Vikan


Vikan - 15.08.2000, Side 16

Vikan - 15.08.2000, Side 16
Oft fara vinkonur sanian að versla. unni. Hvers vegna þá ekki að njóta þess að skoða þá og leyfa sér að dreyma um að eignast hitt og þetta, jafnvel í búðum sem heita Kostar mikið? Og þá er komið að fata- verslunum. Sumar konur halda því fram að þeim leið- ist að kaupa föt, þær l'inni ekkert sem þeim líkar og að máta flík eftir flík leiði til þess að þær verði gjörsamlega uppgefnar á örskömmum tíma. I hugum annarra kyn- systra þeirra eru fataverslan- ir gósenlönd þar sem dvelja má endalaust við að velja efn- ið sem hæfir þeim, sniðið þeirra, besta litinn og flott- ustu flíkina. Iðulega er mjög misjafnt hvað hittir þessar konur beint í hjartastað. Dragtir eru ær og kýr einnar, á meðan önnur velur kjóla, sú þriðja gengur eingöngu í bux- um en enn aðrar hafa engan áhuga á fatnaði öðrum en skófatnaði. Fyrrum einræð- isherrafrú Filippseyja, Imelda Marcos, er sjálfsagt þekktasta dæmið um konu sem fór ofur- lítið út í öfgar í ást sinni á skófatnaði en þær eru margar fleiri til þótt fæstar séu jafn- stórtækar. Oprah Winfrey hefur játað að hún eigi ansi mörg pör af skóm og að skór heilli hana upp úr skónum hvar sem hún fari um heim- inn. Jennifer Tilly á rétt rúm- lega sjötíu pör af skóm svo stúlkan sú þarf sennilega sjaldan að ganga berfætt og í sumum íslenskum fjölskyld- um gætu verið tómir tólf- fótungar ef miðað er við skópörin sem standa við úti- dyr þeirra. Aðdráttarafl verslunar- miðstöðva krufíð En hvað er það sem dreg- ur konur í búðir aftur og aft- ur? Sumar eru klárlega að leita upplyftingar. Þótt þær komi iðulega heim úr búðar- ferðum þreyttar og þvældar og lofi sjálfum sér því að hætta neyslunni og að líta aldrei í búðarglugga framar er öruggt að næst þegar þung- lyndi sverfur að, eða dagurinn hefur reynst erfiður keyra þær beint sem leið liggur í Kringluna og kaupa eitthvað fallegt. Þá gildir einu hvort það er eitthvað gott í kvöld- matinn, blóm til að skreyta íbúðina, ný föt, snyrtivörur eða skartgripur. Það veitir konunni huggun og bætir það sem aflaga hefur farið að geta veitt sér einhvern örlítinn munað. Aðrar konur hafa einfald- lega áhuga á hönnun eða ým- iss konar sköpun og fara til að skoða fyrst og fremst. Þegar heim kemur geta þær nýtt það sem þær sáu til að skapa eig- in muni. Margar snjallar saumakonur fara til að mynda eingöngu í fataversl- anir til að skoða snið. Þær teikna sniðið síðan upp og sauma svipaða flík úr því efni sem þær kjósa. Iðnhönnuðir viðurkenna sumir að þeir sæki sér innblástur í verk ann- arra. Nytjahlutir sem seldir eru í verslunum hér geta því auðveldlega kveikt hug- myndir í skapandi huga bæði um hvernig búa megi til eitt- hvað keimlíkt eða hvernig bæta megi uppsetningu og út- lit heimilisins. Búðarráp verður einhvers konar ástríða eða tóm- stundagaman hjá sumum konum. Þær vita nákvæmlega hvar allt fæst, hvað það kost- ar og hvar gera má bestu kaupin. Slíkar konur eru í raun ómissandi í hverri fjöl- skyldu því þekking þeirra er oft með ólíkindum. Hvernig þær finna tíma til að gera j afn- umfangsmiklar rannsóknir á verslunum bæjarins er öllum öðrum ráðgáta en þær hafa allt sitt á hreinu og gera iðu- lega ótrúlega góð kaup á út- sölum og tilboðstorgum. Bindindlsmót fjöiskyld- unnar í Krínglunni Eins og áður sagði er búð- arráp félagsleg athöfn og fyr- ir marga er þetta ein skemmtilegasta leið sem hugsast getur til að sýna sig og sjá aðra. Fólk hefur stundum gantast með það að í Kringl- unni geti heilu fjölskyldur- nar haldið ættarmót um helg- ar en kannski er þetta ekkert gamanmál. Þegar langamma og langafi voru ung kom öll sveitin saman við kirkjuna á sunnudögum og þar spurðu menn frétta, spjölluðu, tóku í nefið og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Unga fólkið sendi hvert öðru heit augnatillit og á kirkjutröpp- unum hófst margt ástarævin- týrið. Skáld-Rósa sá Pál sinn Melsteð fyrst á kirkjutröpp- unum á Möðruvöllum í Hörg- árdal og löngu seinna orti hún: Langt er síðan ég sá hann, sannlega fríður var hann, allt sem prýða má einn mann, langt aflýðum bar hann. Rósur okkar tíma koma kannski fyrst auga á sína menn á göngu um stórmark- aði og sennilega hefði mörg Gunnan engar spurnir af ný- fæddu barni einhverrar Sigg- unnar væru stórverslanir nú- tímans ekki sú miðstöð mannlífsins og þær eru orðn- ar. Ættarmótin í Kringlunni um helgar hafa það umfram önnur að ekki er hægt að spjalla of lengi við nokkurn mann og þar er ekki haft vín um hönd svo varla er vert að vera að amast við þeim. Ahugi kvenna á verslunar- ferðum hefur jafnan verið karlmönnum uppspretta endalausra gamansagna um eyðslu þeirra og kaupæði. Þeir hreykja sér af því að þeir fari nánast aldrei í búðir og þekkt er þjóðsagan um kerl- inguna sem eyddi meðan karlinn að dró. En er þetta svona einfalt? Rannsóknir er- lendra vísindamanna sýna að karlar fara vissulega sjaldnar í búðir en konur. Þegar þeir fara kaupa þeir hins vegar yf- irleitt mun dýrari hluti en konurnar þannig að sé borin saman eyðsla karls og konu (í annað en nauðsynjar) í ákveðinn tíma kemur í ljós að karlinn eyðir hærri upphæð í færri ferðum. Kona kaupir hugsanlega eina ódýra flík eða blómvönd þegar hún fer en karlinn kaupir dýrari fatn- að, dýr vín, golf- eða veiðiút- búnað eða eitthvað þaðan af stærra og meira. Samkvæmt niðurstöðum vísindamann- anna eru karlmenn líklegri til að eyða um efni fram en kon- ur. Goðsögnin um mikla eyðslu kvenna er því ekki annað en goðsögn. 16 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.