Vikan


Vikan - 15.08.2000, Qupperneq 12

Vikan - 15.08.2000, Qupperneq 12
finnst við vera velkomin hér og það er ekki svo erfitt að kynn- ast íslendingum. En tungumál- ið er erfitt og hamlar oft nán- ari kynnum og samræðum," segir Anton. Irena tekur undir þetta og segist vanta vini eða vinkonur hér í borginni en á Höfn hafi verið auðveldara að kynnast fólki. „Við vildum samt flytja í bæinn því við erum bæði úr stærri bæjum og vön lífinu þar. Það spilaði einnig inn í að stelpurnar voru að komast á framhaldsskólaaldur og að hér eru fleiri tækifæri fyrir börnin." segir hún. „íslendingar eru mjög hjálp- samir og Hornfirðingar reynd- ust okkur afskaplega vel. Bald- ur Þorsteinsson læknir á Horna- firði og Sigurður B. Eyvindsson tannlæknir skildu mjög vel hvað við vorum að ganga í gegnum eftir hörmungarnar í Júgóslavíu og voru alveg frábærir. Þeir eru miklir mannvinir báðir tveir og góðir hlustendur," segir Irena brosandi. „Sigurður hugsaði strax til okkar þegar jarðskjálftarnir urðu í júní. Hann hringdi og- sagði mér að vera ekki hrædd. Það væri ekki komið stríð, þetta væru bara jarðskjálftar og þeir væru langt frá Reykjavík. Mér þótti afskaplega vænt um þenn- an hlýja hug sem þeir sýndu okkur.“ Ekki aftur til Júgóslauíu Viktor litli hefur setið róleg- ur í fanginu á pabba sínum en vill nú leggja eitthvað til mál- anna og foreldrar hans hlæja bæði. „Hann er yndislegur og hefur gert svo mikið fyrir okk- ur. Nafnið hans er táknrænt en það þýðir sigur. Hann hefur gef- ið okkur öllum lífsvilja, mér, systrum sínum og ömmu,“ seg- ir Irena. „Það hefur aftur til- gang að vakna á morgnana. Hann gaf okkur von um nýtt og betra líf“ Þau Anton gengu í hjóna- band í lútherskri kirkju, Frí- kirkjunni í Reykjavík, 5. maí síðastliðinn. Þau eru þó ekki lútherstrúar því Irena er grísk- kaþólsk og Anton rómversk- kaþólskur. Þau segja bæði að trúin skipti ekki máli. „Það er bara til einn guð,“ segir Anton brosandi," og við trúum bæði á hann og það er það sem skiptir máli.“ Hann segir ennfremur að þegar ástin er annars vegar skipti engu máli af hvaða þjóð- erni fólk sé, en Irena er Serbi og Anton Króati. „Við lítum á okkur sem Júgóslava, það er landið sem við ólumst upp í,“ segir Irena. Þau segjast ekki ætla að snúa aftur til Júgóslavíu þó það sé mögulegt núna. „Ástandið í Júgóslavíu er enn mjög erfitt, það er erfitt að fá vinnu og þar eru tækifærin ekki eins mikil fyrir börnin okkar og á íslandi. Við munum því aðeins fara til Júgóslavíu í sumarfrí," segir Anton ákveðinn en hann ætlar að sækja um íslenskan ríkis- borgararétt um leið og það er hægt. Hann vinnur nú í bygg- ingarvinnu en Irena er eins og áður sagði dagmóðir. „Krakk- arnir mínir, eins og ég kalla þau, eru alveg yndisleg. Það er gam- an að segja frá því að þau eru af ýmsu bergi brotin, íslensku, frönsku, afrísku og júgóslav- nesku. Þetta er því mjög alþjóð- legt segir Irena og hlær. „Eg tala júgóslavnesku við Viktor minn en íslensku við hin börn- in.“ Irena hefur náð þokkaleg- um tökum á íslenskunni. Hún segist þó tala réttast á morgn- ana þegar hún er óþreytt en á kvöldin eigi hún erfiðara með íslenskuna. Irena og Anton eru bæði list- unnendur og finnst gaman að fara á listsýningar, í leikhús og á óperur. Helsta áhugamál Ant- ons er tónlistin. „Eg spila bæði á harmoníku, gítar og hljóm- borð og ég syng.“ Anton segist hafa spilað nokkrum sinnum á pöbbum hér á landi og þá þekkt erlend dægurlög en hon- um hafi fundist gaman af því þegar fólk bað hann um að syngja eitthvað á júgóslav- nesku. Anton segir að Irena og börnin séu helstu aðdáendur sínir. „Oft á nóttunni þegar Irena málar þá spila ég fyrir hana ástarsöngva á gítarinn." Irena brosir ástúðlega til Ant- ons, tekur í hönd hans og segir að hann gefi sér innblástur. Það er morgunljóst að þau eru mjög ástfangin og sækja styrk og stuðning til hvort annars. Von- andi ber lífið hér á landi allt það besta í skauti sér fyrir þau og fjölskyldu þeirra. 12 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.