ekki stjórnmál.
Hún segir að það séu stjórn-
málamennirnir sem hafi kom-
ið stríðinu í Júgóslavíu af stað.
„Ég veit satt að segja ekki af
hverju það varð stríð,“ segir
Irena, „ég held að fæstir viti
það. Ég trúði því aldrei að það
yrði stríð. Ég, fjölskylda mín og
vinir óttuðumst það en trúðum
því ekki. Það var svo ótrúlegt og
óraunverulegt. Allt í einu var
bara komið stríð og það voru
sprengingar út um allt,“ segir
hún og á erfitt um mál.“ Ég var
27 ára og stelpurnar 7 og 10 ára.
Allt daglegt líf fór úr skorðum.
Árið 1995 var ástandið orðið
mjög slæmt og við þurftum að
flýja,“ segir hún og andvarpar.
Nú kemur Anton Lajhtner,
eiginmaður Irenu, inn í stofuna
með litla sólargeislann þeirra
Viktor, sem er fimmtán mán-
aða. Anton er
ekki flóttamaður
líkt og Irena og
því var erfiðara
fyrir hann að fá að
setjast að hér á
landi, þar sem
hann þurfti að
hafa bæði dvalar-
og atvinnuleyfi.
Hann kom hing-
að til lands um 8
mánuðum á eftir
Irenu og henni fannst biðin
löng. „Við Anton kynnumst í
byrjun ársins 1997. Ég var frá-
skilin og hafði verið ein í fjórt-
án ár og bjóst ekki við að kynn-
ast ástinni á ný eða giftast aft-
ur. Við kynntumst í gegnum
málaralistina en Anton átti
rammabúð í Júgóslavíu. Ég fór
með mynd í búðina sem ég
þurfti að láta ramma inn sem
allra fyrst og spurði hann
hversu fljótt hann gæti gert
það,“ segir Irena og lítur á Ant-
on og brosir.
Anton brosir líka og segir að
hann hafi samstundis sett öll sín
verkefni til hliðar og lofað að
innramma myndina bæði fljótt
og vel. „Ég hafði séð Irenu
þann 15. janúar í listmálara-
klúbbi." Hann virðist vera með
Frá vinstri: Marina, yngri
hennar, Irena, Sanja, eldri
móðir hennar.
allar tímasetningar í sambandi
þeirra á hreinu. „Ég var að
kynna fyrirtækið mitt og þegar
ég sá hana gerðist strax eitthvað
innra með mér. Ég varð mjög
glaður þegar Irena kom í búð-
ina mína og brást skjótt við
beiðni hennar. Ég fór síðan á
málverkasýningu sem hún hélt
og spjallaði við hana. Eftir það
varð ekki aftur snúið og við fór-
um á nokkur stefnumót og
fundum að við vildum kynnast
betur.“ Irenu, sem var heimil-
islaus og hafði sótt um að kom-
ast sem flóttamaður til annars
lands, bauðst að fljótlega eftir
að þau kynntust að fara til ís-
lands. „Við vorum orðin mjög
ástfangin og ákváðum að ég
kæmi á eftir henni til Islands,“
segir Anton.
Vikan 11